24.01.2010 21:02
Janúar fréttir
Góðan daginn.
Síðastliðna daga hafa tamningar gengið sinn vanagang. Í síðustu viku var lögð lokahönd á breytingu á stíum. Þar sem kálfarnir voru eru nú komnar 4 rúmgóðar einhesta safnstíur. Með þessari viðbót eru stíurnar orðnar alls 30.
fyrir.
eftir.
Tannálfurinn Gunnar Örn kom hér og raspaði fyrir okkur alla graðhestana ásamt nokkrum öðrum þjálfunarhrossum.
Hér sést Gunnar vera fínpússa tennurnar í Tristan frá Árgerði
Einnig fékk Kiljan frá Árgerði góða meðferð.
Loksins, loksins er hringgerði komið upp í Litla-Garði, er það 11m í þvermál og 1.80m á hæð.
Hringerðið.
Hringgerðið og Litli-Garður í baksýn.
Kveðjur úr Litla-Garði & Árgerði
Sámur
16.01.2010 23:00
Fyrsta mót ársins
Góðan daginn kæru lesendur.
Mér datt í hug að skella inn smá fréttaskoti afþví sem hefur verið í gangi hér síðastliðnu daga. Tamningarnar hafa gengið sinn vanagang og meira en nóg að gera. Það hefur gengið brösulega við að finna tamningarmann hér enn endilega hafið samband ef þið hafið hugmynd um einhvern færan við þjálfun.
Þó að verkefnin séu mörg og vanti tamningamann er nú alltaf hægt að redda sér. Fjölskyldumeðlimir fara skella sér í húsin til að hjálpa til, er ekki sagt að margar hendur vinni létt verk ?Herdís er byrjuð að þjálfa og Nanna reynir að vera eins mikið með og tíminn segir. Sindri litli er í fullri vinnu þar eins og hann vill orða það :)
Fyrsta mót ársins var í gær (15.01.10). Léttir og Lífland héldu nýárstölt í reiðhöllinni inná Akureyri. Biggi tók þátt þar á geldingnum Dyn frá Árgerði og fékk einkunnina 5.8. Voru þeir bísna sáttir með það svona miðað við aðeins 4 reiðtúra undirbúning.
Endum þetta á mynd af Bigga á Dyn frá Árgerði á Nýárstöltinu.
Kveðjur úr Litla-Garði & Árgerði
02.01.2010 23:13
Jólafríið komið á enda !
Já góðan og blessaðan daginn eða kannski væri bara gáfulegra að byrja á því að segja Gleðileg jól og farsælt komandi ár?
Já það má heldur betur segja að heimasíðan hafi skroppið í ansi langt jólafrí, enn í tilefni þess þar sem jólin eru nú á enda er kannski komin tími til að sparka í rassinn á sumum og koma inn með síðuna á fullu á nýju ári.
Margt hefur drifið á daga Litla-Garðs og Árgerðis fjölskyldunnar síðustu mánuði. Haustmánuðirnir tóku enda ásamt hausverkunum enn við tóku enþá fleiri og skemmtilegri verkefni. Tamningarnar hófust í Litla-Garði og kom nýr tamningamaður til aðstoðar á bæinn að nafni Lasse, hann kemur frá Danmörku enn mun verða hér út apríl.
Meira enn nóg af hrossum eru komin inn og meirihlutinn eða næstum allt mjög svo álitlegt, stefnir þetta í mjög áhugaverðan vetur þar sem mikið af nýjum hrossum eru að koma inn frá okkur og margt skemmtilegt í tamningu frá öðrum. Myndir og fréttir af þeim munu birtast hér á næstu dögum.
Veturkonungur hefur svo sannarlega sýnt sig hér á Norðurlandinu síðustu vikur og farið allt að niður í -17° frost. Sjaldan hefur sést jafn mikill snjór hér enn gaman er að ríða út í þessu veðri.
Milli jóla og nýárs fóru Biggi og Nanna upp í fjall á snjósleða að sækja hrossin sem voru þar enn, því miður gleymdist myndavélin í þeirri ferð enn mikið rosalega hefði verið gaman að hafa hana með.
