28.02.2011 20:20

Ístölt Austurlands

Lífið gengur ávallt sinn vanagang, veturinn svona kemur og fer.... Dásamlegt reiðfæri inn á milli og svo kemur þýðan og allt breytist í drullu! En svona er víst að búa á Íslandi! 

Hins vegar eru reiðhallir auðvitað komnar á annan hvern bæ á Íslandi og alls staðar eru innanhúsmót á fullu og eins hefur verið nógu kalt til að vötn eru frosin og Ístöltin farin að geysa allar helgar. 

Fyrsta stóra Ísmótið var síðastliðna helgi á Egilsstöðum, nánar tiltekið á Móavatni við Tjarnarland. Skelltu Ásdís og Biggi sér þangað með feðgana Tristan og Hvin. Gekk það þrælvel og þeir voru nr. 2 og 3 í A-flokki bæði inn í úrslit og út. 

Hvinur var nr.2 eftir forkeppni með 8.52 í einkunn og hélt því sæti í úrslitum með 8.58







Tristan var nr.3 inn í úrslit með 8.50 í einkunn og hélt því sæti einnig í úrslitum með 8.53.







 Eyfirðingurinn Lúlli Matt sigraði á hinum glæsilega Tý frá Litla-Dal. 



Fjórir efstu í A-flokki - Sjá má fleiri myndir HÉR en myndasmiðir eru Anja Kokoschka og Hafrún Eiríksdóttir og þökkum við þeim kærlega fyrir!

Af tamningarstöðinni er gott að frétta. Á húsi eru að jafnaði um 38 hross og þar af 25-30 í kynbótaþjálfun. Verknámið hjá Önnu Sonju gengur vel og verður prófið um miðjan mars. 

Kynning á hrossi úr húsinu: 

Evelyn frá Litla-Garði er falleg grá hryssa á sjötta vetur. Hún er klárhryssa undan Hrym frá Hofi og Elvu frá Árgerði og er því systir Hvins frá Litla-Garði sem er hér fyrir ofan. Hún tók þátt í sinni fyrstu keppni um daginn í KEA-mótaröðinni og gekk það ágætlega, virkilega lofandi hryssa sem bætir sig dag hvern. Eigandi Evelyn eru Herdís og Biggi!



Á döfinni er heilmargt, næstu helgi er Ís-Landsmótið á Svínavatni og stefnum við líklegast þangað. Helgina þar á eftir er svo Ísmót á Mývatni og Áskorendamót Riddaranna á Sauðárkróki sama dag ;) 


Flettingar í dag: 191
Gestir í dag: 31
Flettingar í gær: 956
Gestir í gær: 133
Samtals flettingar: 814636
Samtals gestir: 53812
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 05:20:15