22.07.2013 22:09
Gangster á suðurleið !!
Sunnlendingar og nærsveitungar athugið:
Gangster frá Árgerði IS2006165663 er væntanlegur á Suðurlandið til að sinna hryssum.
Gangster er vel ættaður gæðingur undan Hágangi frá Narfastöðum og Glæðu frá Árgerði sem hefur reynst sannkölluð gæðingamóðir. Gangster er hestur sem allir vilja eiga, klárhestur með skeiði, flugrúmur á öllum gangi, skrefmikill og hágengur.
Fasmikill, flugviljugur og geðgóður gæðingur sem hlaut feiknagóðan dóm í vor;
Bygging: 8.16 Hæfileikar: 8.94 Aðaleinkunn: 8.63
Háls/herðar/bógar: 8,5
1) Reistur 4) Hátt settur 5) Mjúkur
Tölt: 9,0
1) Rúmt 3) Há fótlyfta 4) Mikið framgrip 5)
Skrefmikið
Brokk: 9,5
1) Rúmt 3) Öruggt 4) Skrefmikið
Skeið: 8,5
2) Takthreint 3) Öruggt
Vilji og geðslag: 9,0
2) Ásækni 4) Þjálni
Fegurð í reið: 9,0
1) Mikið fas 4) Mikill fótaburður
Fet: 9,0
1) Taktgott 2) Rösklegt 3) Skrefmikið
Gangster verður staðsettur í Flagbjarnarholti í Landssveit og mætir á svæðið laugardaginn 3.ágúst. Hryssur mega koma fimmtudaginn til föstudag þar á undan. Allar upplýsingar veitir Stefán Birgir í síma 8961249
11.07.2013 10:35
Sumar sveita líf :)
04.07.2013 11:34
Kolskeggssynir tveir
28.06.2013 20:00
Folöld 2013 - Gangstersafkvæmi
19.06.2013 18:58
Ungir, fjörugir og efnilegir
Þá voru nokkrir ungir og efnilegir að eignast sína síðu hérna á facebook. Allt eru þetta skemmtilega ættaðir og efnilegir folar. Endilega heimsækið þá og sjáið framtíðargæðingana :)
HÉR ERU SÍÐURNAR ÞEIRRA
17.06.2013 17:11
Ýmislegt úr sveitinni
Gangsterinn er farinn að taka á móti hryssum á húsmáli ef húsmál mætti kalla. Þær eru í hólfi rétt við bæinn og er hann aðeins hjá þeim á daginn og undir miklu eftirliti, þ.e hvenær þær beiða o.s.frv. Fékk hann þangað miklar drottningar í röðum og eru 10 1.v hryssur þar t.d.
Verður þetta fyrirkomulag þar til honum verður sleppt í stórt hólf í Miðgerði og tekur þar á móti hryssum á fyrra gangmál. Ekki er annað að sjá en að honum líki það vel.
Biggi skellti sér í úrtöku á Blönduós með hryssu í eigu Magga í Steinnesi sem hefur verið hjá okkur í þjálfun í vetur og einnig í fyrra en það er hin 6.v Skerpla frá Brekku í Fljótsdal. Gekk það alveg glimrandi vel og urðu þau efst í A-flokki eftir forkeppni og hlutu þar með farmiða á FM vesturlands og enduðu svo í 2.sæti eftir úrslitin.
Skerpla er undan Gustssyninum Grásteini frá Brekku og er virkilega skemmtileg, létt og fjaðurmögnuð hryssa. Hún er gríðarvaxandi og er hægt að stilla henni upp nánast hvar sem er, íþróttakeppni eða gæðingakeppni. Skerpla er til sölu og er best að hafa samband við Magga beint ef áhugi er fyrir hágengri, skemmtilegri, taumléttri alhliða hryssu.
En það fylgir nú alltaf miðum júní að koma fénu á fjall og er það nú alltaf svoldið skemmtilegt. Núna fóru Herdís, Biggi og Sindri Snær saman með þær og gerðu sér glaðan dag með.
Kindurnar heldur betur klárar að komast uppeftir
Og aðalsmalinn heldur betur klár líka á uppáhalds Vissu sinni
Þær rata nú :)
Adios amigos, sjáumst í haust
Sindri og Skundi
Myndarfeðgar í kvöldsólinni
Oooog myndarmæðgin líka :)
Gleði gleði - sumargleði
14.06.2013 09:35
Nákvæmar upplýsingar með notkunarstaði Gangsters
Faðir IS1997158469 - Hágangur frá Narfastöðum
Móðir IS1987265660 - Glæða frá Árgerði
Gangster tekur á móti hryssum í húsnotkun og fyrra gangmál í Litla-Garði Eyjafjarðarsveit . Seinna gangmál verður hann Flagbjarnarholti í Landssveit.
Gangster hlaut í kynbótadóm á Melgerðismelum 2013 f byggingu 8,16, hæfileika 8,94 og í aðaleinkunn 8,63. Þar af bar hæst 9,5 fyrir brokk, 9 fyrir tölt, vilja/geð, fegurð í reið, fet og prúðleika.
Verð í Litla-Garði 100,000 + vsk Verð í Flagbjarnarholti 100,000+ vsk + 17,000 girðingargjald. Sónarskoðun innifalin í verði.