Enn þá að jólunum og allir gleðinni í kringum þá hátíð.
Sindri Snær með Stúfi úr Dimmuborgum.
Fyrir jól skellti fjölskyldan sér í Jarðböðin á Mývatni með jólasveinunum í Dimmuborgum, var það mikil upplifun fyrir litla menn sem mun ábyggilega standa lengi með honum.
Já, Sindri hélt sér sko fast í mömmu.
Aðfangadagur var stórkostlegur eins og alltaf. Hamborgarahryggurinn klikkar seint og mætti halda að allir hafi gleymt kreppunni þegar snérist að pökkunum.
Allir sestir við borð á aðfangadagskvöld.(vantar 1)
Áramót 2009
Nýárskveðjur úr Litla-Garði & Árgerði
17.10.2009 16:06
Síðastliðnu dagar
Góðan daginn.
Það er nú heldur betur kominn tími á nýjar fréttir og biðst ég afsökunar á hversu lítið hefur verið um að vera hér á síðunni síðustu daga, enn það skal sko lagast.
Hauststörfin eru enn öll í fullum gangi, verið er að laga hitt og þetta og gera allt sem gera þarf fyrir veturinn þar sem alltaf er gott að vera viðbúinn öllu.
Sindri litli sveitamaður skemmti sér konunglega.
5.september komu yndisfríðu rollurnar niður af fjalli, mörgum til mikins gamans enn þó ekki öllum. Var réttað sama dag og býst ég við að við höfum nú fengið allt okkar þar sem mér sýnist vera nóg af þessu hér. Slátrun er að verða búin eða svo er mér sagt og fer því allt að verða venjulegt hér á ný.
SJÁ MYNDIR FRÁ RÉTTUM HÉR
Þetta var algjörlega hans deild.
Möl og nýtt grindverk komið í hlaðið
Magnús er nú farinn suður enn rétt áður en hann fór skellti hann upp þessu fína grindverki í Litla-Garði sem setur mikinn svip á bæinn. Einnig er verið að setja nýja og fína möl í hlaðið og má segja að þetta sé að verða ágætlega fínt núna.
Hafþór Magni er búinn að vera hér fyrir norðan að hjálpa með haustverkin, munar um hverja einustu hjálp og enda er þetta allt að smella. Þó er hann búinn að vera mikið í gæsaveiði og hefur gengið ljómandi vel þar.
sáttur með sig einn morguninn
3.október voru stóðréttir á Melgerðismelum. Gekk illa að smala vegna mikillar snjókomu enn þó fengum við allt okkar stóð. Búið er að flokka þau hross, taka folaldsmerarnar heim og senda önnur hross aftur frammá dal. Búið er að sameina graddana og eru þeir komnir saman í hólf, aðeins 10 graddar.
SJÁ FLEIRI MYNDIR FRÁ STÓÐRÉTTUM HÉR
Annars er við mjög svo jákvæð fyrir vetrinum, strax byrjað að panta í tamningu og einnig eru mörg spennandi hross að koma á tamninaraldur og gaman verður að sjá hvernig þau þróast.
Minni ég á að það voru að koma 3 ný hross inná söluskrá og endilega skoðið það.
Kveðjur úr Eyjafirðinum.
Bændurnir í Litla-Garði & Árgerði hressir í stóðréttum.
05.09.2009 15:13
Haustið komið og verkefnin bíða
Já það er sko heldur betur farið að kólna í veðri og haustið svo sannarlega farið að segja til sín.
Síðustu helgi var Bæjakeppni Funa og skelltu feðginin sér á það mót til gamans.
Biggi vann karlaflokkinn á Tristan frá Árgerði og Nanna Lind vann unglingaflokkinn á Vísi frá Árgerði.
Eftir keppnina var svo mikið og gott hlaðborð og verðlaunaafhending.
Nú er verið að vinna í ýmsum haustverkum hér.
Sindri Snær er byrjaður í skóla og líkar bara ágætlega fyrir utan það að þurfa vakna svona rosalega snemma, það er alveg glatað segir hann ;)
Sindri tannlaus og fínn á leið í skólann.
