Færslur: 2015 Mars

30.03.2015 16:38

Brot úr degi.



Sæl á ný. 


Það var bara aðeins of gott veður í dag til að láta það vera að skreppa út með myndavélina. 

Ég kom mér vel fyrir niðri á túni og tók laumumyndir af ríðandi vegfarendum. 



Feðgarnir að koma úr reiðtúr hressir og kátir. Sindri Snær er á Tón frá Litla-Garði og Biggi á ungri hryssu Bergrósu frá Litla-Garði sem þeir feðgar Hafþór og Biggi eiga saman. 




Sindri Snær var alveg til í að taka aukaferð fyrir ljósmyndarann og virðist Tónn engu hafa gleymt en örstutt er síðan að hann var tekin á hús.



Tónn Tristansson ásamt Sindra Snæ, alltaf flottir.



Ekki gat nú Biggi látið sitt eftir liggja og tók einnig aukaferð á hinni efnilegu Bergrós frá Litla-Garði. Bergrós verður sjö vetra í vor en ekki vannst tími til að temja hana sem skildi fyrr en í fyrra sumar, er þetta fyrsti veturinn hennar á húsi. 



Bergrós er undan Hóf frá Varmalæk og Sunnu frá Árgerði.



Tímaleysið getur verið slæmt, feikna efniviður hér á ferð og synd að ekki var byrjað á henni fyrr.



og ein enn :)





Dömurnar voru á tamningarreiðtúr og höfðu ekki hugmynd um að þær væru í mynd.


Lena á Grana frá Litla-Dal í eigu  Gests dýralækni. Þetta er geldingur á 4ða vetur undan Ramma frá Búlandi. Vona að ég fái ekki skammir fyrir að setja inn svona óundirbúið :)

j

Og Jóhanna á einni efnilegri Fjöður frá Litla-Garði, undan Væntingu og Gígjari frá Auðholtshjálegu. Hryssa á fjórða vetur. Koma  betri myndir fljótlega af Fjöður þegar knapi veit að hann er í mynd og fær tækifæri á fleiri ferðum:)



Biggi var aftur fljótur að lesa í aðstæður.

 Frúin út á túni vopnuð myndavél og reið karl stoltur hjá á Viktoríu frá Árgerði.



Viktoría frá Árgerði F Kapall frá Kommu M. Kveikja frá Árgerði



Viktoría er bráðefnileg hryssa á 4ða vetur sem var frumtamin í haust og búin að vera inni í einn mánuð í vetur.


Það var bara ekki hægt að hætta að mynda hana :)






Jóhanna var einnig búin að hafa hestaskipti og lét ég hana vita í þetta skipti að ég væri að mynda:)



Hún var þarna mætt með Glymsdóttirina Emiíönu frá Litla-Garði.


Jóhanna hefur þjálfað Emilíönu í vetur og er gaman að fylgjast með þeim vaxa og dafna saman.



Alltaf flottar :)


Emilíana er að verða klár í alvörutölur  í fjórgang:) Mikið og vel unnin hryssa.


Kuldinn var lúmskur og eiginlega var þetta meira gluggaveður og myndatökumaðurinn að stíga upp úr flensu, þannig að þarna var gott láta staðar numið og drífa sig í að vinna úr herlegheitunum.

Vona að þið hafið haft gaman að fylgjast með dagsbroti úr fallegum vetrardegi.

Bestu kveðjur frá Litla-Garði
 


29.03.2015 17:47

Kea mótaröðin og Faxaborg


Sæl á ný.  

Undarfarnar vikur hafa gengið prýðilega fyrir sig, tamningar á fullu og alltaf nóg að gera.

Þessi helgi var til að mynda ansi þéttbókuð og þurfti aðeins að púsla sem svo oft áður til að dagskráin gengi upp.

Kea mótaröðin var nú á föstudagskvöldið og í þetta sinn var keppt í tölti. 

Fórum með tvö hross frá okkur, Biggi með Aldísi frá Krossum og Jóhanna með Emiliönu frá Litla-Garði. Eitthvað var Emiliana feimin við höllina og sýndist ekki sem skildi en Biggi komst með Aldísi í úrslit og höfnuðu þau í 4ða sæti í opnum flokki með einkunina  6,83.

 Aldís frá Krossum. 


Gangster þurfti aftur á móti að vera komin í Borgarnes á föstudaginn og vorum við svo heppin að Hafþór sonur okkar og fjölskylda tók hann með sér suður á föstudagsmorgun, svo hann gæti hvílt sig á ferðalaginu og tekið á því á laugardagskvöldið.  

Biggi brunaði síðan suður á laugardagsmorgun til að taka þátt í sýningunni í Faxaborg.


varð að leyfa einni "Arti" að fljóta með :)


Kynningin var sem sagt!

 Vesturlandssýning í Faxaborg í Borgarnesi  á laugardagskvöldið en á því svæði "nánar tiltekið Arnbjörg á Mýrum"  verður Gangster einmitt tvö gangmál í sumar . Nú þegar er orðið fullt hjá honum  fyrra gangmálið og tekið er niður á biðlista. Um að gera að skrá sig sem fyrst.


Biðst velvirðingar á blörruðum myndum en þið þekkið vonandi kallana.


Gangster í Faxaborg Borgarnesi í gærkvöldi.

Hæga töltið

Og að sjálfsögðu klikkaði ekki skeiðið.

Gekk sýningin með ágætum þótt heldur sé nú Gangster hrifnari af grænum grundum heldur en reiðhöllum, enda kannski ekki skrítið þar sem að hann þekkir það umhverfi mun betur :)

Biggi og Gangster hvíldu sig eftir sýningu en tóku daginn snemma eins og þeir eru vanir að gera og voru komnir aftur heim í Litla-Garð rétt upp  úr hádegi.

