23.12.2012 18:03

Jól

13.11.2012 06:03

Haustfréttir

Jæja gott fólk

Tíminn líður heldur betur áfram og hefur vetur konungur heldur betur látið vita af sér þetta haustið. Kindurnar okkar skiluðu sér allar af fjalli sem og öll hrossin feit og pattaraleg.

Tvö hross hafa fengið nýja eigendur í haust en Hlín Christane Mainka Jóhannesdóttir hefur keypt Tristanssoninn Glóðar frá Árgerði og munu þau spreyta sig saman á þriðja árinu á Hólum og Lasse Grönberg okkar keypti hryssuna Aríu frá Árgerði. Hún verður þó á Íslandi um sinn en Lasse er búsettur í Danmörku. Óskum við innilega til hamingju með nýju hrossin sín.

Enn er þó nokkur hross til sölu, vel ættaðir og skemmtilegir ungfolar eru heima við og til sölu á sanngjörnu verði.

Undir hross til sölu munuð þið finna veturgamla fola undan Blæ frá Torfunesi, Kiljan frá Árgerði, Gangster frá Árgerði o.fl :)

Við erum einnig á facebook með síðu :) https://www.facebook.com/#!/pages/Litli-Gar%C3%B0ur-ehf-Hrossar%C3%A6ktarb%C3%BA-og-tamningarst%C3%B6%C3%B0/213371568709889


 

05.10.2012 22:00

Haustfréttir

Jæja góðan daginn kæru lesendur

Afsakið hlé. Haustið er heldur betur skollið á hérna hjá okkur í Djúpadalnum, sem betur fer skiluðu allar kindurnar sér heim hjá okkur sem og lömbin þeirra en við hlutum heldur betur veðurskell hérna í byrjun september. Það rifnuðu upp tré með rótum hjá okkur og fleira í öllum látunum.

En það er fortíðin! Vefstjórinn hefur bruðið sér til Kanada þettað haustið og koma þessar fréttir þaðan, auðvitað heldur maður uppi þessari síðu bara þaðan, kannski ekki eins ítarlegar fréttir og sennilega verður eitthvað lítið um nýjar myndir þar til í desember fyrsta lagi.

En ein besta helgi ársins er að skella á! Stóðréttir á Melgerðismelum 13.okt, eru að koma til okkar vinir að hjálpa til við að sækja stóðið á fjall en er það ávallt hin mesta skemmtun. Hafþór Magni kemur sem og Magnús Ingi okkar gamli vinnumaður, og alla leið frá Danmörku er Lasse að koma en hann er annar gamall vinnumaður héðan. Alveg yndislegt að fá þá.

En það er alltaf gaman og spennandi að sjá hvernig tryppin koma af fjalli, hvernig þau hafa þroskast og stækkað þarna í paradísinni. Við erum með nokkur þrælefnileg og mjög vel ættuð unghross til sölu og kemur listi yfir þau hér á eftir og einhverjar myndir en sjón er sögu ríkari og ég hvet alla sem eru í hrossakaupahugleiðingum að skreppa fram á Melgerðismela 13.okt, laugardag kl.14 og sjá þau þar. Öll á sanngjörnu verði :)

Hross til sölu á stóðréttunum:

Fædd 2012
Jörp hryssa m. Gyðja frá Teigi f. Kiljan frá Árgerði

Mjög stór og vörpuleg hryssa, fer um á öllum gangi. Rakið efni í gott reiðhross eða jafnvel meira.


Brún hryssa m. Snerpa frá Árgerði f. Kiljan frá Árgerði
Gullfalleg hryssa, hreyfir sig mjög fallega og fer um á öllum gangi.



Rauðstjórnóttur hestur m. Svala frá Árgerði f. Gangster frá Árgerði
Eitt fallegasta folaldið í ár. Svanaháls og léttbyggður bolur. Hreyfir sig með háum hreyfingum og fer um á öllum gangi.




Bleikálóttur hestur m. Gná frá Árgerði f. Jarl frá Árgerði
Mjög framfallegur og stór foli. Einnig til albróðir hans ári eldri, dökkjarpur til sölu.


Jarpur hestur m. Nös frá Árgerði 1.v f. Gangster frá Árgerði
Gullfallegur hestur, móðirin hefur skilað frábærum hrossum, keppnis og kynbótahrossum.




Söluhrossin munu svo halda áfram að týnast inn fram að réttunum :)


25.08.2012 08:04

Sumarlok ...




