24.08.2011 21:07

Stórmót á Melgerðismelum

Síðustu helgi var Stórmót á Melgerðismelum sem var jafnframt gæðingakeppni hestamannafélaganna Funa og Léttis.

A flokkur A-úrslit
1    Tristan frá Árgerði / Stefán Birgir Stefánsson 8,68 
2    Formúla frá Vatnsleysu / Jón Herkovic 8,62 
3    Dagur frá Strandarhöfði / Stefán Friðgeirsson 8,53 
4    Johnny frá Hala / Svavar Örn Hreiðarsson 8,48 
5    Prati frá Eskifirði / Sveinn Ingi Kjartansson 8,45 
6    Jökull frá Efri-Rauðalæk / Baldvin Ari Guðlaugsson 8,44 
7    Þorri frá Möðrufelli / Þorbjörn Hreinn Matthíasson 8,41 
8    Tíbrá frá Litla-Dal / Þórhallur Þorvaldsson 2,41


Sigurinn í höfn :)
 
B flokkur A-úrslit
7    Týr frá Yzta-Gerði / Birgir Árnason 8,50 
8    Blær frá Kálfholti / Jón Björnsson 8,48 
5    Vornótt frá Hólabrekku / Líney María Hjálmarsdóttir 8,57 
6    Veigar frá Narfastöðum / Sölvi Sigurðarson 8,52 
3    Þruma frá Akureyri / Helga Árnadóttir 8,61 
4    Randalín frá Efri-Rauðalæk / Haukur Tryggvason 8,58 
1    Ás frá Skriðulandi / Guðmundur Karl Tryggvasson 8,74 
2    Senjor frá Syðri-Ey / Baldvin Ari Guðlaugsson 8,68


Nýbakaða 1.v hryssan Evelyn tók þátt í B-flokki - var þó aðeins eftir sig eftir kynbótasýninguna sem lauk daginn áður.
 
B flokkur B-úrslit
1-2    Týr frá Yzta-Gerði / Birgir Árnason 8,49 
1-2    Gletting frá Árgerði / Stefán Birgir Stefánsson 8,49 
3    Auður frá Ytri-Hofdölum / Vignir Sigurðsson 8,46 
4    Hekla frá Tunguhálsi II / Líney María Hjálmarsdóttir 8,43 
5    Frikka frá Fyrirbarði / Sæmundur Sæmundsson 8,38 
6    Þytur frá Húsavík / Líney María Hjálmarsdóttir 8,37 
7    Perla frá Akureyri / Þorbjörn Hreinn Matthíasson 8,34 
8    Brynhildur frá Möðruvöllum / Fanndís Viðarsdóttir 8,31


Biggi og Gletting töpuðu hlutkesti eftir mikla baráttu í B-úrslitum B-flokks. Hún sigraði samt gæðingakeppni Funa og Tristan einnig.
 
Ungmennaflokkur A-úrslit
1    Árni Gísli Magnússon / Ægir frá Akureyri 8,29 
2    Karen Hrönn Vatnsdal / Sigurrós frá Eyri 8,28 
3    Björgvin Helgason / Tónn frá Litla-Garði 8,25 H 
4    Skarphéðinn Ragnarsson / Lukka frá Hóli 8,25 H 
5    Guðrún Dögg Sveinbjörnsdóttir / Kvika frá Glæsibæ 2 8,23 
6    Valgeir Bjarni Hafdal / Vísir frá Glæsibæ 2 8,07 
7    Birna Hólmgeirsdóttir / Prins frá Torfunesi 8,01 
8    Fine Cordua / Nagli frá Hrafnsstöðum 8,00


 
Unglingaflokkur A-úrslit
1    Nanna Lind Stefánsdóttir / Vísir frá Árgerði 8,68 
2    Anna Kristín Friðriksdóttir / Glaður frá Grund 8,63 
3    Fanndís Viðarsdóttir / Amanda Vala frá Skriðulandi 8,51 
4    Ólafur Ólafsson Gros / Fjöður frá Kommu 8,42 
5    Katrín Birna Vignisd / Prinsessa frá Garði 8,38 
6    Örn Ævarsson / Askur frá Fellshlíð 8,37 
7    Sigurgeir Njáll Bergþórsson / Hátíð frá Blönduósi 8,29 
8    Eyrún Þórsdóttir / Stígur frá Skriðu 8,25


 
Barnaflokkur A-úrslit
7    Kolbrún Lind Malmquist / Ágúst frá Sámsstöðum 8,21 
8    Iðunn Bjarnadóttir / Njála frá Reykjavík 8,15 
5    Kristín Ragna Tobíasdóttir / Lína frá Árbakka 8,24 H 
6    Thelma Dögg Tómasdóttir / Greifi frá Hóli 8,24 H 
3    Matthías Már Stefánsson / Blakkur frá Bergstodum 8,31 
4    Sylvía Sól Guðmunsdóttir / Freysting frá Króksstöðum 8,28 
1    Egill Már Þórsson / Snillingur frá Grund 2 8,38 H 
2    Sara Þorsteinsdóttir / Svipur frá Grund II 8,38 H


Sindri Snær tók í fyrsta sinn þátt í barnaflokki og nýja uppáhalds reiðhestinum sínum Kyndli frá Árgerði aðeins 6.v gömlum. Stóðu þeir sig alveg með prýði!

