23.08.2010 13:31

Gletting frá Árgerði var efst í flokki 6v hryssna

Síðastliðinn föstudag lauk síðsumarsýningu á Melgerðismelum. Biggi fór með 3 hryssur í dóm og kom bara vel út.
Gletting frá Árgerði fór í fyrstu verðlaun nú og stóð einnig efst í flokki 6v hryssna.

Hér má sjá dóminn hennar Glettingar

Sköpulag
Höfuð 7.5
Háls/herðar/bógar 8.5
Bak og lend 7.5
Samræmi 8.5
Fótagerð 7
Réttleiki 7.5
Hófar 8.5
Prúðleiki 7.5
Sköpulag 8.01
Kostir
Tölt 8.5
Brokk 8
Skeið 7
Stökk 8.5
Vilji og geðslag 8.5
Fegurð í reið 8.5
Fet 7
Hæfileikar 8.09
Hægt tölt 8.5
Hægt stökk 8.5
Aðaleinkunn 8.06Verðlaunaafhendingin

Einnig fór Biggi með Tristansdóttirina Fífu frá Hólum sem er í eigu Karls í dóm, kom hún út með 7.82


Að lokum fór Biggi svo með Kormáksdóttirina Rebekku frá Rifkelsstöðum, kom hún út með 7.88 og hafnaði í 3.sæti í flokki 5v hryssna.


Frá verðlaunaafhendingunni


20.08.2010 19:56

Tristan valinn glæsilegasta hestur mótsins

Sælir kæru lesendur
Helgina 6. - 8. ágúst var árlega Stórmót Þjálfa haldið. Fórum við þangað ríðandi með 60 hrossa hóp í för, lukkaðist ferðin mjög vel og alltaf gaman að halda til í hestaferðir árlega.
Mótið fór vel fram að venju hjá Þjálfa mönnum og óvenju góð skráning. Mættum við með nokkur hross.
Í töltið fór Biggi með Dyn frá Árgerði og var rétt fyrir utan úrslit.

Dynur frá Árgerði

Í B-flokk varð Biggi 3 í B-úrslitum á Glettingu frá Árgerði

Gletting frá Árgerði

Nanna Lind fór með Tón frá Litla-Garði í unglingaflokkinn og endaði þar í 3.sæti

Tónn frá Litla-Garði

A-flokkinn tók Biggi síðan með Trompi á stóðhestinum Tristan frá Árgerði með einkunnina 8.67

Tristan frá Árgerði

Einnig var Tristan valinn glæsilegasti hestur mótsins og hlaut einnig verðlaun fyrir hæstu einkunn mótsins.

Gamli sáttur með verðlaunin.

Gaman er þó að segja frá að öll hrossin hér að ofan eru afkvæmi Tristans. 

MYNDBAND AF TRISTAN FRÁ ÚRSLITUNUM- SJÁ HÉR


Góðir Gullhestar ehf. sáttir með árangurinn af hestinum sínum.

Hér má sjá myndir frá Stórmóti Þjálfa

Ekki varð stoppið stutt eftir þetta mót. Þegar heim var komið  var aðeins tekið upp úr töskum og pakkað á ný og lagt af stað á Hvammstanga á Íslandsmót Barna, Unglinga og Ungmenna með Nönnu Lind.
Gekk henni vel miðað við snögg hestaskipti sökum pestar. Var önnur fyrir utan úrslit í fjórgangum á Tón frá Litla-Garði og í B-úrslitum í tölti á Stirni frá Halldórsstöðum.

Nú er kynbótasýning að klárast og hefst Stórmót Funa í fyrramálið, svo fréttir af kynbótasýningunni og mótinu birtast fljótlega eftir helgi.

Sæl að sinni.