Jæja þá er sumarið að líða undir lok, síðasta kynbótasýningin búin að síðastu mótin hér norðan heiða klárast þessa helgina, þ.e haustmót Léttis og svo Bæjarkeppni Funa. En það sem gerst hefur áhugavert í ágúst kemur hér allt í einni bunu frá okkur :)

Nanna Lind og Vísir frá Árgerði annars vegar sem eiga upphafsmyndina og fara mikinn á brokki og Stefán Birgir og Gletting frá Árgerði eru stjörnur mánaðarins frá okkar liði. Bæði tóku tvöfalda sæta sigra tvær helgar í röð og verður það tíundað hér á eftir.

Fyrst er það Fákaflug en það var um verslunarmannahelgina á Vindheimamelum. Biggi skellti sér þangað með félagana Gangster, Tristan og Blakk frá Árgerði. Ásdís fór í hestaferð í Bárðardalinn og skemmti sér vel sem endranær. Tristan endaði í 4. sæti í sterkum A-flokki þar með einkunnina 8.49, Gangster endaði í 5.sæti í einnig sterkum B-flokki með sömu einkunn og Blakkur gerði sér lítið fyrir og sigraði 150.m skeiðið með tímann 15.10 eftir gríðarsterka keppni við Elvar Einars. Eitthvað var lítið um myndatöku þessa keppnina.

Næst á dagskrá var svo Einarstaðamótið árlega og fórum við þangað keyrandi þetta árið en með fullt af hrossum en það er yfirleitt skemmtilegasta mótið til að prufa tryppaskarann í brautinni. Í B-flokk voru skráð Ásdís með Glóðar frá Árgerði og Brján frá Steinnesi, og Stefán Birgir með Gangsterinn frá Árgerði. Glóðar hlaut 8.23 eftir ágætis sýningu en var þó utan við úrslit en þetta árið þurfti 8.35 til að komast í topp 15. Brjánn var ekki alveg sáttur við þetta umstang allt og fór inn í sig og fékk eitthvað um 8 í einkunn.


Ásdís og Glóðar frá Árgerði


Brjánn skoðar áhorfendur.

Biggi og Gangster stóðu sig vel og hlutu flotta einkunn í forkeppni og enduðu svo í 3.sæti með 0.01 kommu mun á þeim sem varð nr.2 en einkunnin var 8.53.


Gangster og Biggi í sveiflu

Í A-flokki voru skráð tvö hross, hin 5.v Skerpla frá Brekku og Tristan frá Árgerði. Skerpla litla stóð sig ágætlega og hlaut 8.16 í einkunn en Tristan fipaðist á skeiðinu og þar fór það.


Skerpla frá Brekku


Tristan frá Árgerði

Í yngri flokkunum áttum við fulltrúa í Ungmenna- og Barnaflokki. Nanna Lind og Vísir stóðu sig vel eins og áður sagði, sigraði Ungmennaflokkinn glæsilega með mikilli riddarareið og uppskáru 8.57 í einkunn í úrslitunum.


Nanna og Vísir glæsileg

Í Barnaflokki var svo yngsti meðlimur liðsins, Sindri Snær 9 ára en hann fékk gæðinginn Tón frá Litla-Garði lánaðan hjá mömmu sinni. Þeir stóðu sig vel og komust í úrslit í 6-7 sæti og riðu sig svo glæsilega upp í 4. sæti í úrslitunum.


Flottir saman, Sindri og Tónn Tristansson

Töltið var sennilega það mest spennandi á mótinu en þar voru Biggi og Gletting í toppbaráttunni. Þau komu í 3-4 sæti inn í úrslit en voru svo að úrslitum loknum í 1-2 öðru sæti ásamt Baldvin Ara og Senjor frá Syðri-Ey með einkunnina 7.28, endaði það þannig að dómarar réttu upp spjöld með sætaröðun og urðu Biggi og Gletting ofar þar og sigruðu þar með töltið. Gletting er nú fylfull við Kappa frá Kommu þannig að þetta er hennar síðasta season í keppni.


Á hægu tölti


Í uppkeyrslu í hraðabreytingum


Og á yfirferð.

Skeiðið var svo á laugardagskvöldinu sem fyrr og enduðu Biggi og Blakkur þar þriðju með tímann 8.15 sek.