Allar upplýsingar gefur Stefán Birgir Stefáns í s. 896-1249 og [email protected]
11.06.2013 16:15
Gangster - Notkun
11.06.2013 16:11
Sindri og Tónn með sitt fyrsta gull
08.06.2013 09:23
Video af þeim feðgum
07.06.2013 19:56
Gangster og Farsæll :)
Aðaleinkunn: 8,63 |
Sköpulag: 8,16 |
Kostir: 8,94 |
Höfuð: 8,0 2) Skarpt/þurrt Háls/herðar/bógar: 8,5 1) Reistur 4) Hátt settur 5) Mjúkur Bak og lend: 8,5 7) Öflug lend 8) Góð baklína Samræmi: 8,0 1) Hlutfallarétt Fótagerð: 7,5 Réttleiki: 7,5 Afturfætur: E) Brotin tálína Hófar: 8,5 1) Djúpir 4) Þykkir hælar H) Þröngir Prúðleiki: 9,0 |
Tölt: 9,0 1) Rúmt 3) Há fótlyfta 4) Mikið framgrip 5) Skrefmikið Brokk: 9,5 1) Rúmt 3) Öruggt 4) Skrefmikið Skeið: 8,5 2) Takthreint 3) Öruggt Stökk: 8,5 1) Ferðmikið Vilji og geðslag: 9,0 2) Ásækni 4) Þjálni Fegurð í reið: 9,0 1) Mikið fas 4) Mikill fótaburður Fet: 9,0 1) Taktgott 2) Rösklegt 3) Skrefmikið Hægt tölt: 8,5 Hægt stökk: 7,5 |
Héraðssýning á Melgerðismelum 5. júní til 7. júní
Dagsetning móts: 05.06.2013 - 07.06.2013 - Mótsnúmer: 12
FIZO 2010 - 40% / 60%
IS-2009.1.65-655 Farsæll frá Litla-Garði
Sýnandi: Stefán Birgir StefánssonMál (cm):137 129 132 61 135 35 44 41 6.2 29 17.5Hófa mál:V.fr. 8,4 V.a. 7,6Aðaleinkunn: 7,95 |
Sköpulag: 8,00 | Kostir: 7,91 |
Höfuð: 8,0 3) Svipgott 7) Vel borin eyru Háls/herðar/bógar: 8,0 1) Reistur 5) Mjúkur D) Djúpur Bak og lend: 7,5 2) Breitt bak G) Afturdregin lend J) Gróf lend Samræmi: 8,5 4) Fótahátt 5) Sívalvaxið Fótagerð: 7,5 4) Öflugar sinar G) Lítil sinaskil Réttleiki: 8,0 Afturfætur: E) Brotin tálína Hófar: 8,0 7) Hvelfdur botn Prúðleiki: 8,5 | Tölt: 8,5 1) Rúmt 2) Taktgott Brokk: 8,5 1) Rúmt 3) Öruggt Skeið: 5,0 Stökk: 7,0 E) Víxl Vilji og geðslag: 9,0 2) Ásækni 4) Þjálni Fegurð í reið: 8,5 1) Mikið fas Fet: 9,0 1) Taktgott 2) Rösklegt 3) Skrefmikið Hægt tölt: 7,5 Hægt stökk: 7,5 |
07.06.2013 19:42
Kynbótasýning á Melgerðismelum - hryssurnar
Sköpulag
| Kostir
|
Aðaleinkunn | 7.83 |
Sköpulag
| Kostir
|
Aðaleinkunn | 7.81 |
06.06.2013 14:37
Gangsterinn magnaði
Héraðssýning á Melgerðismelum 3. júní til 7. júní
Dagsetning móts: 03.06.2013 - 07.06.2013 - Mótsnúmer: 12
FIZO 2010 - 40% / 60%
IS-2006.1.65-663 Gangster frá Árgerði
Sýnandi: Stefán Birgir StefánssonMál (cm):140 131 137 65 141 38 48 43 6.5 30.5 19Hófa mál:V.fr. 8,8 V.a. 8,3Aðaleinkunn: 8,57 |
Sköpulag: 8,16 | Kostir: 8,84 |
Höfuð: 8,0 2) Skarpt/þurrt Háls/herðar/bógar: 8,5 1) Reistur 4) Hátt settur 5) Mjúkur Bak og lend: 8,5 7) Öflug lend 8) Góð baklína Samræmi: 8,0 1) Hlutfallarétt Fótagerð: 7,5 Réttleiki: 7,5 Afturfætur: E) Brotin tálína Hófar: 8,5 1) Djúpir 4) Þykkir hælar H) Þröngir Prúðleiki: 9,0 | Tölt: 9,0 1) Rúmt 3) Há fótlyfta 4) Mikið framgrip 5) Skrefmikið Brokk: 9,0 1) Rúmt 3) Öruggt 4) Skrefmikið Skeið: 8,5 2) Takthreint 3) Öruggt Stökk: 8,0 1) Ferðmikið Vilji og geðslag: 9,0 2) Ásækni 4) Þjálni Fegurð í reið: 9,0 1) Mikið fas 4) Mikill fótaburður Fet: 9,0 1) Taktgott 2) Rösklegt 3) Skrefmikið Hægt tölt: 8,5 Hægt stökk: 5,0 |
29.05.2013 20:29
Unghryssa til sölu
Snekkja frá Árgerði
Höfuð | 106 | Tölt | 110 | |||
Háls/Herðar/Bógar | 101 | Brokk | 105 | |||
Bak og lend | 109 | Skeið | 122 | |||
Samræmi | 106 | Stökk | 106 | |||
Fótagerð | 106 | Vilji og geðslag | 116 | |||
Réttleiki | 98 | Fegurð í reið | 113 | |||
Hófar | 111 | Fet | 102 | |||
Prúðleiki | 106 | Hæfileikar | 119 | |||
Sköpulag | 111 | Hægt tölt | 108 | |||
Aðaleinkunn | 120 |