21.04.2014 20:49

Trompið Mirra frá Litla-Garði

Okkur langar að kynna til leiks tilvonandi tromp og uppáhald húsbóndans Mirru frá Litla-Garði.

Mirra er undan gæðingnum Glym frá Árgerði og 1 verðlauna hryssunni Væntingu frá Ási 1.

Ýmislegt hefur gengið á hjá þessari ungu og efnilegu hryssu en hún eignaðist  slysafang aðeins 3 vetra gömul á köldum degi í april. Nokkrum dögum eftir köstun losnar hún í hnéskélinni (sem lýsir sér þannig að hún fær staurfót á hægri afturfót) og fengum við Gest dýralæknir  vin okkar í hana og hann var fljótur að koma henni í liðinn.

 Bar á þessu af og til á 4ða og 5ta vetri sem olli því að hægt gekk að temja hana á annan veg en að teyma hana á hesti og ná upp styrk í liðinn . Sagði Gestur okkur það að þetta myndi eldast af henni með meiri styrk og er það raunin, Mirra er að springa út og vonir Bigga að rætast en hann hefur talað um hana Mirru sína frá því að hún var folald að þarna væri einstakt efni á ferð og var fjölskyldan og allt tamningarfólk á þessum tíma búið að fá sig fullsatt af þessu tauti í kalli. 

Langar mig þess vegna að kynna hana hér fyrir ykkur lesendur góðir og deila með ykkur frumsýningunni hennar á Fákar og Fjör 2014. 

Mirra hefur mikið skref og fótalyftu á öllum gangi.


Hún er einstaklega næm og gleymir engu sem að henni er kennt, Þannig að það er betra fyrir húsbóndann að vanda sig :)







Fjörviljug, mikið fas, mikill fótaburður og svif :)

Flettingar í dag: 293
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 686
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 793830
Samtals gestir: 52732
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 07:34:42