Og ekki má gleyma fulltrúanum okkar í öldunaflokki, Ármanni Magnússyni pabba, tengdapabba og afa okkar :) Hann stóð sig vel á Drottningu sinni frá Egilsstaðabæ og endaði í 4.sæti



Og nú 14. ágúst átti ein úr liðinu stórafmæli og varð fimmtug en það er hún Bogga óborganlega systir Herdísar húsfreyju fyrir þá sem ekki vita. Óskum við henni enn og aftur innilega til hamingju með afmælið :)



02.08.2012 12:12

Glimrandi Glymra

Náði í rekstrinum sem talað er um í síðustu frétt mynd af henni Glymru litlu frá Litla-Garði sem er 4.vetra efnisskvísa. Hún er undan Sónötu frá Litla-Hóli og gæðingnum Glym frá Árgerði.


Hún er sumsé sú rauðskjótta og er þessi mynd ekkert þúfna tilviljanakennd, Glymran einfaldlega lyftir svona vel :)

Ef þið smellið á myndina má skoða fleiri myndir frá þessari ferð okkar.

31.07.2012 21:55

Aðeins breytt úraf vananum :)



Það er alveg nauðsynlegt að brjóta aðeins upp hversdagsleikann annars slagið. Hafþór Magni, Heiður og Viktoría Röfn voru hérna í sumarfríi um daginn og hvað var þá sniðugara en að blanda saman bisness and pleasure og ríða niðrá Melgerðismela með öll hrossin og fara þar í smáútilegu :)

Fyrsta myndin er af rekstrinum niðrá Mela en þetta er alls ekki löng leið.



Svo var safnað spreki í lítinn varðeld og grillað frábært kjöt. Algjör paradís!



Yndislegt



Viktoría og afi í "feluleik" :)



Varðeldurinn í allri sinni dýrð



Viktoría og amma sætar saman


30.07.2012 20:02

Þvílíkt sumar :)

Þessi veðurblíða þetta sumarið er alveg hreint með ólíkindum. Spánarveður hér dag eftir dag... Hér sjást bændur um allar grundir með bændabrúnkur sem hafa aldrei áður litið dagsins ljós, hreinasatt!
Hins vegar hefur fulllítið borist hingað af vætu og eru tún og lækir farnir að bera þess merki, en á öllum plúsum má finna mínusa ! Útreiðar ganga yfirhöfuð vel og tamningarstöðin gengur sinn glimjandi gang. Aðeins hefur fækkað í úrvalshrossahópnum okkar en gæðingurinn og 1.v klárhryssan Evelyn frá Litla-Garði seldist nú á dögunum og er komin á suðræna grundu og óskum við nýjum eigendum þeirrar stólpahryssu innilega til hamingju.



Nanna Lind er hér á Evelyn Hryms- og Elvudóttur síðasta sumar.

Folöldin hafa týnst í rólegheitum í heiminn og kom það síðasta núna í síðustu viku. Ennþá vantar einhverjar myndir af þessum gripum en kynjahlutfallið hefur allavega verið okkur í hag hérna í Litla-Garði en fæðst hafa aðeins fjórir hestar á móti fjölda hryssna. Í Árgerði er hlutfallið hins vegar jafnara.

Folöldin undan Gangster okkar koma yfirhöfuð vel út, virkilega framfalleg og passlega gæf og forvitin. Ferðast um á öllum gangi með svifmiklum og háum hreyfingum. Það láðist nú að nefna það hér í fyrra en u.þ.b helmingur hryssnanna hjá Gangster voru 1.v hryssur.


Rauð hryssa kom undan gæðingnum Von frá Árgerði (A.e 8.39) og Gangster.


Góður frampartur þar en Von er með 8.0 fyrir þann part. Gangster bætir það greinilega upp. Þau eru svo bæði með 9.0 fyrir tölt og vilja/geðslag, lofar góðu. Þessi snotra snót hefur verið gefið nafnið Vaka frá Árgerði og eigendur eru Magni og Dísa


Undan 1.v Feykisdótturinni Nös frá Árgerði kom gullfallegur og standreistur jarpur hestur sem Biggi og Herdís eiga.


Lofandi ...


Hvað ert þú eiginlega að gera ?


Undan Gustsdótturinni Perlu frá Árgerði og Gangster kom falleg rauð hryssa sem Hafþór og Heiður eru stoltir eigendur að :)


Þessi flotti gaur er undan Snældu frá Árgerði (A.e 8.31) og Kiljan frá Steinnesi.


Þessi gaur er undan Týju frá Árgerði (A.e 8.37) og Gangster.


