21.07.2014 10:35

Æskan


Sælir kæru lesendur.



Sindri í keppni á æskulýðsdögum norðurlands nú um helgina, Eins og þið sjáið var búningaþema og keppti Sindri á Tón sem er undan Tristan frá Árgerði og Sónötu frá Litla-Hól.


Sumarið leikur við okkur og að landsmóti loknu tóku við meiri tamningar og heyskapur. Nú um helgina voru æskulýðsdagar á Melgerðismelum og tók Sindri þátt í því. Krakkarnir fóru í ratleiki, þrautabrautir, útreiðatúra, síðan var grill varðeldur og leikir. 

Vinirnir Bjarmi og Sindri við brautarenda.


Sindri var varla búin að spretta af þegar hann þeyttist af stað til Egilsstaða en þar sem hann er farin í viku hestaferðalag með afa sínum Ármanni og njóta þess að láta ömmu Erlu dekra við sig :) 

Myndirnar eru  frá sunnudeginum en þá kepptu krakkarnir í keppni sem var með "firmakeppnisfyrirkomulagi" í búningum  og hlaut Sindri þar fyrsta sæti :) 

Sæl að sinni.


Hóhóhó,,,,,,,,



Tónn hefur verið keppnishesturinn hans Sindra frá unga aldri.


Verðlaunahending barna, Anna Sonja þjálfari þeirra stendur stolt hjá hópnum.


Flettingar í dag: 450
Gestir í dag: 97
Flettingar í gær: 612
Gestir í gær: 132
Samtals flettingar: 813939
Samtals gestir: 53745
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 10:45:01