Nýtt eldhús er komið upp í Litla-Garði. Hverju einasta snitti var hent út og sett nýtt og glæsilegt í staðinn. Magnús vinnumaður sá um alla vinnuna og má segja að það hafi komið bísna vel út hjá honum.
FYRIR
EFTIR
Göngur eru núna og helgina og verður ábyggilega margt í kringum þessar blessaðar rolluskjátur næstu daga.
Einnig er verið að bæta við stíum í hesthúsinu. Þar sem kálfarnir voru koma nú 4 mjög rúmgóðar einhesta safnstíur.
Verið er að reyna gera síðustu tilraunir við að halda hryssum sem ekki hafa fengið og gengur það misvel.
Tíbrá frá Ási 1 kom heim frá stóðhesti í lok júlí. Hafði hesturinn ráðist á hana og því er ómögulegt að halda henni núna. Alltaf leiðinlegt þegar svona góðar hryssur missa úr ári eða árum.
Hér eru tveir myndir af sárunum hennar. Skelfilegt að sjá svona.
24.08.2009 12:23
Opið stórmót á Melgerðismelum
Það má nú segja að okkur hafi gengið vel á mótinu, enn þetta fór svona:
Biggi fór með Klófífu frá Gillastöðum í sína fyrstu töltkeppni og fór hún í 6.63 í forkeppni sem gaf henni 6.sæti.
Einnig fór hann með hana í B-flokk og þar fékk hún 8.26 og endaði þar í 11.sæti.
Magnús vinnumaður fór með Senjor frá Árgerði í B-flokk. Var það hans fyrsta keppni og gekk bara eins og bísna vel.
Í A-flokk mætti Biggi með graðhestana 2.
Tristan frá Árgerði fékk 8.42 í forkeppni og var því annar inní úrslit.
Biggi fékk svo Elvar á Skörðugili til að ríða á Kiljan í úrslitunum, gekk það mjög vel og hækkuðu þeir sig upp um 1 sæti.
Tristan og Biggi héldu sínu sæti og komu út með einkunnina 8.49.
Ásdís Helga og Von frá Árgerði sigruðu svo A-flokkinn með glæsibrag og má segja að þetta ár hafi verið algjörlega "árið þeirra"
Blakkur gamli klikkar seint og sóttu þeir sér 80þús kall í veskið um helgina þar sem þeir unnu 100m og 250m skeiðið. Magni gamli í Árgerði var svo stoltur af sínum hrossum að hann vissi varla í hvorn fótinn hann átti að stíga ;)
Nanna Lind fór með Vísi frá Árgerði í unglingaflokkinn. Urðu þau 4. inn í úrslit með einkunnina 8.28 enn náðu að hækka sig upp um 1 sæti í úrslitunum og enduðu þar með einkunnina 8.40.
Þetta mót er svo sannarlega komið til að vera og hlökkum við til að sjá ykkur hress að ári liðnu.
Kveðjur úr Litla-Garði & Árgerði
24.08.2009 10:34
Ótitlað
Biggi fór með þrjár hryssur á Síðsumarsýninguna á Akureyri í síðustu viku. Veðrið var ekki með besta móti og völlurinn frekar þungur eftir allar þessar rigningar. Gekk það allt eins og búast mátti við og fóru þær í ágætisdóm.
5v hryssan Elding frá Litla-Garði undan Svip frá Uppsölum og Elvu fór Árgerði var sýnd nú í fyrsta sinn og kom það ágætlega út.
Sköpulag
| Kostir
|
Aðaleinkunn | 7.7 |
Hér er dómurinn af henni.
Einnig fór Biggi með 5v hryssuna Glettingu frá Árgerði í fyrsta sinn í dóm. Hún er undan Tristan frá Árgerði og Glæðu frá Árgerði. Rosalega efnileg hryssa sem gaman verður að vinna með í vetur.
Sköpulag
| Kostir
|
Aðaleinkunn | 7.81 |
Og að lokum sýndi hann klárhryssuna Klófífu frá Gillastöðum, sem var einnig að fara í sinn fyrsta dóm. Klófífa er undan Hreim frá Reykjavík og Þóru frá Gillastöðum.