Fínleg, falleg bleikálótt undan Ófeigsdótturinni Melodíu frá Árgerði (A.e 8.04) og Gangster


Sá nýjasti, rauðstjörnóttur undan Svölu frá Árgerði Feykisdóttur og Gangster. Alvöru fallegur þessi ...


Hvað meinaru eiginlega, ég er ekkert með stór eyru!! :)


Ein enn að lokum af Vöku Vonar og Gangsters dóttur :)

Meira á næstu dögum !

23.07.2012 21:38

Sumarið er tíminn

Jæja kæru lesendur !!

Sumarið er nú formlega hálfnað og rignir á okkur sem aldrei fyrr, enda margra vikna uppsöfnuð rigning sem kemur nú öll í einu .. Pfff, ekki alveg það yndislegasta.


Nú verður farið í að smella inn myndum og fréttum af þeim folöldum sem fæðst hafa en þau hafa öll skilað sér í heiminn og þykir alveg standa uppúr hvað folöldin undan Gangster eru falleg. Hann fékk líka til sín flestar dívurnar í fyrrasumar og var það greinilega rétt val miðað við folöldin sem standa hér í dag.

En fylgist sperrt með því frá og með morgundeginum rignir inn myndum og fréttum af folöldum og hinu og þessu skemmtilegu :)

18.06.2012 11:53

Gangsterinn magnaði



Gæðingakeppni Funa var haldin síðasta laugardag. Þáttaka hefði alveg mátt vera betri en veðrið var frábært og gekk mótið nokkuð vel fyrir sig.

Við mættum auðvitað galvösk til leiks með flestallt frambærilegt í húsinu og ekki er hægt að segja annað en að gengið hafi vel.

Eins og opnunarmyndin gefur til kynna þá var Gangster stjarna mótsins a.m.k að okkar mati.
Var þetta hans fyrsta alvöru mót, þ.e með úrslitum. Það gekk alveg þrælvel og lofar hann mjög góðu á hringvellinum, stoltur og öruggur með sig og gengur beygjurnar af miklu öryggi á öllum gangtegundum enda geðslagið og viljinn algjört úrval í þessum hesti.


Hann hlaut 8.55 í forkeppninni sem var riðin með feti og stökki og var langefstur eftir forkeppnina.


Og bar einnig af í úrslitunum og sigraði B-flokkinn með 8.69 í einkunn
Fékk 9.0 fyrir brokk hjá tveimur dómurum.




Sjá má video frá forkeppninni HÉR

Í A-flokknum vorum við með þrjú hross.




Tristan frá Árgerði stóð efstur eftir forkeppni með 8.38 og sigraði einnig úrslitin með 8.57


                                                                                                 Mynd: Rósberg Óttarsson

Gletting frá Árgerði sem sigrað hefur B-flokkinn undanfarin tvö ár tók þátt í A-flokknum í fyrsta skipti og var önnur eftir forkeppnina með 8.32 í einkunn. Hún tók þó ekki þátt í úrslitunum. Myndin er frá kynbótasýningunni á Melgerðismelum í vor.


Kiljan frá Árgerði var þriðji eftir forkeppnina með 8.30 en endaði annar í úrslitunum með 8.38





Nanna Lind og Sindri Snær tóku einnig þátt og gekk það flott hjá þeim. Nanna Lind var eini keppandinn í ungmennaflokknum og keppti þá með B-flokknum. Hennar hestur var Vísir frá Árgerði en þau eru margreynd saman á keppnisvellinum.


Þau hlutu 8.39 í forkeppninni


Og 8.42 í úrslitunum


Og síðast en alls ekki síst hinn 9 ára gamli Sindri Snær keppti í fyrsta sinn í Barnaflokki og stóð sig vel, endaði í þriðja sæti en hans reiðskjóti var Tónn frá Litla-Garði





En þetta var skemmtilegur dagur :) HÉR má sjá fleiri myndir af okkar fólki á mótinu en fleiri myndir kom inn fljótlega.

Gangster fer svo í hólf strax eftir Landsmót hér í Litla-Garði og er enn nokkur laus pláss.
Verðið er 90.000 kr með öllu, hafið samband við Bigga til að panta í síma 8961249

14.06.2012 22:46

Sumarsæla


Gangster í sinni fyrstu B-flokkskeppni

Þá er fjörið hafið fyrir alvöru.. Það sem hæst hefur staðið hjá okkur undanfarið er nú Héraðssýningin á Dalvík þar sem við sýndum sjö hryssur og svo Landsmótsúrtakan hér á Akureyri.