02.08.2010 19:24

Tristan frá Árgerði valinn hestur mótsins


Góðan daginn kæru lesendur, nú eru mótin farin að dynja á loksins. Þó er pestin ekki orðin góð hér á bæ, margt sem en hóstar, einhver hópur sem fer versnandi, annar batnandi og svona.
Allavega þá skellti Biggi sér á Opnu Bjargarleikana sem voru haldnir á Björgum í Hörgárdal um verlsunarmannahelgina. Tókst mótið alveg snilldar vel hjá Bjargarmönnum og eiga þeir hrós skilið. Veðrið var gott og mótið vel skipulagt.

Tristan frá Árgerði, sem má segja að hafi verið í hóp þeirra hrossa sem hafa lent verst í pestinni, er nú að verða samur aftur og unnu hann og Biggi 100m skeiðið.


Töltið sigraði Biggi á Tristanssyninum Dyn frá Árgerði með einkunnina 7,67 sem vakti mikla athygli þarna. Einnig var Tristansdóttirin Gletting frá Árgerði önnur inn í tölt úrslit en Biggi dró hana út.

Dynur frá Árgerði

Fjórganginn sigraði Biggi einnig og einnig á Tristanssyni, Tónn frá Litla-Garði vann þar með einkunnina 6,9.Í fimmgangum voru einnig tvö Tristansafkvæmi í úrslitum
Biggi endaði 4 á Fífu frá Hólum með einkunnina 5,86


Tristansdóttirin Fífa frá Hólum

Ásdís Helga var efst inn í úrslitin á Tristanssyninum Hvin frá Litla-Garði en endaði svo þriðja með einkunnina 6,29

Tristanssonurinn Hvinur frá Litla-Garði

Í lok móts var Tristan svo valin hestur mótsins.

Næst á dagskrá er ferðinni svo heitið á Einarsstaði á Stórmót Þjálfa, ætlum við ríðandi þangað og leggjum að stað á þriðjudaginn.

Bless í bili (:

20.07.2010 10:20

Nanna Lind náði bronsi á Youth Cup 2010Nanna Lind og Geisli frá Gýgjarhóli.

Þá er Nanna Lind komin heim frá Youth Cup 2010 sem haldið var í Danmörku. Ferðin var frábær, mikil reynsla og lærði hún heilan helling.
Eins og margir vita stóð til að Nanna væri með Kjarna frá Árgerði á mótinu, um leið og hún lenti í Danmörku sótti Sigrún Erlings Nönnu til að láta hana prófa hestinn fyrst hjá þeim þar sem Gunnar Hafdal, eigandi Kjarna leiðbeindi henni. Gekk það ævintýrlega vel og að sögn Nönnu er þetta mesti gæðingur sem hún hefur sest á.


Hins vegar flæktust málin þegar á mótstað var komið. Kom þar í ljós að Kjarni hefði ekki þessa "alþjóðlegu bólusetningar sprautu" í sér svo ekki var hann löglegur inn á mótið. Var það mikið sjokk og sérstaklega þegar 6 aðrir hestar frá íslenska landsliðinu bættust í hópinn. Staðan þarna var sú að 7 af 10 krökkum frá Íslandi voru hestlausir. En að sjálfsögðu reddaðist þetta, þótt hestakosturinn hafi ekki verið alveg að sama tagi.
Kjarni fékk bara að fara aftur í hólfið sitt.

Nanna skrapp á danska meistaramótið, þar sem Stig Joorgensen bjargaði henni og lánaði henni Glampasoninn Geisla frá Gýgjarhóli. Náðu þau vel saman og urðu í 5.sæti í gæðingaskeiði, 6.sæti í fimmgang og tóku bronsið í slaktaumatölti. 

Nanna í slaktaumatöltinu

 Eins og áður sagði lærði hún mikið þar sem þetta voru allt greinar sem hún var að taka þátt í, í fyrsta sinn.

verðlaunaafhending T6


 Íslenska landsliðið stóð sig vel og tók það heim með sér 1 gull (T7) 1 silfur (F2) og 2 brons (T5 & T6).  