Sköpulag
| Kostir
|
Aðaleinkunn | 7.92 |
Já svona fór þetta og eigendurnir voru sáttir með sínar hryssur sem er mjög gott.
Svo fer ég að skella inn fréttum frá Stórmótinu sem var á Melgerðismelum um helgina.
Kveðjur úr Litla-Garði og Árgerði
+15.08.2009 20:22
Smá fréttaskot
Síðastliðna daga höfum við verið að stunda tamningar. Einnig hefur þónokkuð mikill tími farið í að rífa niður gamla eldhúsið og skella inn nýju og flottu. Heimilistækin komin og allt að smella.
Í dag var vinnudagur niðrá Melgerðismelum. Sveitungar söfnuðust saman og hjálpuðust til við að gera þetta svæði tilbúið fyrir Stórmótið sem verður næstu helgi. Búið er að snyrta allt og klippa, valta völlinn og margt margt fleira. Gaman að sjá hvað miklar breytingar geta orðið þegar margar hendur vinna létt verk :)
Ég minni á að skrá á Stórmótið fyrir þriðjudaginn enn allt um það má sjá í fréttinni hér fyrir neðan.
Við erum búin að vera nokkuð dugleg að reka niðrá Mela núna og gaman er að sjá hvað hrossin lyftast öll upp við það og alltaf er jafn gaman að ríða út á mjúkum melnum :)
Annars er verið að þjálfa fyrir kynbótasýningu núna og stefnir Biggi með 3 hryssur í dóm
Sjáumst hress á Stórmóti á Melgerðismelum að viku liðni :)
litlu fyrirsæturnar á bænum
15.08.2009 12:46
Opið stórmót á Melgerðismelum 21.-23 ágúst
Opið stórmót hestamanna verður haldið á
Melgerðismelum 21.-23. ágúst. Keppt verður í A- og B-flokki, barna-
unglinga- og ungmennaflokki og verður forkeppnin með þrjá inni á
vellinum í einu. Einnig verður töltkeppni og kappreiðar með keppni í
100 m flugskeiði, 150 og 250 m skeiði, 300 m brokki og 300 m stökki.
Vegleg peningaverðlaun verða í boði í kappreiðum og tölti, en 1. verðlaun verða 40 þús. 2. verðlaun 20 þús. og 3. verðlaun 10 þús. kr. í þeim greinum nema brokki og stökki, en þar verða 1. verðlaun 10 þús. og 2. og 3. verðlaun 5 þús. kr. Skráning sendist í seinasta lagi þriðjudaginn 18. ágúst til Stefáns Birgis í netfang [email protected], eða síma 896 1249.
Skráningargjald kr. 2.500- fyrsta skráning og aðrar skráningar kr. 1.000- greiðist inn á bankar. 0162-26-3682, kt. 470792-2219.
Mótið verður jafnframt gæðingakeppni Hestamannafélagsins Léttis.
12.08.2009 21:19
Stórmót Þjálfa 2009
Síðustu helgi keyrðum við með fulla kerru austur á Einarsstaði á Stórmót Þjálfa. Mótið stóð undir sínu eins og alltaf, mörg góð hross og mikil skráning.
Okkar "liði" eins og má kalla það, gekk yfir allt bara bísna vel enn öll úrslit frá mótinu má sjá hér.
Klófífa frá Gillastöðum fékk 8.23 í forkeppni og var því í 12.sæti enn hækkaði sig um 1 sæti í B-úrslitunum.
Klófífa og Biggi
Nanna Lind fór með Tristanassonin Tón frá Litla-Garði í unglingaflokk og endaði í 5.sæti í úrslitum.
Nanna Lind og Tónn frá Litla-Garði
Biggi fékk Dimmbrá frá Egilsstaðabæ að láni hjá Ármanni í töltið og endaði 6. í A-úrslitum.
Dimmbrá frá Egilsstaðabæ og Stefán Birgir
Einnig fór Biggi með Dyn frá Árgerði í töltið enn þurfti að draga hann útúr B-úrslitum.
Dynur frá Árgerði og Biggi
Í A-flokk mætti Biggi með 3 hross.
Dynur frá Árgerði reif undan sér svo ekki varð meira úr þeirri sýningu.