Töltkeppni
B úrslit 1. flokkur -
  Sæti   Keppandi
1   Þórhallur Þorvaldsson / Gandur frá Garðsá 7,17
2   Atli Sigfússon / Krummi frá Egilsá 7,06
3   Úlfhildur Sigurðardóttir / Sveifla frá Hóli 7,00
4   Ásdís Helga Sigursteinsdóttir / Hvinur frá Litla-Garði 6.63/6,72
5   Pernille Lyager Möller / Gáta frá Hólshúsum 6,28



A úrslit  Tölt 1. flokkur -

1   Baldvin Ari Guðlaugsson / Senjor frá Syðri-Ey 7,67
2   Guðmundur Karl Tryggvason / Þruma frá Akureyri 7,39
40606   Þórhallur Þorvaldsson / Gandur frá Garðsá 7,33
40606   Líney María Hjálmarsdóttir / Vornótt frá Hólabrekku 7,33
5   Jón Björnsson / Blær frá Kálfholti 7,22
6   Helga Árnadóttir / Ás frá Skriðulandi 7,11

Stórskemmtilegt mót í alla staði !!


Sjá má um 600 myndir inná myndasíðunni okkar frá mótinu !

24.08.2011 20:24

Síðsumarsýning kynbótahrossa

Í síðustu viku var síðasta kynbótasýning 2011 hér hjá okkur og mættum við með 8 hryssur til leiks.

Fyrst ber að nefna Evelyn frá Litla-Garði sem er í eigu Herdísar og Bigga en hún er 6.v klárhryssa undan Hrym frá Hofi og Elvu frá Árgerði.


IS-2005.2.65-650 Evelyn frá Litla-Garði

Sýnandi: Ásdís Helga Sigursteinsdóttir

Mál (cm):

141   137   63   144   28.5   18  

Hófa mál:

V.fr. 8,7   V.a. 7,9  

Aðaleinkunn: 8,04

 

 

Sköpulag: 8,28

Kostir: 7,88


Höfuð: 8,0
   5) Myndarlegt   8) Vel opin augu  

Háls/herðar/bógar: 8,5
   2) Langur   3) Grannur  

Bak og lend: 8,5
   2) Breitt bak   7) Öflug lend  

Samræmi: 8,5
   3) Langvaxið   5) Sívalvaxið  

Fótagerð: 8,0

Réttleiki: 8,0
   Framfætur: A) Útskeifir  

Hófar: 8,0

Prúðleiki: 8,5


Tölt: 8,5
   1) Rúmt   3) Há fótlyfta   5) Skrefmikið  

Brokk: 8,5
   1) Rúmt   3) Öruggt   4) Skrefmikið  

Skeið: 5,0

Stökk: 8,5

Vilji og geðslag: 8,5

Fegurð í reið: 8,5
   2) Mikil reising   4) Mikill fótaburður  

Fet: 8,0
   3) Skrefmikið  

Hægt tölt: 8,5

Hægt stökk: 8,0

 

Var þetta fyrsta sýning Evelyn og var því mikil gleði að hún fór beint í fyrstu verðlaun. Á hún þó helling inni og verður í þjálfun næsta vetur einnig.

Díva frá Steinnesi var sýnd aftur af Ásdísi en hún er nú fylfull við Gangster okkar frá Árgerði



Höfuð

 8.0

Tölt

 8.0

Háls/herðar/bógar

 8.5

Brokk

 8.0

Bak og lend

 8.0

Skeið

 7.5

Samræmi

 8.0

Stökk

 7.5

Fótagerð

 7.5

Vilji&geðslag

 8.0

Réttleiki

 7.0

Fegurð í reið

 8.0

Hófar

 7.0

Fet

 7.5

Prúðleiki

 7.5

Hæfileikar

 7.88

Bygging

 7.81

Hægt tölt

 8.0

 Aðaleinkunn

 7.85

Hægt stökk

 7.5




Fífa frá Hólum var einnig sýnd aftur af Bigga og vantaði SORGlega lítið upp á langþráðu 1.verðlaunin:


 


Höfuð

 8.5

Tölt

 8

Háls/herðar/bógar

 8

Brokk

 8

Bak og lend

 8

Skeið

 8

Samræmi

 8

Stökk

 7.5

Fótagerð

 8

Vilji&geðslag

 8

Réttleiki

7.5

Fegurð í reið

 8.5

Hófar

8

Fet

 7.5

Prúðleiki

 7

Hæfileikar

 8.01

Bygging

 7.96

Hægt tölt

 8

 Aðaleinkunn:

 7.99

Hægt stökk

 7.5

Prýði frá Hæli er brún 5.v hryssa í eigu Magnúsar Steinnesi eins og Dívan. Er hún klárhryssa:


Höfuð

 7.5

Tölt

 8

Háls/herðar/bógar

 8

Brokk

 8

Bak og lend

 8

Skeið

 5

Samræmi

 7.5

Stökk

 7.5

Fótagerð

 8

Vilji&geðslag

 8

Réttleiki

 8

Fegurð í reið

 8

Hófar

 8

Fet

 8

Prúðleiki

 8.5

Hæfileikar

 7.46

Bygging

 7.89

Hægt tölt

 8

 Aðaleinkunn:

 7.63

Hægt stökk

 7.5


Hespa frá Kristnesi er 7.v dóttir Blæs frá Torfunesi í eigu Ingólfs á Kristnesi en Biggi sýndi hana:


Höfuð

 7

Tölt

 8

Háls/herðar/bógar

 7.5

Brokk

 8

Bak og lend

 7

Skeið

 9

Samræmi

 7

Stökk

 7.5

Fótagerð

 8.5

Vilji&geðslag

 8.5

Réttleiki

 6.5

Fegurð í reið

 8

Hófar

 7.5

Fet

 8

Prúðleiki

 7

Hæfileikar

 8.14

Bygging

 7.39

Hægt tölt

 7.5

 Aðaleinkunn:

7.84

Hægt stökk

 7.5

Hrönn frá Hrafnagili er 7.v dóttir Flótta frá Borgarhóli í eigu Jóns Elvars á Hrafnagili en Biggi sýndi hana


