26.10.2010 13:02

Fréttir úr dalnum

Góðan daginn

Nú er haustverkunum lokið. Búið er að gefa tryppunum ormalyf og örmerkja folöldin.
í byrjun október hófust frumtamningar. U.þ.b 20 hross eru nú á járnum og þar af er meirihlutinn í frumtamningu. Gengur þetta mjög vel og er margt um virkilega efnileg tryppi að finna í hópnum.
Sem dæmi má nefna  4v hryssuna Gloppu frá Litla-Garði,  hún er undan Glym frá Árgerði og Toppu frá Egilsstaðabæ. Á næstunni fara koma myndir og fréttir af tryppunum, þegar myndaveður gefst til.
Þó smelltum við nokkrum myndum um daginn til að láta fylgja hér með

Rauðskjótta hryssan undan Sæ frá Bakkakoti er mjög myndarleg hryssa sem lofar góðu og er í eigu Óla Kóka




Hrymsdóttirin Evelín frá Litla-Garði er mjög efnileg 5v hryssa

Evelín frá Litla-Garði

En þá að öðru, Árgerði hefur verið tilnefnt sem ræktunarbú ársins ásamt 14 öðrum búum af Fagráði í hrossarækt. Læt hér fylgja með frétt frá miðlunum:

_____________________________________________________________

Tilnefnd ræktunarbú 2010


Fagráð í hrossarækt hefur nú tilnefnt rætkunarbú/ræktendur til heiðursverðlauna Bændasamtaka Íslands ræktunarmaður/menn ársins 2010. Afhending viðurkenninga og verðlaunun sigurvegaranna fer fram á ráðstefnunni "Hrossarækt 2010" á Hótel Sögu þann 20. nóvember næstkomandi. 


Eftirtalin bú/ræktendur eru tilnefndir í ár (í stafrófsröð): 

1. Auðsholtshjáleiga, Gunnar Arnarson, Kristbjörg Eyvindsdóttir og börn. 
2. Austurkot, Páll Bragi Hólmarsson og Hugrún Jóhannsdóttir. 
3. Árgerði, Magni Kjartansson. 
4. Berg, Jón Bjarni Þorvarðarson og Anna Dóra Markúsdóttir. 
5. Efri-Rauðilækur, Baldvin Ari Guðlaugsson, Ingveldur Guðmundsdóttir, 
   Guðlaugur Arason og Snjólaug Baldvinsdóttir. 
6. Flugumýri 2, Páll Bjarki Pálsson og Eyrún Anna Sigurðardóttir. 
7. Hólar í Hjaltadal. Háskólinn á Hólum. 
8. Hvoll, Ólafur Hafsteinn Ólafsson og Margrét Sigurlaug Stefánsdóttir. 
9. Ketilsstaðir/Selfoss/Syðri-Gegnishólar, Bergur Jónsson og Olil Amble. 
10. Kvistir, Kristjón Kristjánsson og Günter Weber. 
11. Prestsbær, Inga og Ingar Jensen. 
12. Skipaskagi, Jón Árnason og Sigurveig Stefánsdóttir. 
13. Ytra-Dalsgerði, Hugi Kristinsson og Kristinn Hugason. 
14. Þjóðólfshagi 1, Sigurður Sigurðarson og Sigríður Anna Þórðardóttir. 

_______________________________________________________________________


Kveðjur úr Litla-Garði og Árgerði
Flettingar í dag: 653
Gestir í dag: 181
Flettingar í gær: 851
Gestir í gær: 80
Samtals flettingar: 819666
Samtals gestir: 54574
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 15:09:18