Landsliðið á mótsetningunni.
Eitt kvöldið var svokallað "þjóðakvöld". Þar sem öll löndin komu með gjafir frá sínu landi og voru með atriði. Íslendingarnir mættu í lopapeysum og gúmmítúttum, sungu ríðum, ríðum, gáfu hangikjöt,nammi og ösku í krukku handa hverjum og einum.


Atriðið frá Íslandi

Læt síðan nokkrar myndir fylgja með frá hinu og þessu


Boxin


Lokaathöfnin


Geisli frá Gýgjarhóli


Íslenska landsliðið á lokaathöfninni.


Nanna Lind himinsæl lok móts

08.07.2010 01:23

Ótitlað

Jæja gott fólk, lífið hér í sveitinni gengur sinn vanagang, útreiðar hafa gengið nokkuð vel þó ennþá beri á stöku veiku hrossi! Það sem er fréttnæmast héðan þessa dagana er að loksins er komið að brottför hjá Nönnu Lind en hún var eins og mörgum er kunnugt valin ásamt 8 öðrum unglingum til þess að fara á Youth Cup sem er alþjóðlegt hestaíþróttamót unglinga og er það að þessu sinni haldið í Danmörk.
Er þetta mikill heiður fyrir hana og upplifun að fá að spreyta sig erlendis með úrvals kennurum og í mismunandi keppnisgreinum.
Vil ég nota tækifærið og þakka öllum þeim sem eru búnir að vera svo vænir að styrkja Nönnu til þessarar ferðar með fjárframlögum sem og öðrum gjöfum. Það verða spenntir foreldrar sem sitja heima og bíða frétta af dömunni:)

Bestu kveðjur úr sveitinni
Herdís og Biggi

14.06.2010 10:00

Þjálfun fer að hefjast á ný

Jæja góðan daginn

Nú hafa kynbóta og keppnishrossin hér staðið í rúmar 4 vikur vegna pestarinnar en önnur tamningatryppi hafa verið í þjáfun. Einkennin hafa þó verið ákaflega væg hér, aðeins nefrennsli og 2 hross hóstað. Hins vegar erum við farin að reyna byrja rólega aftur, mörg hross koma vel undan fríi og hefur ekkert hross farið að hósta við aukna þjálfun sem er mjög svo jákvætt.
Melodía frá Árgerði er nú köstuð og kom hún með bleikálóttan hest undan Fróða frá Staðartungu, gullfallegan.  -mynd kemur von bráðar.
Einnig er búið að fortemja öll veturgömlu tryppin, og má segja að þessi árgangur sé ótrúlega efnilegur.

Kindurnar fengu sitt frelsi í gær þegar rekið var upp á fjall.

Hluti af kindunum áður en rekið var upp á fjall

Margir fóru með upp á fjall.

Annars höfum við athugað annað slagið núna hvort við séum ekki örugglega stödd á Íslandi, miðað við þessa veðurblíðu sem við höfum haft. Nú í næstu viku er spáð allt að 25 stiga hita


Smelli hér inn einni sumarmynd af Sindra Snæ í lokin

Kveðjur frá Litla-Garði & Árgerði


03.06.2010 19:06

Ræktunarstarfið gengur vel.

 

Já það má nú segja að ræktunarstarfið gangi vel hér á bæjum á hvað sem litið er.  Hross frá Árgerði sem í dóm hafa farið hafa komið vel útúr því og eru 3 hross nú þegar komin yfir 8.30.  Hryssurnar kasta hægri vinstri á báðum bæjum og ætla ég að reyna koma smá yfirliti hér á framfæri það sem komið er.