Byrjum á Kynbótasýningunni:

Perla frá Syðra-Brekkukoti 7.v er klárhryssa undan Stæl frá Bakkakoti og Kolfinnu frá Akureyri. Hún hefur verið í þjálfun hjá Ásdísi nú seinnipartinn í vetur í annað sinn en hún var einnig hjá okkur í fyrravetur og var þá sýnd. Hún hækkaði fyrir byggingu úr 7.72 í 7.98 og einnig fyrir hæfileika. Eigandi er María Jensen og óskum við henni til hamingju með 1.v hryssuna sína

Kynbótasýning á Dalvík

Dagsetning móts: 04.06.2012 - 08.06.2012 - Mótsnúmer: 10
FIZO 2010 - 40% / 60%

IS-2005.2.65-258 Perla frá Syðra-Brekkukoti

Sýnandi: Ásdís Helga Sigursteinsdóttir

Mál (cm):

138   136   62   143   27.5   18  

Hófa mál:

V.fr. 8,2   V.a. 8,7  

Aðaleinkunn: 8,04

 

Sköpulag: 7,98

Kostir: 8,08


Höfuð: 8,0
   4) Bein neflína  

Háls/herðar/bógar: 8,5
   1) Reistur   5) Mjúkur   6) Skásettir bógar  

Bak og lend: 8,0
   6) Jöfn lend  

Samræmi: 7,5

Fótagerð: 7,5
   G) Lítil sinaskil  

Réttleiki: 8,0

Hófar: 8,0

Prúðleiki: 8,5

Tölt: 9,0
   1) Rúmt   2) Taktgott   3) Há fótlyfta  

Brokk: 9,0
   2) Taktgott   3) Öruggt   4) Skrefmikið   5) Há fótlyfta  

Skeið: 5,0

Stökk: 8,0
   4) Hátt  

Vilji og geðslag: 9,0
   2) Ásækni   4) Þjálni   5) Vakandi  

Fegurð í reið: 8,5
   4) Mikill fótaburður  

Fet: 7,5
   1) Taktgott   D) Flýtir sér  

Hægt tölt: 8,0

Hægt stökk: 8,0





Evelyn frá Litla-Garði 7.v var sýnd einnig og hækkaði hún bæði og lækkaði fyrir byggingu, en fór samt sem áður úr 8.28 í 8.35. Hún hins vegar hélt tölunum að mestu leyti óbreyttum fyrir hæfileika og á enn heilmikið inni.

Kynbótasýning á Dalvík

Dagsetning móts: 04.06.2012 - 08.06.2012 - Mótsnúmer: 10
FIZO 2010 - 40% / 60%

IS-2005.2.65-650 Evelyn frá Litla-Garði

Sýnandi: Ásdís Helga Sigursteinsdóttir

Mál (cm):

142   140   64   144   27   18  

Hófa mál:

V.fr. 8,8   V.a. 8,5  

Aðaleinkunn: 8,03

 

Sköpulag: 8,35

Kostir: 7,82


Höfuð: 8,5
   1) Frítt   5) Myndarlegt   8) Vel opin augu  

Háls/herðar/bógar: 8,5
   2) Langur   3) Grannur  

Bak og lend: 8,0
   2) Breitt bak   L) Svagt bak  

Samræmi: 8,5
   3) Langvaxið   4) Fótahátt  

Fótagerð: 8,0

Réttleiki: 8,0

Hófar: 8,5
   4) Þykkir hælar  

Prúðleiki: 8,5

Tölt: 8,5
   2) Taktgott   3) Há fótlyfta  

Brokk: 8,5
   4) Skrefmikið   5) Há fótlyfta  

Skeið: 5,0

Stökk: 8,5
   4) Hátt  

Vilji og geðslag: 8,5
   3) Reiðvilji   5) Vakandi  

Fegurð í reið: 8,5
   2) Mikil reising   4) Mikill fótaburður  

Fet: 7,0
   C) Framtakslítið  

Hægt tölt: 8,0

Hægt stökk: 7,5





Syrpa frá Hnjúkahlíð er 6.v Gígjarsdóttir undan Spurningu frá Hólabaki í eigu Hjartar í Hnjúkahlíð. Hún kom c.a sex vikum fyrir kynbótasýningu og á heilmikið inni í hæfileikum. Verulega skemmtileg og góð hryssa.