Kiljan frá Árgerði fékk 8.37 í forkeppni og var 5. inn í A-úrslit og hélt svo sínu sæti í úrslitum.
Kiljan frá Árgerði og Biggi í úrslitum í A-flokk.
Einnig kom Biggi, Tristan frá Árgerði inn í A-úrslit með einkunnina 8.35 og fékk hann Magnús Braga til að ríða honum í úrslitum og gekk það ljómandi vel og komu þeir út í 3.sæti með einkunnina 8.39.
Maggi Magg og og Tristan á fljúgandi siglingu
Blakkur og Biggi voru svo í 2.sæti í 100m skeiði á tímanum 8.15.
Gaman er einnig að segja frá því að þær stöllur Ásdís Helga og Von frá Árgerði stóðu sig frábærlega og unnu bæði A-flokk og tölt með þvílíkum stæl.
FLEIRI MYNDIR FRÁ MÓTINU MÁ SJÁ HÉR !
Í Árgerði gengur allt sinn vanagang og er verið að klára seinni slátt þar.
Einnig minni ég á að það var að koma inn nýr söluhestur.
Enn frekar upplýsingar um hann má sjá hér.
Kveðjur úr Litla-Garði & Árgerði :)
27.07.2009 20:40
Fákaflug 2009
Litla-Garðs fjölskyldan var að koma heim af Fákaflugi. Rosalega góð skráning og býsna sterkt mót. Útgerðin var prófuð í fyrsta sinn, og urðum við aldeilis ekki fyrir vonbrigðum.
Þetta gekk þetta svona upp og niður, enn flest allt eins og við mátti búast. Megnið af keppnishrossunum hjá okkur núna eru að stíga sín fyrstu spor á vellinum.
Í A-flokk fór Biggi með Kiljan frá Árgerði, stóð hann sig ágætlega og var rétt fyrir utan úrslit.
Kiljan frá Árgerði og Biggi.
Í B-flokk fór Biggi með Klófífu frá Gillastöðum, sú meri er í eigu Jóns á Gillastöðum. Rosalega góð hryssa enn varð eitthvað feimin á vellinum, útúr forkeppni kom hún með 8.23 en þar vantaði 0,4 kommur inn í úrslit.
Klófífa frá Gillastöðum og Biggi.
Einnig fór Biggi með 6v geldinginn Tón frá Litla-Garði í B-flokk og kom út með 8.10.
Tónn frá Litla-Garði og Biggi
Biggi fór með Dyn frá Árgerði í fyrsta sinn í tölt og endaði í 9.sæti, með einkunnina 6.47.
Dynur frá Árgerði og Biggi.
Blakkur gamli klikkar ekki og auðvitað tóku þeir 150m skeiðið á tímanum 14,83.
Nanna Lind fékk 6v Tristanssoninn Hvin frá Litla-Garði að láni hjá Ásdísi og Gísla og fengu þau einkunnina 8.08.
Hvinur frá Litla-Garði og Nanna Lind.
Hér má sjá myndir frá Fákaflugi.
Einnig minni ég á að það eru alltaf að skjótast inn ný myndaalbúm og söluhross.
Og er ekkert mál að auglýsa hross til sölu hér, sendið bara email á [email protected]
Kveðjur úr dalnum.
07.07.2009 20:59
Sumar, sumar, sumarsól
Sólin skín eins og engin sé morgundagurinn hér í Eyjafirði. Síðasta vika hefur verið eintóm steik, alltaf frá 20 - 25° hiti með smá vindkviðum inná milli til þess að kæla. Auðvitað var þessi veðurblíða nýtt í heyskap og er hann langt komin á báðum bæjum og nánast búin.
Allt er annars á fullu í tamningu, þjálfun, sölu og öllu þessu hrossastússi. U.þ.b 40 hross eru á járnum núna í Litla-Garði svo nóg eru verkefnin. Sindra Snæ dauðlangaði að fá spreyta sig með í hrossunum, svo fékk hann Ljósbrá frá Árgerði að láni hjá ömmu og afa. Rak hann á eftir pabba sínum með að járna hana undireins í dag og fór síðan í smá kennslu hjá Nönnu Lind systir inn í reiðhöll.