Vonum að þið hafið átt góða helgi kæru lesendur.

Bestu kveðjur úr Djúpadal.









,

13.03.2015 22:05

Afkvæmi Gangsters.


Sæl á ný.



Gangsterssonurinn Brúnó frá Hólum.


Okkur langar að deila með ykkur nokkrum myndum af Gangsters afkvæmum. 

Við notuðum Gangster lítillega sem ungfola en mest var hann hjá Kalla og Siggu fyrrum Hólabænda í Eyjafjarðarsveit. Var hann hjá þeim í hólfi tveggja og þriggja vetra.

Þau hross sem okkur fæddust á þessum tíma eru öll seld en eitthvað er til af yngri hrossum sem ekki eru komin á tamningaraldur.

Við erum nú samt svo lánssöm að nokkur þessara hrossa hafa ratað hingað inn á tamningarstöðina og fáum við nú að njóta þess að kynnast þeim og þjálfa.

Gangster á nú þegar eitt dæmt afkvæmi, fyrstu verðlauna stóðhestinn Farsæl frá Litla-Garði.


Gangsterssonurinn Farsæll frá Litla-Garði ásamt eiganda sínum Magnúsi Inga Mássyni.



Önnur afkvæmi Gangsters sem eru hér í tamningu og þjálfun eru!


Brúnó frá Hólum er stór og myndarlegur hestur. Viljugur, skrefmikill og á örugglega eftir að gera það gott á keppnisvellinum.



Skrefmikill og flottur hestur.



Orka frá Hólum er einstakslega geðgóð og skemmtileg hryssa. Stefnt er með hana í dóm í vor. Hennar vettvangur verður líklegast fimmgangur. 


Orka tekur sinn fyrsta skeiðsprett.


Orka og Brúnó eru í eigu Kalla og Siggu fyrrum Hólabænda.


Fallegt skref og eðlis fótaburður. 

Mökkur frá Hólum er næsti hestur sem við kynnum til leiks. Hann er búin að vera í gangsetningu í vetur og er mjög lofandi.  


Mökkur frá Hólum Eigandi Vera Roth.


Mökkur er stór og myndarlegur með mikið rými og fótaburð.



Síðust en ekki síst er Eldbrá frá Litla-Garði. Er hún í eigu Johönnu Schultz og er hún jafnframt knapi hennar.


Eldbrá er verulega töff hryssa sem stefnt er með í dóm í vor.


Eldbrá er mjög spennandi efniviður í frábæran töltara.



Þess má geta að öll þessi hross eru á sjötta vetur og eiga það sameiginlegt að vera undan ósýndum mæðrum, fyrir utan Farsæl en móðir hans hlaut 7,59. 

Erum við afar ánægð með þessi tryppi og er það tilhlökkunar efni hvern dag að halda áfram þjálfun þeirra. Þau eru auðveld og fljót til með skemmtileg gangskil.


Látum myndirnar tala sínu máli.


Bestu kveðjur úr dalnum.



07.03.2015 22:38

Síðbúnar þorrafréttir


Komið þið sæl og blessuð kæru lesendur.


Febrúar mánuður er búin að vera frekar stormasamur, þótt veðurguðirnir hafi nú gefið okkur grið inn á milli. Tamningar hafa þó gengið með ágætum og mikið af skemmtilegum efnivið í húsinu.
 Nú hefur Lena Holler bæst í hóp tamningarmanna hér í Litla-Garði og er þá liðið fullskipað.
 
Helstu viðburðir síðast liðinn mánuð eru folaldasýning Náttfara, Bautatöltið og Kea mótaröðin.



Folaldasýning hrossaræktarfélagsins Náttfara fór fram nýlega í Melaskjóli á Melgerðismelum. Sem fyrr var það Eyþór Einarsson sem dæmdi folöldin þar sem bæði voru tekin mið af sköpulagi og hreyfingu. 

Átti Gangster tvö afkvæmi þar í verðlaunasætum, en það var annars vegar Kolbakur frá Árgerði sem var hæstur allra hestfolalda. 
Kolbakur Gangsterssonur er undan  fyrstu verðlauna hryssunni Snældu frá Árgerði.


Kolbakur frá Árgerði.

Glæsilegasta folaldið valið af áhorfendum var Gangsterssonurinn Biskup frá Brúnum.
Hann er undan fyrstu verðlaunahryssunni Birtu frá Brúnum.


Biskup frá Brúnum
Áttum því miður ekki nýlega mynd af honum en hér er ein frá þvi í sumar, glæsilegur er hann, til hamingju Einar og Hugga :)


Bautatöltið var einn af skemmtilegum viðburðum febrúarmánaðar.


Félagarnir Biggi og Höski flottir að vanda. 


Tefldi Biggi þar fram gæðingshryssunni Aldísi frá Krossum sigruðu þau opna Bautatöltið með glæsibrag með einkunnina 7,67. Aldís frá Krossum er því komin með farmiða á stjörnutöltið. smile emoti



Ísdrottningin Aldís frá Krossum.


Sigurliðið á Bautatölti 2015.


Biggi hefur aðeins verið með í KEA mótaröðinni og ákvað hann að fara með skeiðhryssuna Sigurdísi frá Árgerði í sína fyrstu fimmgangskeppni. Var hann sáttur með frumraunina þar sem að þau höfnuðu í 6 sæti í opnum flokk með einkunnina 6,07.



Sigurdís frá Árgerði á flugskeiði.



Látum þetta duga í bili, þangað til næst lifið heil.

Kveðjur frá  Litla-Garði





Átti


  • 1
Flettingar í dag: 17
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 7269
Gestir í gær: 119
Samtals flettingar: 1270658
Samtals gestir: 81192
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 00:08:51