Kynbótasýning á Dalvík

Dagsetning móts: 04.06.2012 - 08.06.2012 - Mótsnúmer: 10
FIZO 2010 - 40% / 60%

IS-2006.2.56-434 Syrpa frá Hnjúkahlíð

Sýnandi: Ásdís Helga Sigursteinsdóttir

Mál (cm):

139   135   65   137   28   17.5  

Hófa mál:

V.fr. 8,7   V.a. 8,7  

Aðaleinkunn: 7,84

 

Sköpulag: 7,72

Kostir: 7,91


Höfuð: 7,5
   4) Bein neflína   J) Gróf eyru  

Háls/herðar/bógar: 8,0
   1) Reistur   7) Háar herðar  

Bak og lend: 7,5
   2) Breitt bak   7) Öflug lend   D) Framhallandi bak  

Samræmi: 7,5

Fótagerð: 8,5
   4) Öflugar sinar   6) Þurrir fætur  

Réttleiki: 8,0
   Framfætur: B) Innskeifir  

Hófar: 7,0
   A) Flatbotna  

Prúðleiki: 7,0

Tölt: 8,5
   2) Taktgott   3) Há fótlyfta  

Brokk: 8,0
   5) Há fótlyfta  

Skeið: 5,5

Stökk: 8,5
   4) Hátt  

Vilji og geðslag: 9,0
   2) Ásækni   5) Vakandi  

Fegurð í reið: 8,5
   2) Mikil reising   4) Mikill fótaburður  

Fet: 7,0
   B) Skrefstutt  

Hægt tölt: 9,0

Hægt stökk: 8,0





Fréttin verður gríðarlöng ef allar hryssurnar verða tíundaðar svona en þær sem við fórum einnig með voru:

Negla frá Hellulandi 9.v, Nagladóttir í eigu Kristins á Hellulandi: Klárhryssa með 7.83 fyrir byggingu og 7.53 fyrir hæfileika, 8.0 á línuna nema 8.5 fyrir fet. 7.65 í aðaleinkunn, sýnandi var Biggi

Sigurdís frá Árgerði 6.v, Hágangsdóttir og undan Silfurtá frá Árgerði í eigu Magna í Árgerði. Hún hlaut í bygginu 8.03 og fyrir hæfileika 7.58 sýndandi var Ásdís

Skerpla frá Brekku Fljótsdal 5.v er undan Grásteini frá Brekku og Hörpu frá Lækjarmóti og í eigu Magnúsar í Steinnesi. Hún hlaut 7.72 fyrir byggingu og 7.76 fyrir hæfileika, sýnandi var Ásdís


Næst á dagskrá var svo úrtakan fyrir Landsmót 2012 og lenti þetta auðvitað ofan í hvort öðru, yfirlitssýningin var á föstudegi og úrtakan svo á laugardegi en það gekk svosem allt saman upp.

Við fórum með nokkur hross í úrtökuna, Gangster og Biggi voru fyrstir í braut af öllum hrossum á mótinu. Hann var í sinni fyrstu B-flokkskeppni og hlaut 8.32 í einkunn og farmiða á Landsmót.

Perla frá Syðra-Brekkukoti og Ásdís voru þarna í annað sinn á hringvelli en hún fór einnig í úrtökuna 2011. Hún stóð sig gríðarvel og hlaut 8.41 í einkunn í forkeppninni og stóð efst af öllum hrossum þar og með öruggan miða á Landsmót. Þetta var einnig gæðingarkeppni Léttis og úrslitin á laugardeginum og stóð hún efst þar einnig með 8.63 í einkunn og sást einkunnin 9.0 á lofti oftar en einu sinni.

A-flokkurinn var næstur og vorum við skráð þar með þrjá hesta. Fyrstur var Tristan frá Árgerði og Biggi og gekk sýningin vel að mestu leyti nema að hann fipaðist eitthvað á skeiðinu og fór upp, en hann er samt sem áður annar varahestur inn á LM fyrir Funa.
Hvinur frá Litla-Garði og Ásdís náðu 8.29 og annað varasæti inn á LM fyrir Létti.
Kiljan frá Árgerði og Ásdís slógu svo botninn í þetta og fengu 8.13 í einkunn fyrir hálfbrokklausa sýningu. Kappið var heldur mikið en hann er fyrsti varahestur á LM fyrir Funa.


Perla og Ásdís



Ásdís og Kiljan


Biggi og Tristan



Ásdís og Hvinur

Því miður eigum við ekki mynd af Nönnu og Evelyn en úr því verður bætt um helgina en þá verður gæðingakeppni Funa keyrð í gegn og erum við skráð þar með þónokkur hross.