Höfuð

 7

Tölt

 8

Háls/herðar/bógar

 8

Brokk

 8

Bak og lend

 7.5

Skeið

 7.5

Samræmi

 8

Stökk

 8

Fótagerð

 7.5

Vilji&geðslag

 8

Réttleiki

 8

Fegurð í reið

 7.5

Hófar

 7.5

Fet

 7

Prúðleiki

 6.5

Hæfileikar

 7.70

Bygging

 7.68

Hægt tölt

 7.5

 Aðaleinkunn:

7.70

Hægt stökk

 7.5


Einnig var Freysting frá Sauðárkróki dóttir Álfasteins frá Selfossi í eigu Jóns Elvars sýnd en betur hefði þeirri sýningu verið sleppt því hún gekk ekki heil til skógar og í öllu stressinu sáum við það ekki fyrr en of seint. Hún hafði krækt framfótarskeifu einhvers staðar nóttina á undan og var hún bogin undir henni en því hafði greinilega fylgt tognun sem var lengi að koma fram í helti. Var hún óhölt en gríðarlega ólík sjálfri sér á sýningardaginn en hölt strax daginn eftir og kom því ekki í yfirlit. Er því dómurinn hennar engan vegin í samræmi við gæði hryssunnar.


Tíbrá frá Litla-Garði dóttir Kiljans okkar frá Árgerði er rauð 5.v hryssa sem Biggi sýndi en hún er í eigu Berglindar Káradóttur. Tíbrá er fædd Litla-Garðshjónunum en var seld tryppið. Hún á að fara undir Gangster frá Árgerði


Höfuð

 7

Tölt

 8

Háls/herðar/bógar

 8

Brokk

 7.5

Bak og lend

 7

Skeið

 8

Samræmi

 8

Stökk

 7.5

Fótagerð

 7.5

Vilji&geðslag

 8.5

Réttleiki

 7

Fegurð í reið

 8

Hófar

 8

Fet

 7

Prúðleiki

 7.5

Hæfileikar

 7.91

Bygging

 7.68

Hægt tölt

 7.5

 Aðaleinkunn:

7.82

Hægt stökk

 7


11.08.2011 23:17

Ágúst :)

Góðan og blessaðan daginn :)

Þá er hið árlega EInarsstaðamót yfirstaðið og fórum við keyrandi með hrossin í þetta skiptið. Erum við alveg ágætlega hestuð til keppni núna og var ákveðið að fara með 11 hross í þrem kerrum og vera alls staðar með. Þar af voru fjögur að þreyta sína frumraun í keppni. Gekk þetta alveg hreint ágætlega og eftir forkeppnina var ljóst að 9 af þessum hrossum voru með í úrslitum á sunnudeginum.

A-flokkur:

Eftir forkeppni var Biggi í 1-2 sæti á Tristan með einkunnina 8.53 og eftir mjög harða og skemmtilega úrslitakeppni stóðu þeir upp sem sigurvegarar með 8.57 í einkunn.



Ásdís var fimmta inn í A-úrslit á Hvin með 8.47 en reið sig upp í 2-3 sæti í úrslitum með 8.55 og endaði þriðja eftir að hafa tapað hlutkesti



Díva frá Steinnesi 6.v tók líka þátt í A-flokki með Ásdísi sem knapa og fóru þær í B-úrslit og enduðu í 11.sæti :) Þrælgóð tamning og góður undirbúningur fyrir kynbótasýninguna sem er í næstu viku



Tvö hross til viðbótar var farið með í A-flokkinn í þeirra fyrstu keppni og gekk það alveg ágætlega. Ekki alveg áfallalaust en vantaði svolítið upp á reynslu af hringvallareið þar. Það voru Glóðar frá Árgerði sem er til sölu hjá okkur, hefur alla burði til að standa mjög framarlega á komandi ári og einnig Bára frá Árbæjarhjáleigu.

B-flokkur:

Eftir glæsilega forsýningu stóð Biggi og Dimmbrá nokkuð örugg á toppnum með 8.58 í einkunn. Gletting frá Árgerði rataði einnig í A-úrslit og var þar í fimmta sæti með 8.45 í forkeppni. Í geysisterkum úrslitum endaði Dimmbrá svo þriðja með 8.50 og Gletting sjötta (með Ásdísi sem knapa) með 8.45.



Evelyn frá Litla-Garði 6.v þreytti sína frumraun í B-flokki og stóð sig vel. Fékk 8.34 í forkeppni og var þrettánda inn í úrslit. Hún á greinilega eftir að láta að sér kveða á næsta ári. En við urðum svo óheppnar að missa skeifu í úrslitunum.



Tölt

Biggi og Dimmbrá áttu glæsisýningu einnig í töltinu og stóðu langefst með 7.50 eftir forkeppni. Var aðeins farið að draga af Dimmbrá í töltúrslitunum í hitanum en hún var þrusuflott samt sem áður en endaði í þriðja sæti eftir harða baráttu með einkunnina 7.33

Nanna Lind og Vísir stóðu sig vel í unglingaflokki og voru þriðju inn í úrslit með 8.41 í einkunn. Héldu þau því sæti í úrslitunum. Björgvin fékk Tón lánaðan hjá Herdísi í ungmennaflokkinn og voru þeir félagar þriðju inn í úrslit með 8.21. Enduðu þeir fimmtu með 8.29 í úrslitunum.



Biggi og Blakkur gerðu sér lítið fyrir og rústuðu 100m. skeiðinu á besta tímanum sem Blakkur hefur fengið 7.80 sek.