Bleikálótt hryssa

M: Kveikja frá Árgerði (8.03)
F: Gári frá Auðholtshjáleigu (8.63)
Eig. Birgir


 

Rauðstjörnótt hryssa
M: Sunna frá Árgerði
F: Jón frá Sámsstöðum
Eig Hafþór Magni


Brúnn hestur
M: Snerpa frá Árgerði
F: Jón frá Sámsstöðum
Eig. Birgir

Jörp hryssa

M: Gyðja frá Teigi
F: Kiljan frá Árgerði
Eig. Birgir

Rauð/stjörnóttur hestur

M: Tvístjarna frá Árgerði
F: Kiljan frá Árgerði
Eig. Birgir

Brún hryssa

M: Snælda frá Árgerði
F: Þóroddur frá Þóroddsstöðum
Eig. Birgir

Jörp hryssa

M: Sandra frá Árgerði
F: Kiljan frá Árgerði
Eig. Magni

Rauð hryssa

F: Blær frá Hrafnagili
M: Gná frá Árgerði
Eig. Magni

Jörp hryssa

M: Vaka frá Árgerði
F: Gangster frá Árgerði
Eig. Magni

__________________________________________________


Sauðburðurinn er allur búinn hér og kom bara ágætlega út. Kötturinn tók einnig upp á því að fjölga sér svo gaut hún 5 kettlingum í síðustu viku, Sindra til mikillar ánægju.
Endilega hafið samband ef ykkur skyldi vanta litla kettlinga :)


Þann 22. maí síðastliðinn áttu Nanna og Magni afmæli. Magni var nú 80 ára og gáfum við honum stutta samantekt af ræktun hans í myndum sem hann var himinsæll yfir.

Magni og Dísa

Ásdís, Herdís og Bogga afhenda Magna gjöfina.

Nú eru krakkarnir búnir með skólann. Skólaslitin voru í vikunni og komu krakkarnir vel út.

Systkinin fyrir skólaslitin.

 

15.05.2010 11:18

Kynbótasýning á Melgerðismelum.

Kynbótasýningin á Melgerðismelum stóð nú yfir dagana 13-14 maí.og voru í kringum 50 hross skráð. Biggi mætti með 6 hross þar í dóm. Stóðhestana Tristan og Kiljan frá Árgerði, Tristansdæturnar Glettingu frá Árgerði og Fífu frá Hólum, 4v Kiljansdóttirina Tíbrá frá Litla-Garði og 5v Tristanssoninn Sleipni frá Halldórsstöðum.
Yfir heildina gengu sýningarnar vel, þó er alltaf eitthvað sem hefði mátt fara betur en það er bara eins og þetta gengur.

Sköpulag
Höfuð 7
Háls/herðar/bógar 8
Bak og lend 7
Samræmi 8
Fótagerð 7.5
Réttleiki 7
Hófar 8
Prúðleiki 7
Sköpulag 7.66
Kostir
Tölt 7.5
Brokk 7.5
Skeið 7
Stökk 7.5
Vilji og geðslag 8
Fegurð í reið 7.5
Fet 7
Hæfileikar 7.46
Hægt tölt 7
Hægt stökk 7
Aðaleinkunn 7.54


Hér má sjá dóminn af 4v hryssunni Tíbrá frá Litla-Garði sem er í eigu Berglindar Káradóttur. Hún er fyrsta hrossið sem tamið er undan Kiljan frá Árgerði og lofar einstaklega góðu. Gaman verður að sjá hana þroskast og bæta sig í framtíðinni.

Tíbrá frá Litla-Garði

Biggi fór með 3 hross undan Tristan í dóm.
5v stóðhestinn Sleipni frá Halldórsstöðum sem er í eigu Rósu Hreindóttur. Gekk ekki allt eins og ætlast var þar og kom hann út með aðaleinkun 7.49


Sleipnir frá Halldórsstöðum

Sköpulag
Höfuð 8.5
Háls/herðar/bógar 8
Bak og lend 8
Samræmi 7.5
Fótagerð 8
Réttleiki 8
Hófar 7.5
Prúðleiki 7
Sköpulag 7.83
Kostir
Tölt 8
Brokk 8
Skeið 7
Stökk 7
Vilji og geðslag 8
Fegurð í reið 8
Fet 7
Hæfileikar 7.69
Hægt tölt 8
Hægt stökk 7
Aðaleinkunn 7.75

Hér er dómurinn af 6v hryssunni Fífu frá Hólum sem er í eigu Karls Karlssonar. Sýndist hún ágætlega en á þó nokkuð inni.

