Færslur: 2014 Apríl

21.04.2014 20:49

Trompið Mirra frá Litla-Garði

Okkur langar að kynna til leiks tilvonandi tromp og uppáhald húsbóndans Mirru frá Litla-Garði.

Mirra er undan gæðingnum Glym frá Árgerði og 1 verðlauna hryssunni Væntingu frá Ási 1.

Ýmislegt hefur gengið á hjá þessari ungu og efnilegu hryssu en hún eignaðist  slysafang aðeins 3 vetra gömul á köldum degi í april. Nokkrum dögum eftir köstun losnar hún í hnéskélinni (sem lýsir sér þannig að hún fær staurfót á hægri afturfót) og fengum við Gest dýralæknir  vin okkar í hana og hann var fljótur að koma henni í liðinn.

 Bar á þessu af og til á 4ða og 5ta vetri sem olli því að hægt gekk að temja hana á annan veg en að teyma hana á hesti og ná upp styrk í liðinn . Sagði Gestur okkur það að þetta myndi eldast af henni með meiri styrk og er það raunin, Mirra er að springa út og vonir Bigga að rætast en hann hefur talað um hana Mirru sína frá því að hún var folald að þarna væri einstakt efni á ferð og var fjölskyldan og allt tamningarfólk á þessum tíma búið að fá sig fullsatt af þessu tauti í kalli. 

Langar mig þess vegna að kynna hana hér fyrir ykkur lesendur góðir og deila með ykkur frumsýningunni hennar á Fákar og Fjör 2014. 

Mirra hefur mikið skref og fótalyftu á öllum gangi.


Hún er einstaklega næm og gleymir engu sem að henni er kennt, Þannig að það er betra fyrir húsbóndann að vanda sig :)







Fjörviljug, mikið fas, mikill fótaburður og svif :)

19.04.2014 20:52

Fákar og fjör

Sæl aftur.

Fleiri hross voru sýnd á Fákar og fjör frá okkur og ætlum við að skella hér inn nokkrum myndum til gamans.

Fyrsta er að telja Aldísi frá Krossum eða Hvítu Blesu en það er hún oftast kölluð á þessum bæ. Glæsileg Álfsdóttir sem við eigum ásamt Snorra Snorrasyni frá Krossum. 

Ekki amarleg uppsetning á þessari skvísu :)



Æðislegt skref og síðan er hún flugvökur líka.




Næst er Skerpla frá Brekku í Fljótsdal en hún er í eigu Magga í Steinnesi og hefur verið hér í þjálfun. Frábærlega skemmtileg alhliðahryssa sem er í stöðugri framför og á eftir að gera það gott á hringvellinum. Skerpla er til sölu og veitir Biggi allar frekar upplýsingar um hana í s 896-1249.


Glæsihryssa með flottan fótaburð og rými.


Sjáið þið skrefið,,,,,


Og ekki vantar neitt upp á rýmið:)



Síðan sýndu Biggi og Ásdís Helga tvær Glymsdætur. Ásdís okkar er búin að vera að þjálfa klárhryssuna Emilíönu sem er undan Snældu-Blesa dótturinni Elvu frá Árgerði. Emilíana er einstaklega taumlétt, viljug og næm hryssa.

 Er hún einnig til sölu. Uppl 896-1249


Flottar saman á mjúku fallegu tölti.


Myndar klárhryssa með góð gangskil.


Já já þær kunna þetta, Emilíana var pínu hissa yfir öllu þessu fólki og hávaðanum :)


Læt þetta duga í bili, vona að þið hafið gaman að:)








18.04.2014 20:40

Fréttir af Gangster

Sælir kæru vinir.
Eins og ykkur er kannski kunnugt um þá skelltum við okkur með Gangster í Ölfushöllina á stóðhestaveisluna um síðustu helgi. Komum heim á sunnudag og hófum strax undirbúning fyrir næstu sýningu, Fáka og fjör á Akureyri sem haldin var nú á miðvikudagskvöldið. Vorum við bara sátt með  "sveitastrákinn okkar" innan um alla þrautþjálfuðu reiðhallahestana á sýningunum.

Framundan er vorið, gleði, merar og þjálfun á grænum grundum.

Gangster verður á húsnotkun hér í Litla-Garði fram að landsmóti.
Verð á húsnotkun: Sama verð og í fyrra 100,000 + vsk 

Eftir Landsmót í Sandhólaferju Hellu. 
100,000 + vsk + 25,000 girðingagjald


Allar upplysingar veitir Birgir í síma 896-1249 eða  [email protected] 







Hæðst dæmdu stóðhestar  á sýningunni Fákar og fjör. Ekki amarlegt gengi á ferð en þarna hjá Gangster og Bigga eru Ómur og Hinni Braga ásamt Óskastein og Magga:) 

12.04.2014 12:48

upprifjun

Við tiltekt í tölvunni fundust þessar myndir af Gangster 5 vetra í kynbótadóm á Króknum:) Gaman að rifja upp það liðna um leið og við bíðum spennt eftir kvöldinu. Eins og flestum er kunnugt er Gangster að koma fram á stóðhestaveislu í Ölfushöllunni ásamt syni sínum Farsæl frá Litla-Garði og sýnist okkur á öllu að Gangster ætli að skila sínu vel til afkvæmanna :)

11.04.2014 22:44

Ölfushöllin

Jæja gott fólk þá er suðurlandið skoðað í bak og fyrir, hrossaræktarbú heimsótt og síðan er stóðhestaveislan annað kvöld þar sem að Gangster frá Árgerði kemur fram ásamt syni sínum Farsæl frá Litla-Garði. Nú krossum við fingur að sveitastrákarnir kunni vel við sig í Ölfushöllinni, en þeirra vettvangur hefur til þessa verið  meira undir berum himni þar sem að þeir leggja mikið undir sig og eru ekki lengi á milli bæja.
  • 1
Flettingar í dag: 4173
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 4666
Gestir í gær: 106
Samtals flettingar: 1280188
Samtals gestir: 81376
Tölur uppfærðar: 24.11.2024 20:08:27