Færslur: 2015 Febrúar

11.02.2015 22:25

Á fullum snúning.



Sælir kæru lesendur.

 

Lifið hér í Litla-Garði gengur sinn vanagang,  nóg að gera í tamningum hjá Bigga og Jóhönnu og verður kærkomið að fá þriðja starfskraftinn hana Lenu Höller næstu mánaðarmót.


Eins og þið hafið kannski tekið eftir þá hefur fréttaflutningur verið í lámarki og er ástæðan sú að frúin á heimilinu er farin að vinna fulla vinnu á Meðferðaheimilinu Laugalandi, auk þess sem að hún er afar söngelsk og syngur m.a með kammenkórnum Hymnodiu ásamt fleiri tilfallandi heimilis og bókhaldsverkum o.þ.a.l vinnst  minni tími til  skrifta.


Hymnodia á jólatónleikum.


En við munum lofa ykkur að fylgjast með eftir bestu getu.  Veður er búið að vera ansi óstöðugt það sem af er ári og myndavélin verið meira í skúffunni en í notkun:)

 Sindri Snær stundar skólann og spilar fótbolta með KA  og fór í sitt fyrsta keppnisferðalag "án foreldra" til Reykjavíkur fyrir stuttu og gekk það vel. Æfingar fara fram á Akureyri og er það stundum dálítið púsl að láta alla hluti ganga upp.

Hann fagnaði 12 ára afmæli nú í janúarlok í góðra vina hóp :)


 Flottir strákar í gistipartý :)


Mörg spennandi tryppi eru hér í tamningu og má þar nefna hross undan Óm frá Kvistum, 

Gangster frá Árgerði, Tind frá Varmalæk, Fróða frá Staðartungu, Kiljan frá Árgerði, Álf frá Selfossi, Gígjar frá Auðsholtshjáleigu, og margir fleiri koma við sögu.


Hér á eftir koma tvær ungar efnilegar hryssur ættaðar frá Árgerði.

Þetta er Sena frá Árgerði undan Snældu frá Árgerði og Tind frá Varmalæk.



Sena er á sjötta vetur. Knapi er Johanna Schultz.





Hin hryssan er í eigu Magna og Dísu og heitir Sól frá Árgerði.



Sól er undan Blæ frá Hrafnagili og Sylgju Snældu-Blesadóttir frá Árgerði.

Hún er á fimmta vetur og setin af Litla-Garðs bóndanum sjálfum.


Látum þessar ungu og efnilegu dömur eiga síðasta orðið.


Þangað til næst, lifið heil.

Kærar kveðjur 

frá Litla-Garði og Árgerði




nnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnn

  • 1
Flettingar í dag: 7241
Gestir í dag: 117
Flettingar í gær: 5796
Gestir í gær: 333
Samtals flettingar: 1270613
Samtals gestir: 81188
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 23:45:00