Sindri Snær stendur stoltur við hliðinná Ljósbrá. Komin á bak en stjórnstöðin ekki alveg komin í lag.
Tíbrá frá Ási 1 kastaði í nótt og eru þá allar hryssur kastaðar í Litla-Garði. Tíbrá kastaði bleikálóttri hryssu undan Tristan frá Árgerði.
Í Árgerði spretta folöldin út hvert á eftir öðru og hefur sá gamli enga tölu á þeim enn þetta mun allt skírast bráðlega.
Verið er að keyra hryssur til stóðhesta núna og eru m.a. farnar
Glæða frá Árgerði fór undir Galsa frá Sauðárkróki
Snælda frá Árgerði fór undir Þórodd frá Þóroddsstöðum
Kveikja frá Árgerði fór undir Gára frá Auðholtshjáleigu
Melodía frá Árgerði fór undir Fróða frá Staðartungu
Sunna frá Árgerði fór undir Jón frá Sámsstöðum
Snerpa frá Árgerði fór undir Jón frá Sámsstöðum
Enþá er verið að koma með hryssur undir Kiljan og eru um 20 hryssur komnar í hólfið hjá honum. Sem þýðir að það eru enþá örfá pláss laus, enn meiri upplýsingar um hestinn má finna hér.
Nýtt pallhýsi var keypt í vikunni og fóru gömlu hjónin á bænum með Sindra í útilegu í Vaglaskóg síðustu helgi.
Pallhýsið að innan
Svona lýtur þá útgerðin út.
Á meðan þau höfðu það kósý í Vaglaskógi, skemmti Nanna Lind sér kongungslega á Fjórðungsmóti með Ásdísi, Gísla, Hafþóri & Heiði og þótti henni hestakosturinn ekki á verri endanum.
En nú eru allir komnir heim heilu haldnir og verkefnin bíða.
Kveðjur úr sólinni
23.06.2009 00:52
Gæðingakeppni Funa o. fl
Jájá allt er á fullu eins og vanalega í Litla-Garði & Árgerði.
Síðustu helgi var Gæðingakeppni Funa, og má segja að öll hrossin sem við fórum með voru að þreyta sína fyrstu tilraun á keppnisvellinum. Biggi varð í 2.sæti í A-flokk á Kiljan frá Árgerði með einkunnina 8.40. Já þetta var spennandi og óvenju sterkir hestar á mótinu.
Enn jæja í B-flokk voru 3 hross frá Árgerði í úrslitum. Þ.e.a.s 3.sæti Týja frá Árgerði & Gísli, 4.sæti Dynur frá Árgerði & Biggi og svo í 5.sæti Gletting frá Árgerði & Nanna Lind.
Biggi sigraði síðan töltið á Dimmbrá frá Egilsstaðabæ með einkunnina 6.73 og Nanna Lind vann unglingaflokkinn á Tristanssyninum Tón frá Litla-Garði.
17 júní gerðist leiðindaratburður. Komma frá Árgerði hafði verið að kasta um nóttina, og þegar komið var að henni var folaldið steindautt og hafði einungis hausinn komin út. Komma sem var orðin 21v var orðin kvalin og tekin var sú ákvörðun að lóga henni. Komma fór undir Þokka frá Kýrholti í fyrra, svo þetta var mikill missir. Já þetta var hundfúlt enn þeir missa sem eiga.
Þessa dagana má segja að það hafi verið tiltekt í hrossunum. Búið er að reka allan útigang heim og flokka, setja tryppin fram á dal, taka veturgömlu tryppin og binda þau til að spekja þau.
Einnig hafa litlu graddarnir verið að fara í hólf.
Kiljan frá Árgerði verður hér heima allavega fyrragangmál og verður honum sleppt á morgun í hólfið (24.júní 09). Takið eftir það eru enn örfá laus pláss fyrra gangmál.
3v. Folinn Gangster frá Árgerði sem er undan Glæðu frá Árgerði og Hágang frá Narfastöðum verður í hólfi á Hólum í Eyjafirði í sumar.
Gangster frá Árgerði
Einnig kom pabbi Herdísar, Ármann í gær og sótti Dimmbrá og tók með sér 3v folann Frama frá Árgerði sem verður í hólfi við Egilsstaðabæ.
