21.11.2011 01:24

Haustfréttir

Jæja þá fer nú að líða á seinni hluta haustsins.

Veðurblíðan er búin að vera með ólíkindum undanfarið en aðeins er farið að kólna held ég, vindurinn farinn að blása á ný með tilheyrandi kælingu. Verið er að skila inn folaldaskýrslu núna og detta folöld fædd 2011 þá inn í Worldfeng og munum við þá uppfæra sölusíðuna með þau folöld sem eru enn til sölu en eitthvað hefur selst af þeim nú þegar.

EInnig hefur verið aðeins hreyfing í sölumálum reið og keppnishesta núna en Strengur frá Grundarfirði er hestur sem rataði ekki einu sinni inn á sölusíðuna en hann Björgvin okkar vinnumaðurinn frá því í sumar hefur keypt hann sem tilvonandi keppnishest en Strengur (eða Hrafnar frá Grundarfirði eftir nafnabreytingu) er undan Stíganda frá Leysingjastöðum og er 7.v gamall. Eigum því miður ekki mynd af honum en óskum Björgvini velfarnaðar með þennan skemmtilega hest í framtíðinni.

Einnig er draumafjölskyldu og reiðhesturinn Rudolf búinn að skipta um eiganda en Gerður Aradóttir á Egilsstöðum hefur fest kaup á honum og óskum við henni til hamingju með það :)



Einnig höfum við verið aðeins í framkvæmdum fyrir veturinn samhliða tamningunum og er risin ný hnakkageymsla ásamt fleiru. Teknar verða myndir af því og kemur það næst :)
Flettingar í dag: 213
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 746
Gestir í gær: 77
Samtals flettingar: 822983
Samtals gestir: 54874
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 08:03:04