03.06.2010 19:06

Ræktunarstarfið gengur vel.

 

Já það má nú segja að ræktunarstarfið gangi vel hér á bæjum á hvað sem litið er.  Hross frá Árgerði sem í dóm hafa farið hafa komið vel útúr því og eru 3 hross nú þegar komin yfir 8.30.  Hryssurnar kasta hægri vinstri á báðum bæjum og ætla ég að reyna koma smá yfirliti hér á framfæri það sem komið er.


Bleikálótt hryssa

M: Kveikja frá Árgerði (8.03)
F: Gári frá Auðholtshjáleigu (8.63)
Eig. Birgir






 

Rauðstjörnótt hryssa
M: Sunna frá Árgerði
F: Jón frá Sámsstöðum
Eig Hafþór Magni


Brúnn hestur
M: Snerpa frá Árgerði
F: Jón frá Sámsstöðum
Eig. Birgir

Jörp hryssa

M: Gyðja frá Teigi
F: Kiljan frá Árgerði
Eig. Birgir

Rauð/stjörnóttur hestur

M: Tvístjarna frá Árgerði
F: Kiljan frá Árgerði
Eig. Birgir

Brún hryssa

M: Snælda frá Árgerði
F: Þóroddur frá Þóroddsstöðum
Eig. Birgir

Jörp hryssa

M: Sandra frá Árgerði
F: Kiljan frá Árgerði
Eig. Magni

Rauð hryssa

F: Blær frá Hrafnagili
M: Gná frá Árgerði
Eig. Magni

Jörp hryssa

M: Vaka frá Árgerði
F: Gangster frá Árgerði
Eig. Magni

__________________________________________________


Sauðburðurinn er allur búinn hér og kom bara ágætlega út. Kötturinn tók einnig upp á því að fjölga sér svo gaut hún 5 kettlingum í síðustu viku, Sindra til mikillar ánægju.
Endilega hafið samband ef ykkur skyldi vanta litla kettlinga :)


Þann 22. maí síðastliðinn áttu Nanna og Magni afmæli. Magni var nú 80 ára og gáfum við honum stutta samantekt af ræktun hans í myndum sem hann var himinsæll yfir.

Magni og Dísa

Ásdís, Herdís og Bogga afhenda Magna gjöfina.

Nú eru krakkarnir búnir með skólann. Skólaslitin voru í vikunni og komu krakkarnir vel út.

Systkinin fyrir skólaslitin.

 

Flettingar í dag: 535
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 390
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 793386
Samtals gestir: 52716
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 17:46:06