10.06.2009 22:24

Helstu fréttir !

Já, sumarið er komið og allt að gerast, margt er í gangi í  Litla-Garði & Árgerði og ætla ég að segja frá því helsta sem hefur verið um að vera síðast liðinn mánuð.
              Camilla Hooj er nú komin til starfa við tamningar í Litla-Garði, en hún lauk 1.árs námi á Hólum í vor. hún mun starfa hér til lok júlí. Einnig mun Magnús sem hefur verið að vinna hér í vetur vinna út sumarið.

Camilla                                      Magnús

En næst fréttir af kynbótastarfinu, folöld hafa verið að faðast á báðum bæjum.
              Í Litla-Garði eru  6 hryssur kastaðar, það eru Snerpa frá Árgerði, Sónata frá Litla-hóli, Sunna frá Árgerði, Gyðja frá  Teigi, Silfurtá frá Árgerði og Snælda frá Árgerði.
  • -Undan Snerpu kom rauðstjörnótt hryssa undan Gangster frá Árgerði.
  • -Undan Gyðja frá Teigi kom rauðstjörnóttur hestur undan Gangster frá Árgerði.
  • -Undan Sunnu frá Árgerði kom brún hryssa undan Andvara frá Akureyri (F: Adam Ásmundarstöðum, M: Elding frá Blönduósi) einnig kastaði Silfurtá  brúnum hesti undan sama hesti.
  • -Undan Snældu frá Árgerði kom jörp hryssa undan Tind frá Varmalæk.

    Sindri Snær knúsar kátur gæfu hryssuna :)

  • Í Árgerði eru x hryssur kastaðar þær eru
  • -Glæða frá Árgerði sem fór undir Hróð frá Refsstað og kastaði hún rauðri hryssu sem er í eigu Ásdísar Helgu Sigursteinsdóttir.
  • -Undan Nös frá Árgerði kom rauðtvístjörnótt hryssa undan Blæ frá Hesti.
  • -Undan Græju frá Árgerði kom rauðtvístjörnóttur hestur undan Gangster frá Árgerði.

..................

Gleðitíðindi, nýtt tamningarpar er komið í fjörðinn, þar eru Ásdís  Helga Sigursteinsdóttir, barnabarn Dísu í Árgerði og kærasti hennar, Gisli Steinþórsson frá Kýrholti. Ætla þau að stunda tamningar í Árgerði.
            Til gamans má geta að einnig er móðir Ásdísar, dóttir Dísu, hún Alda Björg (Bogga) er flutt í Eyjafjörðinn á ný eftir 28 ára búsetu á Neskaupstað.

Kynbótasýningar standa yfir núna, enn meira um hana kemur seinna, þegar yfirlitinu er lokið sem er á morgun.


Litli sæti prinsinn hann Sámur

Kveðjur úr Litla-Garði & Árgerði :)

19.04.2009 22:55

Fréttir úr dalnum djúpa !

Já kæru hestamenn nú ætlum við að segja ykkur helstu fréttir síðast liðnu daga ! Margt er búið að vera í gangi varðandi undirbúningin á reiðhallarsýningunni á Akureyri um helgina, enn fyrst þetta:

Á páskadag fæddist í Árgerði bleikálótt, tvístjörnótt hryssa undan Kveikju frá Árgerði og Hróð frá Refsstað.  Voru þær mæðgur teknar inn og útbúin stía handa þeim inn í hlöðu. Voru þær hýstar tvær fyrstu næturnar enn hafa verið í litlu og sætu hólfi heima í Árgerði.

Væntanleg kynbótahryssa fædd !

Nú 15.apríl kastaði Sónata frá Litla-Hóli rauðskjóttum hesti og er hann undan Gangster frá Árgerði (u. Hágang og Glæðu) Voru þau hýst fyrstu nóttina en eru nú í hólfi með Kveikju.

Litli skjóni nýfæddur

Ram 2500 var keyptur í vikunni til þess að Biggi komist ferða sinna með hrossin í nýju kerrunni.

Nýi bíllinn og kerran við.

Þó nokkur tími fór í vikunni í undibúning fyrir Fákar og fjör sýningunni um helgina. Biggi fór með fjögur hross og það voru: Dimmbrá frá Egilsstaðabæ í klárhryssuhópinn, Hremmsa frá Litla-Garði í alhliðahryssur, Blakk frá Árgerði í skeið & Kiljan frá Árgerði í ungir stóðhestar.
Hryssurnar sýndust báðar ljómandi vel og mikil spenna var í skeiðinu, þar sem Biggi var með besta tímann þangað til tveir síðustu hestarnir bættu um betur  og höfnuðu félagarnir Biggi og Blakkur því í 3.sæti með tímann 5.36, Elli Sig og Hnikar frá Ytra-Dalsgerði með 5.34 og Gummi Björgvins með Ás frá Ármóti sigraði með glæsisprett á tímanum 5.31.

Blakkur gamli klikkar ekki ;)


Kiljan stóð sig einnig mjög vel, sýndi góð tilþrif á öllum gangi enn er þó sérstaklega mjúkur og skemmtilegur á tölti. Hann virðist hafa vakið mikla athygli þar sem að það er þegar farið að panta undir hestinn.


Kiljan á brokki - óskýr mynd                Hremmsa á tölti

Dimmbrá frá Egilsstaðabæ


Enn við biðjum að heilsa að sinni !

Kveða úr Litla-Garði

15.04.2009 18:16

Ný síða ! :)

Loksins, loksins eru Litli-Garður og Árgerði komin með löngu tímabæra heimasíðu !  Heimasætan á bænum, hún Nanna Lind á allan heiðurinn af þessari síðu, þar sem gömlu settin á bæjunum eru ekki svo mikil tölvugúrú.

Hér ætlum við að leyfa ykkur að fylgjast með hestalífinu í Litla-Garði & Árgerði.

Vonum að þið njótið :)


Nýi prinsinn á bænum, Sámur

Kv. Herdís & Biggi.


Flettingar í dag: 1249
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 5636
Gestir í gær: 32
Samtals flettingar: 1378327
Samtals gestir: 85025
Tölur uppfærðar: 8.1.2025 03:28:58