Við klikkuðum algjörlega á myndavélunum þetta mótið því ver og miður og hef ég fengið góðfúslegt leyfi hjá þeim sem klikkuðu ekki að fá lánaðar myndir. Þess vegna eigum við ekki alveg myndir af öllum hrossunum sem við vorum með þarna. En við þökkum Diljá Óladóttir http://hlidarendahestar.123.is kærlega fyrir frábærar myndir frá henni og einnig Camillu okkar Hoj, og einnig fundum við nokkrar góðar á heimasíðu hestamannafélagsins Þjálfa sem stóð fyrir mótinu http://thjalfi.123.is

Hér má sjá nokkrar fleiri myndir af mótinu !

Næst á dagskrá er síðsumarssýning hér á Melgerðismelum og þangað stefnum við með átta hryssur í dóm. Strax í kjölfarið er svo Stórmót á Melgerðismelum sem ég hvet sem flesta til að kynna sér og koma og keppa á. Peningaverðlaun í kappreiðum og fleira.

Tókum í gær nýtt video af Glóðari frá Árgerði er hann er í stöðugri framför. Mjög verðugur hestur á að líta ef verið er að leita af keppnishesti fyrir næsta tímabil

26.07.2011 21:23

Tveir góðar til sölu

Erum með tvo frábæra alhliða hesta til sölu núna klára í brautina.


Hvinur frá Litla-Garði


Glóðar frá Árgerði

Tjékkið á sölusíðunni, allar upplýsingar, fleiri myndir og video tekið 24.júlí 2011
Check out our salepage, more info, pics and a video taken 24.07.11

19.07.2011 22:52

Hestakerra til sölu

Góð 4ra hesta kerra til sölu.



Mikið endurgerð, nýtt gólf, allt nýtt í rafmagni, bremsubúnaður nýr og einnig búið að endurnýja báða flexitorana, nýtt kúlutengi o.fl.

Rúmgóð hnakkageymsla með tvö hnakkastatíf og hengi fyrir beisli:






Kerran er mjög þægileg og skemmtileg í drætti og er einnig létt, aðeins um 900 kg.
Hún er skoðuð 2012 og fór gegnum skoðun athugasemdalaust.

Verð 950.000 kr og upplýsingar gefur Ásdís í síma 8679522

12.07.2011 22:13

Blika frá Árgerði

Fékk þá stórundarlegu spurningu af ungum hestamanni um daginn sem var að flétta eldgömlu Eiðfaxablaði: Hver var Snælda frá Árgerði?

Andlitið liggur ennþá á kaffistofunni upp í Litla-Garði! Maður hélt í fásinnu sinni að flestallir hestamenn á Íslandi, allavega í Eyjafirðinum könnuðust við það nafn, ef ekki Snældu þá Bliku! Ákvað því að koma með smáfrétt Bliku til heiðurs hér. Hugmyndin sprettur ekki eingöngu af þessari spurningu sem kom svo flatt upp á mig heldur einnig af endalausum BLUP pælingum... Blika frá Árgerði er heiðursverðlauna hryssa fyrir afkvæmi og undan heiðursverðlaunahryssu einnig. Samt eru þær mjög lágar í BLUP-i. Hef pælt mikið í þessu, en ætla svosem ekki að útlista því hér :)

Blika frá Árgerði er semsagt undan Snældu frá Árgerði og Ófeigi frá Flugumýri og er fædd árið 1981.



Var samt að fletta yfir þetta nú áðan og rak augun í tölu sem ég hef ekki tekið eftir áður og kemur hún skemmtilega á óvart!

Höfuð 96 Tölt 98
Háls/Herðar/Bógar 96 Brokk 91
Bak og lend 105 Skeið
129
Samræmi 104 Stökk 98
Fótagerð 92 Vilji og geðslag 105
Réttleiki 95 Fegurð í reið 99
Hófar 95 Fet 98
Prúðleiki 88 Hæfileikar 111
Sköpulag 94 Hægt tölt 96
Aðaleinkunn 108

Sjá má að þessar einkunnir eru ekki til að hrópa húrra fyrir, prúðleikinn alveg í lágmarki og lægsta einkunnin en Árgerðishrossin eru nú ekki fræg fyrir fax niður á bóga sem gerir ekkert annað en að flækjast fyrir knapanum ;) En þau eru viljug og geta skeiðað ! Vek athygli á að í ár eru 30 ár síðan Blika fæddist. Að hún sé með 129 fyrir skeið þykir mér stórmerkilegt og neyðist ég hreinlega að leggjast í "rannsóknir" til að sjá hvort hún sé ekki með hæðstu merum þetta gömlum fyrir þennan eiginleika.

Blika var einstakur gæðingur að kostum á sínum tíma. Var eina hrossið sem hlaut einkunnina 10.0 fyrir geðslag á meðan vilji og geðslag var dæmt í hvort sínu lagi og hlaut hún einnig árið 1987 þá sex vetra gömul 8.84 fyrir kosti, 9 fyrir tölt og skeið, 8.5 fyrir brokk, vilja og fegurð í reið og 10.0 fyrir geðslag. Hlaut hún 7.85 fyrir sköpulag.

Blika átti á sinni löngu og viðburðaríku ævi 14 afkvæmi.  Hafa 10 af þeim skilað sér til dóms, þrjú þeirra voru geldingar og síðasta afkvæmi hennar er klárhryssa undan Parker frá Sólheimum sem vonandi á eftir að skila sér til dóms, verulega hreyfingarmikil hryssa en klárhrossin eiga nú bara erfitt uppdráttar þessa dagana nema þau séu þrusugóð.

Eitt afkvæma Blika hefur hlotið 9.5 fyrir skeið, tvö 9.0, fimm 8.5, eitt 8.0 og eitt 7.0 þannig að þau að skila vel skeiðinu.

