12.07.2011 22:13

Blika frá Árgerði

Fékk þá stórundarlegu spurningu af ungum hestamanni um daginn sem var að flétta eldgömlu Eiðfaxablaði: Hver var Snælda frá Árgerði?

Andlitið liggur ennþá á kaffistofunni upp í Litla-Garði! Maður hélt í fásinnu sinni að flestallir hestamenn á Íslandi, allavega í Eyjafirðinum könnuðust við það nafn, ef ekki Snældu þá Bliku! Ákvað því að koma með smáfrétt Bliku til heiðurs hér. Hugmyndin sprettur ekki eingöngu af þessari spurningu sem kom svo flatt upp á mig heldur einnig af endalausum BLUP pælingum... Blika frá Árgerði er heiðursverðlauna hryssa fyrir afkvæmi og undan heiðursverðlaunahryssu einnig. Samt eru þær mjög lágar í BLUP-i. Hef pælt mikið í þessu, en ætla svosem ekki að útlista því hér :)

Blika frá Árgerði er semsagt undan Snældu frá Árgerði og Ófeigi frá Flugumýri og er fædd árið 1981.



Var samt að fletta yfir þetta nú áðan og rak augun í tölu sem ég hef ekki tekið eftir áður og kemur hún skemmtilega á óvart!

Höfuð 96 Tölt 98
Háls/Herðar/Bógar 96 Brokk 91
Bak og lend 105 Skeið
129
Samræmi 104 Stökk 98
Fótagerð 92 Vilji og geðslag 105
Réttleiki 95 Fegurð í reið 99
Hófar 95 Fet 98
Prúðleiki 88 Hæfileikar 111
Sköpulag 94 Hægt tölt 96
Aðaleinkunn 108

Sjá má að þessar einkunnir eru ekki til að hrópa húrra fyrir, prúðleikinn alveg í lágmarki og lægsta einkunnin en Árgerðishrossin eru nú ekki fræg fyrir fax niður á bóga sem gerir ekkert annað en að flækjast fyrir knapanum ;) En þau eru viljug og geta skeiðað ! Vek athygli á að í ár eru 30 ár síðan Blika fæddist. Að hún sé með 129 fyrir skeið þykir mér stórmerkilegt og neyðist ég hreinlega að leggjast í "rannsóknir" til að sjá hvort hún sé ekki með hæðstu merum þetta gömlum fyrir þennan eiginleika.

Blika var einstakur gæðingur að kostum á sínum tíma. Var eina hrossið sem hlaut einkunnina 10.0 fyrir geðslag á meðan vilji og geðslag var dæmt í hvort sínu lagi og hlaut hún einnig árið 1987 þá sex vetra gömul 8.84 fyrir kosti, 9 fyrir tölt og skeið, 8.5 fyrir brokk, vilja og fegurð í reið og 10.0 fyrir geðslag. Hlaut hún 7.85 fyrir sköpulag.

Blika átti á sinni löngu og viðburðaríku ævi 14 afkvæmi.  Hafa 10 af þeim skilað sér til dóms, þrjú þeirra voru geldingar og síðasta afkvæmi hennar er klárhryssa undan Parker frá Sólheimum sem vonandi á eftir að skila sér til dóms, verulega hreyfingarmikil hryssa en klárhrossin eiga nú bara erfitt uppdráttar þessa dagana nema þau séu þrusugóð.

Eitt afkvæma Blika hefur hlotið 9.5 fyrir skeið, tvö 9.0, fimm 8.5, eitt 8.0 og eitt 7.0 þannig að þau að skila vel skeiðinu.

Kveikja frá Árgerði er gæðingshryssa undan kveik frá Miðsitju, 1.v hryssa með 8.36 fyrir hæfileika og þar af 9.0 fyrir skeið


Snælda frá Árgerði er dóttir Orra frá Þúfu er nú ræktunarhryssa í Árgerði, hlaut einnig 9.0 fyrir skeið og er með góð 1.v og þar af 8.43 fyrir hæfileika.


Hér eru bræðurnir undan Bliku, Tristan frá Árgerði (Orrasonur) sem  hæst hefur fengið 9.5 fyrir skeið og Kiljan frá Árgerði sem hlaut 8.5 fyrir skeið, sonur Nagla frá Þúfu


Kiljan frá Árgerði


Skemmtilegar pælinga
Flettingar í dag: 1927
Gestir í dag: 119
Flettingar í gær: 1044
Gestir í gær: 252
Samtals flettingar: 821984
Samtals gestir: 54764
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 22:31:45