29.05.2016 15:42

Vorið í allri sinni dýrð.


Sælir kæru lesendur.



Sindri Snær situr á Silfurtá, en hjá þeim er Hremmsa nýlega köstuð hryssu undan Gangster.


Já loksins er vorið komið í allri sinni dýrð, úti skín sólin og hitastigið 20 gráður. Það er ekki hægt að kvarta yfir því nema þá einna helst sunnanrokinu sem er gjarnan fylgifiskur hlýnandi veðurs.

Sauðburður er búin og gekk mjög vel, frjósemi í hámarki og aldrei hafa fæðst fleiri lömb á bænum.

Ein kynbótasýning er búin og fórum við einungis með Mirru í fullnaðardóm, og eina fjögurra vetra hryssu, Vöku frá Árgerði í býggingardóm. Vaka er undan Gangster frá Árgerði og gæðingnum Von frá Árgerði. Hlaut hún 8,28 í byggingardóm og bar þar hæðst 9 fyrir fótagerð. Fer hún í fullnaðardóm  á Hólum.


Vaka frá Árgerði.

Ekki náðist að ná tilskildum tölum á Mirru þar sem að vindur blés heldur kröftuglega fyrir hennar smekk, en því verður gerð betri skil á Hólum í Hjaltadag á næstu dögum. Stefnum við með 6 hross úr okkar ræktun á þá sýningu.


Mirra frá Litla-Garði 


Fjögurra vetra Gangstersonur Aðall frá Steinnesi var sýndur á Hlíðarholtsvelli Akureyri nú á dögunum og fór hann í fyrstu verðlaun. Hann hlaut 8,28 í hæfileika og bar þar hæðst 9 fyrir vilja og geðslag. Gangster á nú fjögur sýnd afkvæmi, þrjú í fyrstu verðlaun og eina rétt við fyrstu verðlaun. Segja mér það vitrari menn að það sé góð byrjun hjá ungum kynbótahesti.


Aðall frá Steinnesi. F. Gangster frá Árgerði M. Díva frá Steinnesi knapi Agnar Þór Magnússon.


Fjögur folöld hafa fæðst í vor.

Fyrst kastaði Týja frá Árgerði jörpum hest undan Gangster. Hann fékk nafnið Garri Gangstersson.



Garri frá Litla-Garði.


Hafþór Magni með Garra litla í fanginu :)


Gná frá Árgerði kom með hest undan Kiljan frá Árgerði. Kiljan er á leið úr landi í haust og því síðasti séns að fá undan þessum snilling.


Gná frá Árgerði með Kiljanssoninn.


Myndarhestur.





Í morgun var hún Hremmsa búin að kasta fallegri rauðri hryssu undan Gangster. Hún hlaut nafnið Hlökk frá Litla-Garði



Sex vetra hryssan hún Eldborg frá Litla-Garði er á leiðinni á kynbótasýningu á Hólum í Hjaltadal. Teljum við hana eiga mikið inni og vonumst til að það komist til skila þar. Þar sem að við teljum hana mikinn kynbótagrip og gæðing völdum við að fara með hana  í fósturvísaflutninga. Afreksturinn er komin í ljós.



Á föstudaginn kastaði staðgöngumóðirin rauðum hesti undan Eldborg og Gangster.


Gestur vinur okkar kom síðan með nafn á kall, Gullfoss skal hann heita :)


Gullfoss frá Litla-Garði :)

Látum þetta duga í bili
Lifið heil

Litla-Garðsbændur

Flettingar í dag: 533
Gestir í dag: 101
Flettingar í gær: 612
Gestir í gær: 132
Samtals flettingar: 814022
Samtals gestir: 53749
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 12:53:25