Kveikja frá Árgerði er gæðingshryssa undan kveik frá Miðsitju, 1.v hryssa með 8.36 fyrir hæfileika og þar af 9.0 fyrir skeið


Snælda frá Árgerði er dóttir Orra frá Þúfu er nú ræktunarhryssa í Árgerði, hlaut einnig 9.0 fyrir skeið og er með góð 1.v og þar af 8.43 fyrir hæfileika.


Hér eru bræðurnir undan Bliku, Tristan frá Árgerði (Orrasonur) sem  hæst hefur fengið 9.5 fyrir skeið og Kiljan frá Árgerði sem hlaut 8.5 fyrir skeið, sonur Nagla frá Þúfu


Kiljan frá Árgerði


Skemmtilegar pælinga

11.07.2011 19:24

Sól og sumar :)))

Jæja þá er löngu kominn tími á færslu og fréttir frá okkur í dalnum !

Kynbótasýningarnar gengu ágætlega en okkur þótti sem fleirum frekar hart tekið á sumum hrossum, allavega ósköp á sem fengu að njóta vafans ... Þurfi að strita fyrir hverri eins og svosem oft á Landsmótsárum.

Við sýndum 13 hross samtals og fórum leikar svo :

Hrafntinnu frá Kálfagerði Biskupsdóttir í eigu Huldu og Gústa Kálfagerði
Klárhryssa með 8.5 fyrir tölt, brokk, og vilja
B: 7.68 H: 7.73 A: 7.71


Fífu frá Hólum Tristansdóttir í eigu Karls á Hólum
B: 7.96 H: 7.92(8.5 f. skeið) A: 7.94


Ruslana frá Grund Hryllingsdóttir í eigu Sævars Páls
 B: 7.79 H: 7.40 A: 7.56


Rakel frá Árgerði Þóroddsdóttir í eigu Magna Árgerði
B: 7.76 H: 7.38 A: 7.53


Díva frá Steinnesi Gammsdóttir í eigu Magnúsar Steinnesi
B: 7.81 H:7.66 A: 7.72


Kvika frá Glæsibæ Stælsdóttir í eigu Ríkharðs Glæsibæ
Klárhryssa B:7.59 H: 7.43 A: 7.50


Gleymérei frá Fagranesi Galsadóttir í eigu Camillu Fagranesi
Klárhryssa B: 7.91 H: 7.20 A: 7.43

Súla frá Hrafnsstöðum eigum við ekki mynd af: Undan Penna frá Kirkjubæ og í eigu Flosa Hrafnsstöðum B: 7.59 H: 7.68 A: 7.64


Kolbakur frá Hrafnsstöðum Forsetasonur í eigu Flosa Hrafnsstöðum
B: 7.98 H: 7.55 A. 7.72


Gletting frá Árgerði Tristansdóttir í eigu Magna Árgerði
8.5 fyrir tölt, h.tölt, brokk, stökk, vilja/geðslag og fegurð í reið og 7.0 fyrir skeið og einnig 8.5 fyrir háls/herðar/bóga og samræmi.
B: 7.94 H: 8.22  A: 8.11


Perla frá Syðra-Brekkukoti Stælsdóttir í eigu Maríu Jensen
Klárhryssa: B: 7.72 H: 7.46 A: 7.57


Rökkvadís frá Kjartansstaðakoti Rökkvadóttir í eigu Hafsteins Lúðvíkssonar
B: 7.78 H: 8.01 A: 7.92 8.5 fyrir skeið og vilja/geðslag


Gangster frá Árgerði náði Landsmótslágmörkum með aðaleinkunnina 8.15 - meira um hann síðar.

Þvínæst kom úrtaka fyrir Landsmót og var undirbúningstíminn fyrir það akkúrat enginn, Nanna fór með Vísi en hann krossstökk og því miður komst hún ekki inn. Biggi fór með Tristan og komst inn með hann í A-flokk og fór einnig með Glettingu í B-flokk en hún hafði hlaupið þessa braut alla vikuna á undan og hefði verið gott að undirbúa þetta betur en gengur betur næst.
Ásdís fór með Hvin í A-flokk fyrir Létti og var varahestur eftir ágætis sýningu með 8.29 með alveg ónýtt fet :( hefði þurft að setja upp prógramið betur. Einnig skrapp hún með Perlu frá Syðra-Brekkukoti í hennar fyrstu keppni og annað sinn á hringvöll á ævinni og kom hún heldur betur á óvart. Endaði með 8.30 í einkunn og ótrúlega nálægt því að vera inni á Landsmóti, verulega spennandi klárhryssa þar á ferð, mjög hágeng og rúm.

Biggi og Tristan unnu hylli dómaranna á tölti og brokki og var mjög hár fyrir þær gangtegundir.


Hvinur og Ásdís í A-flokki - Hvinur hefur aldrei áður verið skemmtilegri og er sívaxandi gæðingur!

Vantar myndir bæði af Nönnu og Vísi og Perlu á Ásdísi.

Næst á dagskrá var svo Landsmót og var alveg ótrúlega margt sem þurfti að græja fyrir það að allt var bókstaflega á útopnu að undirbúa... Það er nú helst ástæðan fyrir að þessi frétt kemur svo seint.

En Landsmótið var alveg frábært! Frekar kalt fyrstu dagana og kvefuðumst við öll með tölu í þessari viku. En það var alveg þess virði.


Ásdís og Hvinur voru á undan í rásröðinni og voru strax í öðru holli. Gekk alveg ágætlega í flesta staði og enduðum við með 8.33 og rétt utan við milliriðil en feikna sterkir hestar voru í A-flokknum


Tristan er hér á æfingu á vellinum. Honum gekk ágætlega alveg, var þó ekki alveg sama um umstangið allt á vellinum og fór aðeins í baklás en gerði alla hluti vel og var aðeins annar fyrir utan milliriðil með einkunnina 8.37.


Skeiðaði flott !!