Frami frá Árgerði
Einnig fóru fimm ungfolar í ungfolahólfið í Samkomugerði það voru:
Jarl frá Árgerði, 2.vetra undan Snældu frá Árgerði og Tígli frá Gígjarhóli
Hreimur frá Litla-Garði, 2.vetra undan Melodíu frá Árgerði og Hágang frá Narfastöðum
Gjafar frá Litla-Garði, veturgamall undan Tíbrá frá Ási 1 og Tristan frá Árgerði
Nn frá Árgerði, veturgamall undan Hrefnu frá Árgerði & Glym frá Árgerði
Nn frá Árgerði, veturgamall undan Glæðu frá Árgerði & Smára frá Skagaströnd.
Ég vil minna á Héraðsmótið sem er á Melgerðismelum næstu helgi, það þarf að skrá fyrir 24. Júní hjá Bigga í síma 8961249 eða í netfang: [email protected] Skráningargjald er 1000 kr. hverja grein.
Kveðjur úr Litla-Garði & Árgerði.
15.06.2009 11:26
Ný afstaðin kynbótasýning á Melgerðismelum
Biggi fór með 8 hross í fullnaðar dóm og 1 í byggingardóm. Gekk það upp og niður, enn bara eins og búast mátti við.
Biggi sýndi tvær 4v hryssur þær Snörp frá Æsustöðum og Prinsessu frá Breiðabólsstað.
Snörp er undan Tristan frá Árgerði og Skuld frá Tungu, hlaut hún 8.28 fyrir sköpulag (þ.a. 9 fyrir höfuð, réttleika & hófa) og kom hún út með 7.78 og var 2. í flokki 4v. hryssna. Snörp er rosalega efnileg hryssa sem Biggi er spenntur fyrir að vinna með næsta vetur, þegar hún er orðin sterkari og öruggari.
Snörp frá Æsustöðum
Prinsessa er undan Vökli frá Síðu og Kæju frá Breiðabólsstað, hún kom út með 7.46 og á mikið inni í framtíðinni þegar búið er að púsla öllu saman sem býr í henni.
Einnig sýndi Biggi, Frenju frá Miðdal sem fór í 8.11 fyrir sköpulag og kom út með 7.61
Nagladóttirin Frenja frá Miðdal
Geldingin, Dyn frá Árgerði sýndi hann og kom hann út með 7.78 (hæfileikar: 7.88 - sköpulag: 7.63)
Tristanssonurinn Dynur frá Árgerði
Klárhryssan Dimmbrá frá Egilsstaðabæ (u: Víking frá Voðmúlastöðum og Dimmu frá Egilstaðabæ) var sýnd í fyrsta sinn nú og fór beint í 1.verðlaun.
Sköpulag: 7.93
Hæfileikar: 8.08 - þ.a. 9 fyrir tölt & vilja og geð
Aðaleinkunn: 8.02
Dimmbrá frá Egilsstaðabæ
Einnig fór stóðhesturinn Kiljan frá Árgerði í fyrsta sinn nú í dóm og stóð svo efstur í flokki stóðhesta 6v. og eldri. Kom hann bísna vel út, enn á enn mikið inni. Hann lækkaði úr 8.13 í 8.02 í byggingu og fór í 8.48 fyrir hæfileika. Aðaleinkunn: 8.30.
Kiljan frá Árgerði (sjá fleiri myndir hér )
Gaman er að segja frá því að einnig var hryssa frá Árgerði í efsta sætinu í flokki hryssna 7v og eldri. Ásdís Helga Sigursteinsdóttir sýndi Von frá Árgerði og náði hún hvorki meira né minna enn 8.60 fyrir hæfileika, 8.08 f. sköpulag og 8.39 í aðaleinkunn.
Von frá Árgerði-sumar 08
Jájá, nú er bara verið að temja og þjálfa á fullu á báðum bæjum.
Gæðingakeppni Funa næstu helgi, muna skrá sig fyrir 17.júní hjá Bigga í síma 8961249 eða [email protected]
Kveðjur úr Litla-Garði & Árgerði