26.03.2012 21:11

Og fjörið heldur áfram..



Jæja Tristan er sigurvegari vikunnar

Hann sigraði skeiðkeppnina í lokakvöldi KEA mótaraðarinnar á tímanum 5.28 :) Blakkur frá Árgerði varð fjðrði 5.33 þannig að þeir stóðu sig vel þar.



Gangster frá Árgerði er allur að detta í gírinn. Við erum nú með sex stíur á leigu á Melgerðismelum og þar er riðið út með, aðstaðan, umhverfið og undirlagið er bara einstakt og þá sérstaklega fyrir mikið hágeng hross. Svo er umhverfið og bakgrunnurinn öðruvísi og skemmtilegur til myndatöku og hægt er að stilla upp nánast hvaða aðstæðum sem er sem hentar hverju og einu hrossi.



En það er um 40 hross á járnum hjá okkur núna, Hulda Lilý er búin með frumtamningarverkefnið í verknáminu og stóðst það. Hún notaði systurnar Glymru og Gloppu í prófið sem og Viðju.
Okkur láðist að hafa myndavélina með í prófinu en læt hér fylgja mynd af Huldu á Prýði frá Hæli sem er klárhryssa á sjötta vetur í eigu Magnúsar í Steinnesi. Hún er undan Krumma frá Blesastöðum.



Tekin á hringvellinum á Melgerðismelum

Var fyrir löngu búin að lofa að sýna ykkur myndir af framkvæmdunum austan við hlöðuna þar sem plan var sett til að hafa hringgerðið á, bæði til að vinna inn í sem og utan á því. Frábært að hafa svoleiðis til þess að vinna með hrossin.


Hér er Ásdís að vinna með Hrönn frá Árgerði í hringgerðinu.

Læt að lokum fylgja með mynd af Emilíönu frá Litla-Garði sem er síðasta afkvæmi Elvu frá Árgerði og undan Glym frá Árgerði. Hún er virkilega efnileg klárhryssa sem stefnt er með í dóm í vor.




Flettingar í dag: 661
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 686
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 794198
Samtals gestir: 52745
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 16:01:32