Sigurvegari í okkar flokki var svo Ómur frá Kvistum sem var hér í Miðgerði síðastliðið sumar og eigum við undan honum þrjú flott folöld :)


Stóðhestsefni undan Snældu frá Árgerði með BLUP: 123


Flott bleik hryssa undan 1.v ófeigsdótturinni Melodíu frá Árgerði - TIL SÖLU !! BLUP: 118


Og augasteinninn hennar Ásdísar undan Von frá Árgerði - Dalía Sif frá Árgerði BLUP: 120

Gangster var svo sýndur í 5.v flokkinum og hækkaði hæfileikaeinkunnina í 8.20 og aðaleinkunnina í 8.16. Sýndi m.a skeið í yfirlitinu upp á 6.5 en þessi hestur á ótrúlega mikið inni og á eftir að koma mjög sterkur inn á næsta ári.


Grilli pilli pill - Bogga var allan tímann með okkur þarna :) yndisleg kona


Hafþór og Heiður komu svo á miðvikudeginum og rétt náðu í rassgatið á kuldanum :) en uppfrá fimmtudegi fóru allir að verða sólbrúnir :)

Vorum við með tjaldbúðir þarna og hópuðust skemmtilegt fólk kringum okkur :) Bara gaman af þessu öllu saman !!

Sjá má fleiri myndir frá Landsmóti HÉR

Núna er heyskapur eins og enginn sé morgundagurinn og milli 30 og 40 hross á járnum :) Normal og frjálsleg mót fara að hrúgast inn og best er að trimma fyrir þau líka :)

Erum með sumarstarfsmann sem heitir Björgvin Helgason og er hann hjá okkur hálfan daginn, þrælduglegur og seigur strákur sem við erum mjög ánægð með. Stel hér mynd af facebook síðunni hans til að sýna ykkur :)



Svo er fullt af verulega fallegum og vel ættuðum folöldum til sölu á sanngjörnu verði hjá okkur HÉRNA. Alveg frjálst er að koma með tilboð í þau þó sett séu verðmiðar við myndirnar hjá þeim.


Meðal annars þessi gullfallegi og stóri hestur sem er m.a bróðir keppnishestsins Vísis frá Árgerði og undan hinum stórefnilega Jarli frá Árgerði.


06.07.2011 02:49

FOLÖLD TIL SÖLU

Góðan daginn kæru lesendur

Við vorum að smella af fullt af fallegum folaldamyndum og setja inn hér á síðuna þau folöld sem við bjóðum til sölu þetta árið. Er þar margt virkilega spennandi í boði og vel vert að athuga:



SJÁ SÖLUSÍÐUNA HÉR

Einnig kemur inn alminnileg frétt um gengi okkar á LM2011 og fleira síðar í vikunni vel myndskreytt!

Með bestu kveðju úr dalnum

14.06.2011 00:33

Gangster frá Árgerði



Gangster er undan gæðingamóðurinni Glæðu frá Árgerði. Undan Glæðu hafi verið sýnd 5 hross og hafa öll hlotið 1.verðlaun. Meðaltal aðaleinkunnar 8.16 og meðaltal hæfileika 8.28. Svo er hann undan Hágangi frá Narfastöðum sem hlýtur sennilega heiðursverðlaun á komandi Landsmóti. Verður hann til afnota í góðu hófli í Miðgerði Eyjafjarðarsveit og verður langt gangmál eftir Landsmót. Tollurinn kostar 100.000 kr með öllu. Upplýsingar gefur Stefán Birgir s: 8961249

02.06.2011 03:13

Sumar og sól - LOKSINS


Falleg er hún fjallasýnin í Djúpadalnum fagra

Loksins loksins er komið sumar, um leið og Júní datt í gagnið kom sólin og hitin skreið upp fyrir 10 gráðurnar. Folöldin týnast eitt af öðru og spennan eykst. Er búið að græja sér síðu fyrir þau sætu rassana og hana má sjá hér fyrir ofan lengst til hægri. Komin eru 13 folöld úr öllum áttum og hvert öðru fallegra.


Stundum er óþarfi að vera að flækja hlutina ...
Merarnar eru farnar að týnast undir stóðhesta ein af annarri og þurfti að sækja tvær hryssur í Miðgerði, Sónata (sú skjótta) lét fyli í vetur og er geld og Kveikja kastaði fyrir um mánuði. Einfaldasta lausnin var þessi :)


Gekk eins og smurt ...


Undan Kiljan komu þónokkur folöld í ár en hann hefur ekki komist undir hnakk á árinu sökum meiðsla. En þau eru gullfalleg og vert er að minna aðeins á hann, frábærar ættir og gullgæðingur sem má ekki gleyma.

Gríðarlega léttbyggð og falleg þessi folöld. Sá fyrri er undan Græju og sá seinni undan Gyðju.

01.06.2011 21:44

Kynbótasýning á Dalvík

Góða kvölið

Fórum á Dalvík með þrjú hross í fullnaðardóm og tvö til viðbótar í byggingardóm.