25.05.2012 20:37

Tristan frá Árgerði 2012

Tristan frá Árgerði verður til afnota í Húnavatnssýslunni þetta sumarið. Frábært tækifæri til að nota jafnvígan og geðgóðan stóðhest sem hefur sannað sig sem frábær reiðhesta og gæðingafaðir.

Hann verður í hólfi að Höllustöðum og má sjá allar upplýsingar um hvar skal panta o.s.frv HÉR




24.05.2012 19:20

Folöldin farin að tínast í heiminn :)))

Jæja kæru lesendur

Fjörið er aldeilis hafið, sumarið klárlega komið og allt að verða fallegt og grænt :) hægt er að líta ungviðin hvert sem litið er, lömb og folöld á hverri þúfu. Besti tími ársins sannarlega !

Fyrsta kynbótasýning ársins hjá okkur var í síðustu viku á Melgerðismelum og gekk það vel. Tókst að sækja flestallar þær tölur sem sóst var eftir og þá er varla hægt að biðja um mikið meira. Við sýndum tvær hryssur í fullnaðardóm og það voru:

IS-2006.2.56-461 Prýði frá Hæli

Sýnandi: Ásdís Helga Sigursteinsdóttir

Mál (cm):

136   133   63   140   27   17  

Hófa mál:

V.fr. 8,2   V.a. 8,0  

Aðaleinkunn: 7,89

 

Sköpulag: 8,05

Kostir: 7,78


Höfuð: 8,0
   2) Skarpt/þurrt   3) Svipgott   K) Slök eyrnastaða  

Háls/herðar/bógar: 8,5
   1) Reistur   6) Skásettir bógar  

Bak og lend: 8,0
   2) Breitt bak  

Samræmi: 7,5
   1) Hlutfallarétt   F) Brjóstdjúpt  

Fótagerð: 8,0

Réttleiki: 8,0
   Afturfætur: 1) Réttir  
   Framfætur: A) Útskeifir  

Hófar: 8,0

Prúðleiki: 8,5

Tölt: 8,5
   1) Rúmt   3) Há fótlyfta  

Brokk: 8,5
   4) Skrefmikið   5) Há fótlyfta  

Skeið: 5,0

Stökk: 8,5
   3) Svifmikið  

Vilji og geðslag: 8,0

Fegurð í reið: 8,5
   4) Mikill fótaburður  

Fet: 7,5
   D) Flýtir sér  

Hægt tölt: 8,0

Hægt stökk: 8,0


Litla sæta Prýði sem Hulda Lilý festi kaup á í vetur fór í sinn annan dóm og hækkaði bæði fyrir hæfileika og byggingu. Falleg og skemmtileg klárhryssa sem á ennþá helling inni.

IS-2004.2.65-664 Gletting frá Árgerði

Sýnandi: Stefán Birgir Stefánsson

Mál (cm):

144   140   64   142   28.5   17.5  

Hófa mál:

V.fr. 9,0   V.a. 8,0  

Aðaleinkunn: 8,16

 

Sköpulag: 7,94

Kostir: 8,31


Höfuð: 7,5
   3) Svipgott   G) Merarskál  

Háls/herðar/bógar: 8,5
   3) Grannur   4) Hátt settur  

Bak og lend: 7,5
   D) Framhallandi bak  

Samræmi: 8,5
   4) Fótahátt  

Fótagerð: 7,0
   E) Hörð afturfótst.   H) Grannar sinar  

Réttleiki: 7,5
   Afturfætur: E) Brotin tálína  
   Framfætur: 1) Réttir   C) Nágengir  

Hófar: 8,0
   4) Þykkir hælar   H) Þröngir  

Prúðleiki: 7,5

Tölt: 9,0
   1) Rúmt   2) Taktgott   3) Há fótlyfta  

Brokk: 8,5
   2) Taktgott   6) Svifmikið  

Skeið: 7,0

Stökk: 8,0
   4) Hátt  

Vilji og geðslag: 9,0
   2) Ásækni   4) Þjálni  

Fegurð í reið: 8,5
   2) Mikil reising   4) Mikill fótaburður  

Fet: 7,0
   B) Skrefstutt  

Hægt tölt: 8,5

Hægt stökk: 8,0

Og gæðingurinn Gletting frá Árgerði hefur ekki ennþá sagt sitt síðasta og bætir sig sífellt. Gríðarflott hryssa.