Fífa frá Hólum

Sköpulag
Höfuð 7.5
Háls/herðar/bógar 8.5
Bak og lend 7.5
Samræmi 8.5
Fótagerð 7
Réttleiki 7.5
Hófar 8
Prúðleiki 7.5
Sköpulag 7.94
Kostir
Tölt 8.5
Brokk 8.5
Skeið 6
Stökk 8
Vilji og geðslag 8.5
Fegurð í reið 8.5
Fet 8
Hæfileikar 8.01
Hægt tölt 8.5
Hægt stökk 8
Aðaleinkunn 7.98

Hér er svo dómurinn af Glettingu frá Árgerði. Einnig er hún 6v og undan Tristan frá Árgerði. Það munaði ekki miklu á 1. verðlaununum hjá henni en það kemur síðar.Gletting frá Árgerði

Bræðurnir Kiljan og Tristan frá Árgerði sýndust ágætlega.
Tristan sýndist vel og hækkaði þónokkuð en Kiljan sýndist ekki jafn vel.

Sköpulag
Höfuð 9.5
Háls/herðar/bógar 8
Bak og lend 8
Samræmi 8.5
Fótagerð 7.5
Réttleiki 7.5
Hófar 8
Prúðleiki 8.5
Sköpulag 8.11
Kostir
Tölt 8
Brokk 8
Skeið 8.5
Stökk 8
Vilji og geðslag 8.5
Fegurð í reið 8
Fet 7.5
Hæfileikar 8.13
Hægt tölt 8.5
Hægt stökk 5
Aðaleinkunn 8.12

Hér er dómurinn af Kiljan, en eins og sjá má lækkaði hann þónokkuð í hæfileikum.

Kiljan frá Árgerði

Síðastur og hæstdæmda hrossið á Kynbótasýnignunni var Tristan frá Árgerði og jafnframt eina hrossið sem fékk miða inná Landsmót.

Sköpulag
Höfuð 7.5
Háls/herðar/bógar 8
Bak og lend 8
Samræmi 8.5
Fótagerð 8
Réttleiki 7.5
Hófar 9
Prúðleiki 9
Sköpulag 8.21
Kostir
Tölt 8
Brokk 8.5
Skeið 9
Stökk 8
Vilji og geðslag 9
Fegurð í reið 8.5
Fet 8
Hæfileikar 8.46
Hægt tölt 8
Hægt stökk 8
Aðaleinkunn 8.36

Hér er dómurinn hans Tristans.

Tristan frá Árgerði

13.05.2010 18:33

Fjölskyldufréttir

Jæja kæru lesendur, eins og oft áður vinnst lítill tími í gerð á síðunni en þó reynum við að smella inn fréttaskotum öðru hverju sinni.
Síðastliðna daga hefur nú þó nokkuð drifið á daga hjá hestabúunum í Djúpadal. Í þessari frétt ætla ég þó að snúa athyglinni að fjölskyldunni.

Nú er ungviðið farið að spretta út og lömbin farin að koma í röðum á báðum bæjum. Vekur það mikla hamingju, þó sérstaklega hjá unga bóndanum í Litla-Garði honum Sindra Snæ. Einnig er komið eitt móálótt merfolald.

Í síðustu viku bárust okkur þær fregnir að Nanna Lind hefði verið valin sem ein af 8 knöpum á Íslandi til þess að fara til Danmerkur í sumar og keppa á Youth Cup 2010 (heimsmeistaramót unglinga í hestaíþróttum). Voru þetta mikil gleðitíðindi og strax komin spenna í loftið.

