10.03.2012 10:27

Og áfram heldur fjörið

Jæja, þá er marsmánuður kominn vel af stað og má segja að það styttist í sumarið þó svo að verðrið sé heldur vetrarlegt ennþá, og erum við satt best að segja komin með upp í kok af roki.

En mótahaldið er á fullu þessa dagana og þarf maður eiginlega að vinsa úr þau mót sem maður telur sig eiga erindi á, þetta er fullmikið ef elta öll mót sem eru í boði :)

En síðast var tölt í KEA-mótaröðinni en hingað til höfum við látið farið heldur lítið fyrir okkur í þeirri mótaröð, en töltið gekk aðeins betur. Ásdís og Biggi tóku þátt með sitthvora hryssuna, Ásdís með Hrymsdótturina Evelyn frá Litla-Garði sem var að taka þátt í sínu fyrsta töltmóti og Biggi með Tristansdótturina Glettingu frá Árgerði. Ásdís og Evelyn fóru beint í A-úrslit í 4.sæti með einkunnina 6.33 og Biggi var í 8-9 sæti inni í B-úrslit með einkunnina 6.23. Biggi reið sig upp í 6.sæti í úrslitunum með 6.33 en Ásdís hélt sínu sæti í A-úrslitunum með 6.67.


En mál nr.1 2 OG 3 !!!

Herdís okkar er að klára sitt söngnám með risa útskriftar/lokaprófs tónleikum í dag kl.13.30 í Laugaborg Eyjafjarðarsveit. Er þetta nokkurra ára nám að baki og verður þetta stór stund í dag.

Vonumst til að sjá sem flesta þar :)


Flettingar í dag: 551
Gestir í dag: 76
Flettingar í gær: 746
Gestir í gær: 77
Samtals flettingar: 823321
Samtals gestir: 54920
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 18:38:39