Gangster frá Árgerði náði Landsmótspassa:

Kynbótasýning á Dalvík

Dagsetning móts: 28.05.2011 - 29.05.2011 - Mótsnúmer: 04
FIZO 2010 - 40% / 60%

IS-2006.1.65-663 Gangster frá Árgerði

Sýnandi: Stefán Birgir Stefánsson

Mál (cm):

140   132   135   63   138   35   48   43   6.5   31.5   18.5  

Hófa mál:

V.fr. 9,4   V.a. 8,5  

Aðaleinkunn: 8,15

 

Sköpulag: 8,11

Kostir: 8,18


Höfuð: 8,0

Háls/herðar/bógar: 8,5
   1) Reistur   5) Mjúkur  

Bak og lend: 8,0
   8) Góð baklína  

Samræmi: 8,0
   1) Hlutfallarétt  

Fótagerð: 7,5
   G) Lítil sinaskil  

Réttleiki: 7,5
   Afturfætur: E) Brotin tálína  
   Framfætur: A) Útskeifir  

Hófar: 8,5
   4) Þykkir hælar  

Prúðleiki: 8,5

Tölt: 9,0
   1) Rúmt   2) Taktgott   3) Há fótlyfta  

Brokk: 9,0
   1) Rúmt   2) Taktgott   4) Skrefmikið  

Skeið: 5,0

Stökk: 9,0
   4) Hátt   5) Takthreint  

Vilji og geðslag: 9,0
   2) Ásækni   4) Þjálni  

Fegurð í reið: 8,5
   1) Mikið fas   2) Mikil reising  

Fet: 8,0
   2) Rösklegt  

Hægt tölt: 8,0

Hægt stökk: 8,0



Myndin er frá kynbótasýnngunni á Sauðárkróki í apríl




Hvinur frá Litla-Garði fór í kynbótadóm sem afkvæmi Tristans og fékk 7.96 í aðaleinkunn. M.a 9.0 fyrir hófa og 7.91 fyrir byggingu og 8 á línuna og 8.5 fyrir skeið og vilja/geðslag og 7.99 fyrir hæfileika, fetaði ekki upp á sitt besta en það var mjög kalt á Dalvík og kútur í kalli en hann fékk samt sem áður flottar umsagnir en hann verður sportjárnaður núna og stefnt á A-flokksúrtöku.

Tölt: 8.0 (Há fótlyfta) Brokk 8.0 (Há fótlyfta) Skeið 8.5 (Öruggt, takthreint) Stökk 8.0
Vilji/Geðslag 8.5 (Ásækni), Fegurð í reið (Mikil reising)

Gýgja frá Úlfsstöðum fór einnig í fullnaðardóm en hún er í eigu Guðbjarts Hjálmarssonar. Kuldinn fór einnig mjög illa i hana en hún er öskuviljug alhliða hryssa, henni verður rennt í gegn aftur í næstu viku og komum við með frekari fréttir af henni þá.

Gangster er farinn að taka á móti hryssum á húsmál í Litla-Garði og er enn laust á húsmál. Það er að fyllast fljótt í gangmálið eftir LM en enn eru nokkur pláss laus og fyrstur kemur fyrstur fær, síminn hjá Bigga er 8961249 begin_of_the_skype_highlighting            8961249      end_of_the_skype_highlighting.

Folöldum rignir niður og eru orðin þrælmörg, kem með fréttir og myndir af þeim á morgun :)


20.05.2011 18:45

Stór dagur í lífi Litla-Garðsmæðgnanna :)

Lífið snýst nú ekki alveg eingöngu um hesta ...

Fimmtudagurinn 19.maí var stór dagur í lífi Nönnu Lindar og Herdísar. Nanna Lind gekk svo til í tölu fullorðinna með því að standast bílprófið ógurlega en skvísan verður 17 ára 22.maí eða sunnudaginn næsta. Þannig að Akureyringar og nærliggjandi sveitungar .. Frá og með sunnudeginum næsta farið extra varlega í umferðinni og sérstaklega ef þið sjáið bláa bjöllu á ferðinni en Nanna lét drauminn rætast og hefur fjárfest í kóngablárri WV Bjöllu.



Herdís söngfugl er ávallt í klassísku söngnámi og var sama dag að taka stórt próf í sínu söngnámi. Gekk það ljómandi vel og koma frekari upplýsingar um það eftir útskriftina hennar þegar við höfum meiri upplýsingar um það.




Anna Sonja útskrifaðist svo sem tamningarmaður og þjálfari frá Hólaskóla í dag og stóð hún sig frábærlega í þjálfunarhestunum, kom út með 9.0 í meðaleinkunn fyrir þá og erum við mjög stolt af henni! Sjá má ítarlega frétt um það hér neðar.

Svo gleymdi ég nú að segja frá síðustu helgi en fyrsta útimót ársins var þá en það var Vormót Léttis og smellti Nanna Lind sér þangað með Vísi kallinn og sigraði fjórganginn og endaði önnur i tölti.


Nanna er hér fremst á myndinni

Þannig að það er sko sannarlega mikið um að vera í sveitinni :)

20.05.2011 00:31

Gleðileg jól

Nei djók ... Það mætti samt halda að það sé desember en ekki Maí. Það er allavega mjög óspennandi útreiðarveður, norðangarri og snjókoma !! Hrossin komin í sumarfeld og grös og tré í sjokki... Reiðhöllin fína er full af lömbum og mæðrum þeirra og tamningarmenn bara innandyra aldrei þessu vant.

Þá er aldrei betra en að grafa ofan í heimilistölvuna og finna gamlar og skemmtilegar myndir til að sýna ykkur! Af hrossum sem gerðu góða hluti á sínum tíma og eru annað hvort seld annað, eða sjá um að unga út framtíðargæðingum o.fl


Hér er ein sem fékk mig nærri því til að velta fram af stólnum úr hlátri !! Fæ pottþétt skammir fyrir að setja hana inn ... Hér eru Nanna Lind og Gullinbursti í miðjunni og Anna Sonja sem var hér í vetur í verknámi lengst til hægri :)


Næst er afi á hestagullinu sínu Snældu 4.v á LM´04


Líka af LM´04


Biggi á Kveikju frá Árgerði sem gerði frábæra hluti á keppnisvellinum, fór m.a yfir 7 í töltkeppni og í 8.80 í A-flokki