Hafþór Magni kom nú norður með sína litlu fjölskylduna sína í byrjun maí til þess að hjálpa við verkin í Árgerði. Sú litla dafnar vel og stefnt er á skírn í Júní.
Nú á næstu dögum fara svo að koma nýjar vinnustúlkur til þess að starfa hér í sumar.

litla gullið.

Krakkarnir eru að klára skólann. Nanna að fara í skólaferðalagið í næstu viku og bíður spennt eftir því að klára grunnskólagöngu sína, einnig var hún að ljúka 3.stigi í píanó.

Nanna í grunnprófinu sínu

Sindri er farin að taka þátt í fótboltamótum og er í góðum framförum.

æfir sig heima!

Magni og Dísa eru hin alsælustu og hafa alltaf nóg fyrir stafni.
Til gamans má nefna að næstkomandi helgi verður Magni áttræður.


Já allir hafa í nógu að snúast.

25.04.2010 20:55

Góð sumarbyrjun

Sælir nú kæru lesendur og Gleðilegt sumar.Stórsýningin Fákar og Fjör var haldin síðastliðna helgi í TopReiterhöllinni. Tókst sýningin afar vel, atriðin fjölbreytt og skemmtileg og þrátt fyrir mikil forföll af aðkomufólki var sýningin góð.

Biggi mætti með Tristan frá Árgerði í skeiðið og hampaði 1.sætinu þar með tímann 5.27.

Tristan frá Árgerði á fljúgandi skeiði.


Verðlaunaafhendingin.

Litli-Garður/Árgerði voru með eitt atriði þar. Komum við með ræktunarbúsýningu frá Árgerði sem vakti mikla athygli. Í ræktunarhópnum komu fram fimm hross .

Sjálfur reið Stefán Birgir stóðhestinum Kiljan frá Árgerði, Ásdís og Gísli riðu á 1. Verðlaunahryssunum Von og Týju frá Árgerði. Nanna Lind reið tristanssyninum Dyn frá Árgerði og reið Maggi Magg stóðhestinum Tristan frá Árgerði. Tókst atriðið vel og var almenn ánægja með það.

Þegar höllin stóð upp fyrir Magna


Að loknu atriði heiðruðu  Léttis menn Magna  fyrir áralanga hrossarækt og góðan afrakstur. Stillti hrossahópurinn sér fyrir aftan  þegar Magni kom út á gólfið og tók á móti blómunum.  Stóð öll höllin upp fyrir honum og var Magni alsæll og veifaði hækjunni eins og ekkert væri til áhorfenda sem vakti mikla gleði.


Í heild sinni var þetta frábært kvöld og eiga Léttismenn heiður skilið fyrir góða sýningu.

Á sumardaginn fyrsta var Grímukeppni fyrir yngri kynslóðina. Tók Sindri Snær þátt í sinni fyrstu keppni þar og gekk svona aldeilis vel.  Mikið veitingahlaðborð var svo á eftir á ásamt dýra og vélasýningu.

Sindri Snær/ninja orðin ready

Þann 20.apríl 2010 kom svo nýr fjölskyldumeðlimur í fjölskylduna. Fengu gömlu hjúin í Litla-Garði ömmu og afa titilinn þá þegar Hafþór, elsti sonurinn eignaðist litla prinsessu.  Var farið suður um helgina að skoða hana og voru allir orðlausir yfir þessari prinsessu sem auðveldlega er  hægt að horfa á endalaust.

Gömlu tóku sig vel út í afa og ömmu hlutverkinu.

Auðvitað þurftu allir að prófa


Að lokum ein mynd af prinsessunni.

Við kveðjum að sinni og þökkum fyrir góðan vetur.

