Færslur: 2012 Mars
26.03.2012 21:11
Og fjörið heldur áfram..
Jæja Tristan er sigurvegari vikunnar
Hann sigraði skeiðkeppnina í lokakvöldi KEA mótaraðarinnar á tímanum 5.28 :) Blakkur frá Árgerði varð fjðrði 5.33 þannig að þeir stóðu sig vel þar.
Gangster frá Árgerði er allur að detta í gírinn. Við erum nú með sex stíur á leigu á Melgerðismelum og þar er riðið út með, aðstaðan, umhverfið og undirlagið er bara einstakt og þá sérstaklega fyrir mikið hágeng hross. Svo er umhverfið og bakgrunnurinn öðruvísi og skemmtilegur til myndatöku og hægt er að stilla upp nánast hvaða aðstæðum sem er sem hentar hverju og einu hrossi.
En það er um 40 hross á járnum hjá okkur núna, Hulda Lilý er búin með frumtamningarverkefnið í verknáminu og stóðst það. Hún notaði systurnar Glymru og Gloppu í prófið sem og Viðju.
Okkur láðist að hafa myndavélina með í prófinu en læt hér fylgja mynd af Huldu á Prýði frá Hæli sem er klárhryssa á sjötta vetur í eigu Magnúsar í Steinnesi. Hún er undan Krumma frá Blesastöðum.
Tekin á hringvellinum á Melgerðismelum
Var fyrir löngu búin að lofa að sýna ykkur myndir af framkvæmdunum austan við hlöðuna þar sem plan var sett til að hafa hringgerðið á, bæði til að vinna inn í sem og utan á því. Frábært að hafa svoleiðis til þess að vinna með hrossin.
Hér er Ásdís að vinna með Hrönn frá Árgerði í hringgerðinu.
Læt að lokum fylgja með mynd af Emilíönu frá Litla-Garði sem er síðasta afkvæmi Elvu frá Árgerði og undan Glym frá Árgerði. Hún er virkilega efnileg klárhryssa sem stefnt er með í dóm í vor.
Skrifað af asdishelga
10.03.2012 10:27
Og áfram heldur fjörið
Jæja, þá er marsmánuður kominn vel af stað og má segja að það styttist í sumarið þó svo að verðrið sé heldur vetrarlegt ennþá, og erum við satt best að segja komin með upp í kok af roki.
En mótahaldið er á fullu þessa dagana og þarf maður eiginlega að vinsa úr þau mót sem maður telur sig eiga erindi á, þetta er fullmikið ef elta öll mót sem eru í boði :)
En síðast var tölt í KEA-mótaröðinni en hingað til höfum við látið farið heldur lítið fyrir okkur í þeirri mótaröð, en töltið gekk aðeins betur. Ásdís og Biggi tóku þátt með sitthvora hryssuna, Ásdís með Hrymsdótturina Evelyn frá Litla-Garði sem var að taka þátt í sínu fyrsta töltmóti og Biggi með Tristansdótturina Glettingu frá Árgerði. Ásdís og Evelyn fóru beint í A-úrslit í 4.sæti með einkunnina 6.33 og Biggi var í 8-9 sæti inni í B-úrslit með einkunnina 6.23. Biggi reið sig upp í 6.sæti í úrslitunum með 6.33 en Ásdís hélt sínu sæti í A-úrslitunum með 6.67.
En mál nr.1 2 OG 3 !!!
Herdís okkar er að klára sitt söngnám með risa útskriftar/lokaprófs tónleikum í dag kl.13.30 í Laugaborg Eyjafjarðarsveit. Er þetta nokkurra ára nám að baki og verður þetta stór stund í dag.
Vonumst til að sjá sem flesta þar :)
En mótahaldið er á fullu þessa dagana og þarf maður eiginlega að vinsa úr þau mót sem maður telur sig eiga erindi á, þetta er fullmikið ef elta öll mót sem eru í boði :)
En síðast var tölt í KEA-mótaröðinni en hingað til höfum við látið farið heldur lítið fyrir okkur í þeirri mótaröð, en töltið gekk aðeins betur. Ásdís og Biggi tóku þátt með sitthvora hryssuna, Ásdís með Hrymsdótturina Evelyn frá Litla-Garði sem var að taka þátt í sínu fyrsta töltmóti og Biggi með Tristansdótturina Glettingu frá Árgerði. Ásdís og Evelyn fóru beint í A-úrslit í 4.sæti með einkunnina 6.33 og Biggi var í 8-9 sæti inni í B-úrslit með einkunnina 6.23. Biggi reið sig upp í 6.sæti í úrslitunum með 6.33 en Ásdís hélt sínu sæti í A-úrslitunum með 6.67.
En mál nr.1 2 OG 3 !!!
Herdís okkar er að klára sitt söngnám með risa útskriftar/lokaprófs tónleikum í dag kl.13.30 í Laugaborg Eyjafjarðarsveit. Er þetta nokkurra ára nám að baki og verður þetta stór stund í dag.
Vonumst til að sjá sem flesta þar :)
Skrifað af asdishelga
04.03.2012 21:00
Kominn mars ...
Við fórum á Svínavatn síðastliðna helgi og var mótið frábært. Veðrið var geggjað, frostmark og logn og ísinn var frábær. Við fórum með fimm hross, Hvin, Tristan og Kiljan í A-flokk og Evelyn og Gangster í B-flokk
Gangster stóð sig vel, hlaut 8.44 í forkeppni og endaði svo níundi í úrslitinum.
Evelyn var að þreyta frumraun sína á ís og fannst þetta soldið skrítið. En hlaut 8.36 í forkeppninni á hálfum hraða á yfirferðinni :)
Kiljan er allur að komast í gang en hefur nú verið í þjálfun í 2 mánuði eftir árs meiðsla frí. Hlaut 8,32 og var rétt utan við úrslitin.
Hvinur var ekki alveg á því að skeiða á ísnum þannig að við hlutum aðeins 8.07 í einkunn
Tristan stóð sig best af okkar hrossum, var efstur inn í úrslit í A-flokki með 8.50 í einkunn og endaði svo þriðji á eftir Blæ frá Miðsitju og Seið frá Flugumýri eftir að skeiðið tókst ekki alveg sem skyldi. Glæsilegt engu síður :) þriðja sætið annað árið í röð !
Fleiri myndir má sjá HÉR
Gangster stóð sig vel, hlaut 8.44 í forkeppni og endaði svo níundi í úrslitinum.
Evelyn var að þreyta frumraun sína á ís og fannst þetta soldið skrítið. En hlaut 8.36 í forkeppninni á hálfum hraða á yfirferðinni :)
Kiljan er allur að komast í gang en hefur nú verið í þjálfun í 2 mánuði eftir árs meiðsla frí. Hlaut 8,32 og var rétt utan við úrslitin.
Hvinur var ekki alveg á því að skeiða á ísnum þannig að við hlutum aðeins 8.07 í einkunn
Tristan stóð sig best af okkar hrossum, var efstur inn í úrslit í A-flokki með 8.50 í einkunn og endaði svo þriðji á eftir Blæ frá Miðsitju og Seið frá Flugumýri eftir að skeiðið tókst ekki alveg sem skyldi. Glæsilegt engu síður :) þriðja sætið annað árið í röð !
Fleiri myndir má sjá HÉR
Skrifað af asdishelga
- 1
Flettingar í dag: 1900
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 570
Gestir í gær: 56
Samtals flettingar: 1227886
Samtals gestir: 79425
Tölur uppfærðar: 30.10.2024 03:46:49