02.06.2011 03:13

Sumar og sól - LOKSINS


Falleg er hún fjallasýnin í Djúpadalnum fagra

Loksins loksins er komið sumar, um leið og Júní datt í gagnið kom sólin og hitin skreið upp fyrir 10 gráðurnar. Folöldin týnast eitt af öðru og spennan eykst. Er búið að græja sér síðu fyrir þau sætu rassana og hana má sjá hér fyrir ofan lengst til hægri. Komin eru 13 folöld úr öllum áttum og hvert öðru fallegra.


Stundum er óþarfi að vera að flækja hlutina ...
Merarnar eru farnar að týnast undir stóðhesta ein af annarri og þurfti að sækja tvær hryssur í Miðgerði, Sónata (sú skjótta) lét fyli í vetur og er geld og Kveikja kastaði fyrir um mánuði. Einfaldasta lausnin var þessi :)


Gekk eins og smurt ...


Undan Kiljan komu þónokkur folöld í ár en hann hefur ekki komist undir hnakk á árinu sökum meiðsla. En þau eru gullfalleg og vert er að minna aðeins á hann, frábærar ættir og gullgæðingur sem má ekki gleyma.

Gríðarlega léttbyggð og falleg þessi folöld. Sá fyrri er undan Græju og sá seinni undan Gyðju.
Flettingar í dag: 427
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 686
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 793964
Samtals gestir: 52733
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 10:39:25