Litli-Garður & Árgerði

27.03.2010 12:47

KEA mótaröðin- Tölt T2 & skeið.KEA mótaröðin endaði nú síðastliðinn fimmtudag á Tölti T2 og skeiði.  Voru keppnirnar spennandi þó sérstaklega skeiðið. Biggi fór með Vísi frá Árgerði í slaktaumatöltið en Tristan frá Árgerði í skeiðið.  Í slaktaumatölti var Biggi efstur inn í B-úrslit með einkunnina 5.90 en endaði svo í 8. sæti, bísna sáttur. 

Biggi og Vísir í B-úrslitum í tölti T2

Þar sem skeiðhestur Bigga síðastliðna ára, Blakkur frá Árgerði hefur verið haltur í vetur er verið að reyna finna annan slíkan. Tristan frá Árgerði varð fyrir valinu þetta kvöld og var vægast sagt ekki fyrir vonbrygðum. Enduðu þeir félagar í 2.sæti með tímann 5.31.

Tristan á fljúgandi skeiði.

Samanlagt var Biggi í 6.sæti í stigakeppninni og nokkuð sáttur með það, miðað við lítinn undirbúning.
Í vikunni fara svo að koma inn fleiri myndir og smá innskot af því sem er í gangi út í húsum.

Kveðjur úr Litla-Garði & Árgerði 

14.03.2010 17:29

Mývatn Open


Tristan og Biggi á Mývatni í gærdag

Mývatn Open var haldið í gær og skellti Biggi sér þangað með feðgana Tristan og Dyn frá Árgerði. Ekki lék veðrið við knapa þar enn gekk Bigga ágætlega, hafnaði í 6.-7. sæti í stóðhestakeppninni á Tristan.
 
Tristan með sitt skemmtilega afturfótaskref.

Dynur frá Árgerði í töltkeppninni.

FLEIRI MYNDIR AF TRISTAN OG DYN Á MÝVATNI MÁ SJÁ HÉR

KEA mótaröðin er nú að klárast eða aðeins ein keppni eftir. Síðastliðinn fimmtudag var fimmgangurinn,  Biggi fékk Týju frá Árgerði að láni hjá Ásdísi og Gísla og hafnaði í 6.sæti með einkunni 6.26.
Næst og þá síðast ersvo slaktaumatölt og skeið. Einnig eru vormótin að detta á, og má segja að vorið sé hreinlega komið hér í Eyjafirðinum.

Kveðjur úr Litla-Garði  & Árgerði

 

06.03.2010 01:33

Ný söluhross o.flJæja, byrjum þetta á mynd af einni 4v í húsinu hjá okkur. Sigurdís frá Árgerði, það er hryssa sem við frumtömdum í haust og byrjuðum síðan á 1.feb aftur. Er hún undan Silfurtá frá Árgerði og Hágangi frá Narfastöðum. 
Sjá fleiri myndir af Sigurdís hér

Veðrið hefur verið í þvílíkum sveiflum síðastliðna daga hér í Eyjafirðinum. Eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan var þvílíka sælan hér fyrr í vikunni, sól og alveg hreint frábært útreiðarveður. Hins vegar tók rokið völdin hér í gær og gerði það að verkum að Biggi lagði ekki í að láta Kiljan og Tristan frá Árgerði upp á kerru og fara á Svínavatn með þá eins og áætlað var að gera.

Hér er mynd af rekstri í gærdag.

Þegar veðrið er með svona stæla er gott að nota þá daga í rekstur og innivinnu.

Að lokum ætla ég að koma með 2 tilkynningar.
Ætla ég að byrja á því að minna á að það eru komin 2 ný hross á söluskrá, en verður söluskráin betur uppfærð á næstu dögum.

Hér er Kátína frá Skíðbakka 3.
Sjá fleiri upplýsingar með því að ýta á myndina

Hér er Senjor frá Árgerði
Sjá fleiri upplýsingar með því að ýta á myndina.
__________________________________________________

Að lokum er ein auglýsing frá Hrossaræktafélaginu Náttfara:Sigurvegari 5v stóðhesta á Landsmótinu á Hellu 2008, Ómur frá Kvistum, verður í Eyjafjarðarsveitinni eftir Landsmót í sumar.

