07.03.2015 22:38

Síðbúnar þorrafréttir


Komið þið sæl og blessuð kæru lesendur.


Febrúar mánuður er búin að vera frekar stormasamur, þótt veðurguðirnir hafi nú gefið okkur grið inn á milli. Tamningar hafa þó gengið með ágætum og mikið af skemmtilegum efnivið í húsinu.
 Nú hefur Lena Holler bæst í hóp tamningarmanna hér í Litla-Garði og er þá liðið fullskipað.
 
Helstu viðburðir síðast liðinn mánuð eru folaldasýning Náttfara, Bautatöltið og Kea mótaröðin.



Folaldasýning hrossaræktarfélagsins Náttfara fór fram nýlega í Melaskjóli á Melgerðismelum. Sem fyrr var það Eyþór Einarsson sem dæmdi folöldin þar sem bæði voru tekin mið af sköpulagi og hreyfingu. 

Átti Gangster tvö afkvæmi þar í verðlaunasætum, en það var annars vegar Kolbakur frá Árgerði sem var hæstur allra hestfolalda. 
Kolbakur Gangsterssonur er undan  fyrstu verðlauna hryssunni Snældu frá Árgerði.


Kolbakur frá Árgerði.

Glæsilegasta folaldið valið af áhorfendum var Gangsterssonurinn Biskup frá Brúnum.
Hann er undan fyrstu verðlaunahryssunni Birtu frá Brúnum.


Biskup frá Brúnum
Áttum því miður ekki nýlega mynd af honum en hér er ein frá þvi í sumar, glæsilegur er hann, til hamingju Einar og Hugga :)


Bautatöltið var einn af skemmtilegum viðburðum febrúarmánaðar.


Félagarnir Biggi og Höski flottir að vanda. 


Tefldi Biggi þar fram gæðingshryssunni Aldísi frá Krossum sigruðu þau opna Bautatöltið með glæsibrag með einkunnina 7,67. Aldís frá Krossum er því komin með farmiða á stjörnutöltið. smile emoti



Ísdrottningin Aldís frá Krossum.


Sigurliðið á Bautatölti 2015.


Biggi hefur aðeins verið með í KEA mótaröðinni og ákvað hann að fara með skeiðhryssuna Sigurdísi frá Árgerði í sína fyrstu fimmgangskeppni. Var hann sáttur með frumraunina þar sem að þau höfnuðu í 6 sæti í opnum flokk með einkunnina 6,07.



Sigurdís frá Árgerði á flugskeiði.



Látum þetta duga í bili, þangað til næst lifið heil.

Kveðjur frá  Litla-Garði





Átti


Flettingar í dag: 599
Gestir í dag: 81
Flettingar í gær: 746
Gestir í gær: 77
Samtals flettingar: 823369
Samtals gestir: 54925
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 20:48:40