Hér er Blær frá Fagrabæ. Gustssonur sem sýndur var sem afkvæmi í kynbótadómi og hlaut frábæran dóm 8.30 fyrir hæfileika, 9.5 fyrir brokk og 9 fyrir tölt og vilja/geðslag


Hér situr Birgir Spuna frá Miðsitju á Mývatni Open


Nös frá Árgerði er hér í keppnisformi, á vetrarleikum Léttis þar sem hún endaði önnur. Nös er í dag ein af betri ræktunarhryssunum í Árgerði, hefur gefið mjög góð hross


Gosi (Ísidór) frá Árgerði er hér 5.v gamall og gerði sér lítið fyrir og sigraði töltið á Ísmóti. Sigurbjörn Bárðar og fjölskylda keyptu hann og eiga hann enn. Hann er undan Glæðu frá Árgerði og Gusti frá Hóli. Var sýndur í kynbótadóm þar sem hann hlaut 1.v


Hafþór Magni og Vísir frá Árgerði gerðu þrælmagnaða sýningu á FM´07 og slógu í gegn! Var það rætunarbússýning frá Árgerði


Þó svo snjói á okkur í Maí þá erum við í sólskinsskapi ... Þýðir ekkert annað :)

16.05.2011 22:04

Allt orðið grænt og fallegt :)



Góðan og blessaðan daginn ...

Fannst vel við hæfi að hefja færsluna á sólríkri grænni mynd af hestagullinu Glettingu frá Árgerði :) Hún er öll að detta í gírinn eftir veikindin sem ég sagði frá um daginn og hefur verið í stöðugri þjálfun í c.a mánuð núna.



Folöldin koma eitt af öðru og eru fjórar kastaðar til viðbótar síðan í síðustu færslu.


Fyrsta afkvæmi Jarls frá Árgerði (f.2007) hefur séð dagsins ljós og er það þrælmyndarleg jarpstjörnótt hryssa undan Hvönn frá Árgerði (f. Reykur frá Hoftúni m. Glóblesa frá Árgerði mf. Snældu-Blesi mm. Hreyfing Árgerði).


Næstur er brúnn hestur undan Silfurtá frá Árgerði og Blæ frá Torfunesi


Svo kom Gyðja frá Teigi með sætan hest undan Kiljan frá Árgerði


Og að lokum kom gæðingurinn og 1.v hryssan Tíbrá frá Ási I með hryssu undan Gýgjari frá Auðsholtshjáleigu en eigandi þessarar litlu bleikálóttu hryssu er Anna Back

Nokkarar fleiri myndir :)



11.05.2011 21:18

Folöld, próf o.fl o.fl


Draumafolaldið hans Bigga í fallegri umgjörð :)

Jæja, nú eru tímar þar sem allt gerist í einu. Hvað er andstæðan við gúrkutíð í fréttum? Það er ástandið núna, ofhleðsla af fréttum, myndavélin við það að brenna yfirum og ekki nógu margir klukkutímar í sólarhringnum.

Fyrst á dagskrá er það sem er nýjast skeð, þjálfunarhestaprófið hjá Önnu Sonju fór fram í dag og stóðst hún það með prýði. Undirrituð var auðvitað með linsuna á lofti og myndaði þetta í bak og fyrir og er feitt myndaalbúm HÉR

Hún byrjaði prófið á Brjáni frá Steinnesi og fór mikinn, hann er á fimmta vetur undan Brönu og Glettingi frá Steinnesi.


Svo prufar Eyjólfur Þorsteins prófdómari


Næst á dagskrá var Lipurtá frá Miklagarði 5.v. Faðir er Tristanssonurinn Háfeti frá Gilsbakka


Þorsteinn Björnsson prófdómari prófar Lipurtá


Síðust var alhliðahryssan Bára frá Árbæjarhjáleigu 7.v undan Galsa frá Sauðárkróki en hana átti Anna að þjálfa sem alhliðahross með skeiði


Þorsteinn tekur Báru til kostanna


Þeim eru kenndar fimiæfingar líka og sýndi Anna krossgang í prófinu


Og opinn sniðgang

Eins og áður sagði þá stóðst Anna prófið með glæsibrag og hafa hrossin bætt sig heilmikið hjá henni. Erum gífurlega stolt af litlu stelpunni "okkar" ;) HÉR eru fleiri myndir úr prófinu

En að öðru, VORINU !!! Eins og sést á myndunum hér fyrir ofan er allt orðið grænt og ungviðið er út um allt, sauðburður er c.a hálfnaður og gengur fullhægt að mati bóndans en þær eru flestar tvílembdar sem eru komnar


Flottur lambhrútur :)


Auðfúsugestur í fjárhúsunum


Bjalla okkar kom með kettlinga, dugleg að unga þeim út. Þessir svörtu tveir eru gefins ef einhverjir hafa áhuga :) HÉR eru fleiri vormyndir !!

En folöldin eru einnig farin að koma meira, fyrstar voru þessir tvær á þriðja vetur og eru þau folöld ljómandi falleg. Næst var Kveikja frá Árgerði en hún kastar hryssunni sem startar fyrir okkur fréttinni hér að ofan:


Algjör gullmoli, faðirinn er Kapall frá Kommu

Næst kom Græja frá Árgerði með hest undan Kiljan frá Árgerði og á Ásdís hann.

Alrauður foli sem ber nafnið Prins frá Árgerði



Spes frá Litla-Garði er fyrirsæta ársins !! HÉR eru fleiri myndir af þessum folaldarössum..

Næst á dagskrá er kynbótasýning í næstu viku á Dalvík og stefnum við þangað með fimm hross í fullnaðardóm og eitt í byggingardóm. Komum með fréttir af því þegar nær dregur :)

Flettingar í dag: 366
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 1044
Gestir í gær: 252
Samtals flettingar: 820423
Samtals gestir: 54710
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 07:56:48