13.10.2017 20:10

Hringvallagerð.


Sælir kæru lesendur. 





Fyrstu helgina í september réðumst við í hringvallagerð með hjálp góðra manna. Um er að ræða 250m hringvöll með beinni braut (skeiðbraut). 





Það voru ansi margir sem komu að þessu verki. Bræður Bigga, þeir Ingvi, Nonni og Doddi mættu galvaskir með sín tæki og tól. Sveinn Ingi í Syðra-Felli og Steini í Skjólgarði buðu fram krafta sína ásamt Tryggva í Hvassafelli sem mætti einnig með sitt úthald.  Ævar í Fellshlíð lagði síðan til traktor og vagn. Keyrt var á vörubíl frá Stebba í Teigi (pabba Bigga) og fjórum traktorum með sturtuvagna. 



Ingvi mætti síðan með gröfuna sína og sá um allann mokstur.




Flottur að vanda.




Mölina fengum við síðan hjá nágranna okkar og vini Ævari í Miklagarði. 


Jónas í Litla-Dal sá um alla hönnun og útreikninga og þurfti enga tölvu til, þetta er allt í kollinum.



Jónas og Stína í Litla-Dal að mæla út og spekúlera. 


                         Tryggvi í Hvassafelli mættur með sitt úthald.



Bræður skiptast á skoðunum :) 



Steini hress að vanda.



Sindri Snær að bjóða Svein Inga upp á hressingu.



Darri og Sindri týndu grjót ásamt Óla í Hvassafelli. 


Tveir grjótharðir Óli og Sindri. 



Gamli fylgdist síðan með klár á vaktinni ef eitthvað bilaði. 



Byrjað að hefla til. 




Hluti af úthaldinu.



Ánægð með verkið.



Gamli ekkert smá sáttur með dagsverkin.

 Ótrúleg afköst á einni helgi og má því þakka öllu þessu góða fólki sem kom og lagði hönd á plóg með einum eða öðrum hætti.

Hjartans þakkir fyrir hjálpina, hún er ómetanleg!



Flettingar í dag: 778
Gestir í dag: 74
Flettingar í gær: 511
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1007156
Samtals gestir: 71270
Tölur uppfærðar: 27.7.2024 09:05:43