Talandi um Huldu Lilý. Hún hefur lokið sínu verknámi frá Hólaskóla hjá okkur, tók þjálfunarhestaprófið um daginn og stóðst það með ágætum. Þökkum við henni samstarfið í vetur :) ritara láðist að hafa myndavélina með í prófið og á skilið spark í rassinn fyrir það. Einnig var eitthvað lítið um myndavélar á lofti á kynbótasýningunni þannig að þessi frétt verður heldur myndasnauð framan af. Ef einhver sjálfboðaliði vill taka að sér starf myndavélatakara þá er staðan laus gegn ýmsum fríðindum :) hehe

En folöldin streyma í heiminn hvert öðru fallegra. Alltaf svo gaman af því. Biggi hefur hlutföllin sko alveg á sínu bandi þetta vorið en aðeins fyrsta folaldið var hestur og svo hafa komið fjórar hryssur í röð. Hins vegar komu fyrstu tvö folöldin í Árgerði síðustu nótt og var það bæði hestar.

Gyðja frá Teigi kom með jarpa hryssu undan Kiljan frá Árgerði


Ath myndgæði þessara mynda er léleg vegna þess að þær eru teknar á farsíma. Betri myndir koma síðar :)

Silfurtá frá Árgerði kom svo með brúna hryssu undan Abraham frá Lundum



Snerpa frá Árgerði kom svo með brúna hryssu undan Kiljan frá Árgerði



Svo eru það nýju gaurarnir í Árgerði;
Gná frá Árgerði kom með fallegan bleikálóttan hest undan Jarli frá Árgerði



Og svo kom hestagullið Snælda frá Árgerði með GULLfallegan hest undan Kiljan frá Steinnesi.





13.05.2012 22:51

Söluhross

Endilega kíkið inn á sölusíðuna og sjáið þar t.d Aríu frá Árgerði, Elísu frá Litla-Garði og Kolbrá frá Litla-Garði.

SÖLUSÍÐAN


09.05.2012 20:51

Vor í lofti :)



Loksins komið vor :) Lömbin streyma í heiminn vel væn og flott, grösin farin að grænka og hrossin alltaf að verða sprækari og sprækari.

Byrjum á að segja frá því að snáðinn á heimilinu fékk Tón, frúarhestinn lánaðan og skellti sér á Æskan og Hesturinn með öðrum ungum knöpum úr hestamannafélaginu Funa. Voru þau Indiánar og Kúrekar og þótti atriðið sérlega skemmtilegt.



Það eru komin tvö folöld en það var hún Sónata sem var fyrst og faðirinn þar Gangster frá Árgerði. Þar kom rauðjarpur sætur hestur.



Næst var hún Kveikja og kom hún er með draumafolaldið, bleikálótta hryssu undan Blæ frá Torfunesi :)





Glæsileg gullfalleg og verulega hæfileikarík hryssa, er á þessum myndum innan við sólarhringsgömul en ótrúlega rúm og hágeng á gangi.

Erum að bæta inn þremur fallegum og efnilegum unghryssum til sölu. Kíkið á:

Glæsileg unghryssa fædd 2010 undan 1.verðlauna hryssunni Kveikju frá Árgerði og heiðursverðlaunahestinum Gára frá Auðsholtshjáleigu. BLUP: 120

Aría frá Árgerði



Önnur gullfalleg unghryssa undan Svölu frá Árgerði og Kiljan frá Árgerði, Elísa frá Árgerði:


Og að lokum Kolbrá frá Litla-Garði undan Andvara frá Akureyri og Sunnu frá Árgerði fædd 2009



Frekari upplýsingar og myndir koma inn í Hestar til Sölu - Hryssur í kvöld :)

21.04.2012 09:34

Gleðilegt sumar :)



Gleðilegt sumar kæru lesendur og þakkir fyrir veturinn :)

Vorið er sannarlega farið að sýna sig svona inn á milli og nýgræðingurinn farinn að ilma. Von er á fyrsta folaldinu hjá okkur u.þ.b í lok mánaðar og er hagaljóminn Sónata frá Litla-Hóli komin á túnblettinn við bæinn. Myndin að ofan er auðvitað af yngsta meðlimi Litla-Garðsliðsins Sindra Snæ og er hann að spjalla við Snekkju frá Árgerði Snældudóttur og undan Tind frá Varmalæk, hún er nú á þriðja vetur.
Flettingar í dag: 4401
Gestir í dag: 699
Flettingar í gær: 876
Gestir í gær: 106
Samtals flettingar: 1325585
Samtals gestir: 83444
Tölur uppfærðar: 21.12.2024 16:04:57