07.05.2013 22:05

Til sölu ..

Alltaf er nóg til af söluhrossum, bæði tömdum og ungum tryppum og munu nýjar myndir af söluhrossum tínast hér inn á næstunni. 

Sú sem kynna skal núna er hin hágenga Gloppa frá Litla-Garði IS2007265657

Gloppa er verulega skemmtileg hryssa, geðgóð og auðveld með góðan vilja, ásækin en spennulaus. Hún er alhliða en með óhreyft skeið enn sem komið er. Grunngangtegundirnar eru mjög góðar, fetið alveg úrvalsgott, brokkið öruggt með góðum fótaburði og stökkið einnig gott. Töltið er gott og fer þessi hryssa síbatnandi dag frá degi nú þegar glittir í vorið. Gloppa er snotur, meðalstór og ágætlega prúð á fax og tagl. 

Gloppa is a really fun mare to ride, nice temprament with good power but no tension. Her walk is extremely good, trot secure beated with high movements and the gallop good too. She´s a fivegaited mare but has been trained as a fourgaiter. Her tolt is good with high movements and she is always improving herself. 





Höfuð104Tölt105
Háls/Herðar/Bógar106Brokk103
Bak og lend102Skeið101
Samræmi110Stökk105
Fótagerð96Vilji og geðslag103
Réttleiki95Fegurð í reið108
Hófar103Fet99
Prúðleiki86Hæfileikar105
Sköpulag104Hægt tölt108
Aðaleinkunn106

Faðir Gloppu er hinn frábæri gæðingur Glymur frá Árgerði sem yfirgaf landið fyrir nokkrum árum og fór til Danmerkur þar sem hann féll frá langt fyrir aldur fram. Glymur var úrvals góður hestur, og hlaut hann háan dóm. Virðist hann erfa vel frá sér frábært geðslag, samvinnuþýð hross, opinn gang og háan fótaburð. Móðir Gloppu er dóttir Topps frá Eyjólfsstöðum og heitir Toppa frá Egilsstaðabæ. Toppa er sýnd með 7.62 í aðaleinkunn en hún hlaut 8.0 fyrir tölt, hægt tölt, stökk, vilja og fegurð, aðeins 5.5 fyrir skeið þannig að flokkast nánast sem klárhryssa. 

Gloppa´s father was the amazing horse, Glymur from Árgerði that left Iceland few years ago to Danmark where he passed away way too young. Glymur was a really good horse and he recieved high scores. He seem´s to give a great temprament, easy going horses, open and easy gaits og high movements. Gloppa´s mother is daughter of Toppur from Eyjólfsstaðir and her name is Toppa frá Egilsstaðabæ. Toppa has been evalueted with total score of 7.62 and she got 8.0 for tolt, slow tempo tolt, gallop, spirit and form under rider and only 5.5 for pace so she´s almost a four gaiter. 





Ásett verð fyrir Gloppu er 800.000 kr ISK/Price for Gloppu is 5250 Euro
Flettingar í dag: 161
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 1780
Gestir í gær: 139
Samtals flettingar: 813038
Samtals gestir: 53529
Tölur uppfærðar: 18.4.2024 07:48:05