05.01.2014 21:44

Nýársfærsla

Jæja nýárið gengið í garð og komin hugur í Litla-Garðsbændur. Húsin smá saman að fyllast af spennandi hrossum og frúin á bænum ætlar að reyna að vera dugleg að uppfæra fréttir, en að sjálfsögðu mun hún Ásdís okkar skjóta inn fréttaskotum af og til. Biggi hefur fengið hana Kristínu Birnu til aðstoðar og bjóðum við hana að sjálfsögðu velkomna til starfa. Engar myndir hafa verið teknar af hrossum enn sem komið er, en það verður bætt úr því hið fyrsta og fáið þið þá lesendur góðir að fylgjast með því helsta hjá okkur í vetur.

Læt fylgja hér með skemmtilega jólamynd af Nönnu og Sindra en þau brugðu sér út og bjuggu til skemmtilegar snjófígúrur :)

Flettingar í dag: 294
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 1369
Gestir í gær: 92
Samtals flettingar: 2365565
Samtals gestir: 279416
Tölur uppfærðar: 12.7.2020 13:14:20