Kynbótadómur: 8,61  Blup: 125
Staður og tímabil: Eyjafjarðarsveit eftir Landsmót.
Verð m. öllu er 145.000.- kr. (1x sónað)
Pantanir: Hjá
[email protected] og 896 1249 (Stefán Birgir). Pantanir skulu berast fyrir 10.mars 2010.

______________________________________________________

Þá er þetta að verða komið að lokum hjá okkur núna,  endilega látið heyra í ykkur ef þið hafir óskir um auglýsingu á söluhrossum eða eitthvað slíkt.

Kveðjur frá Litla-Garði & Árgerði

28.02.2010 11:04

KEA mótaröðin

Vísir frá Árgerði og Biggi síðastliðinn fimmtudag.

Fyrstu tvær umferðirnar eru nú búnar í KEA mótaröðinni. Fór Biggi með Dyn í töltið og gekk það ágætlega þó, enn þó ekki inn í úrslit.  Síðasta fimmtudag var svo fjórgangurinn. Fékk Biggi Vísi frá Árgerði að láni hjá Nönnu. Komust þeir beint inn í a-úrslit með einkunni 6.13. Úrslitin voru spennandi  og enduðu Ásdís og Biggi jöfn í 4-5. var dregið og endaði Biggi því í 5.sæti með einkunnina 6.40.


A-úrslit

Kveðjur frá Litla-Garði & Árgerði


22.02.2010 17:50

Tryppin fara efnilega að stað.

Góðan daginn.

Búið er að vera lengi í íhugun að fara taka myndavélina með út og smella nokkrum myndum af þeim hrossum sem við höfum á húsi hjá okkur núna.  Það eru ótrúlega mörg skemmtileg og spennandi hross inni sem gaman verður að sjá afraksturinn af eftir veturinn.


Hér er mynd af hryssu á 4. vetur undan Kiljan frá Árgerði.    Er hún í eigu Kára Fanndals og Berglindar Káradóttir og lofar hún mjög góðu. Allur gangur er laus og rosa skemmtilegar hreyfingar. Hún er það fyrsta sem er tamið undan Kiljan og sýnist okkur að hann ætli að skila góðu frá sér.
(smellið á myndina til að sjá fleiri myndir)


Hér er mynd af hestagullinu Litlu-Jörp frá Árgerði sem er á 4.vetur. Hún er undan Snældu yngri frá Árgerði og Goða frá Þóroddsstöðum. Er allur gangur laus  og minnir hún ótrúlega mikið á móður sína.
(smellið á myndina til að sjá fleirir myndir)Hér er enn ein efnileg unghryssa sem er í tamningu hjá okkur. Nn frá Rifkelsstöðum, hún er undan Blesu frá Rifkelsstöðum og Kormák frá Flugumýri. Þessi er á 5.vetur, stór og falleg efnileg klárhryssa.
(smellið á myndina til að sjá fleiri myndir)

 

Ný tamningarkona er komin til aðstoðar í Litla-Garði. Lára Magnúsdóttir heitir hún og kemur úr Hornafirðinum.

Hér er hún á 4.vetra stóðhestinum Gangster frá Árgerði sem lofar mjög svo góðu.


Hér situr hún Senjor frá Árgerði.

Biggi hefur verið að fara með Dyn frá Árgerði á töltkeppnir og bætir hann sig með hverju mótinu og er markmiðið að fara þjálfa hann sem töltara.

Dynur og Biggi á KEA mótaröðinni síðastliðinn fimmtudag.

Kveðjur úr Litla-Garði & Árgerði.

Flettingar í dag: 163
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 1981
Gestir í gær: 202
Samtals flettingar: 977113
Samtals gestir: 69405
Tölur uppfærðar: 15.7.2024 04:57:26