12.05.2013 21:22
Ungviðið ..
10.05.2013 11:52
Vor vor vor vor vor
07.05.2013 22:05
Til sölu ..
Höfuð | 104 | Tölt | 105 | |||
Háls/Herðar/Bógar | 106 | Brokk | 103 | |||
Bak og lend | 102 | Skeið | 101 | |||
Samræmi | 110 | Stökk | 105 | |||
Fótagerð | 96 | Vilji og geðslag | 103 | |||
Réttleiki | 95 | Fegurð í reið | 108 | |||
Hófar | 103 | Fet | 99 | |||
Prúðleiki | 86 | Hæfileikar | 105 | |||
Sköpulag | 104 | Hægt tölt | 108 | |||
Aðaleinkunn | 106 |
07.05.2013 13:34
Fyrsta kynbótasýning ársins afstaðin ..
25.04.2013 09:58
Gleðilegt sumar...
15.04.2013 12:32
Skeiðað á mánudegi ...
08.04.2013 12:51
Mirra frá Litla-Garði
05.04.2013 12:41
Emilíana frá Litla-Garði
03.04.2013 20:26
JARLINN ....
03.04.2013 20:06
Systur undan Glym frá Árgerði
02.04.2013 20:18
Starfskraftur/ar óskast
07.03.2013 15:36
Karen
24.02.2013 21:54
Vetrarfærsla
29.01.2013 22:05
Glæsihestur til sölu
Kiljan frá Árgerði IS2003165665
Kynbótahestur til sölu!
Nú gefst frábært tækifæri til að eignast hátt dæmdan og gríðarvel ættaðan stóðhest til undaneldis á góðu verði. Kiljan er einstakur gæðingur, gríðargott tölt og skeið ásamt fleiri kostum. Hér koma allar þær upplýsingar sem þarf að vita um hestinn.
Kiljan er búinn að vera óheppin gegnum tíðina og röð óhappa hafa orðið til þess að hann hefur ekki verið eins mikið til brúks og vonast var til. Er hann í dag frekar viðkvæmur til fótanna en árið 2009 tognaði hann á beygjusin á framfæti og var hann eitt ár að jafna sig á því, háir það honum ekkert í dag og var í fullri þjálfun 2011 og 2012. Hins vegar meiðist hann aftur sumarið 2012 og fær þá kvíslbandsbólgu eftir óhapp og verður því aðeins brúkhæfur til léttra útreiða hér eftir.
Því fæst hann nú á mjög sanngjörnu verði eða aðeins 2.000.000 kr.
Hann hefur verið að sýna sig sem góður kynbótahestur, aðeins eru til 33 afkvæmi undan honum og eru flest þeirra kornung, 3 fædd 2006 og restin fædd 2008 eða fyrr. Ein af þessum fæddum 2006 er Tíbrá frá Litla-Garði en hún er undan Tvístjörnu frá Árgerði (ósýndri hryssu). Tíbrá var sýnd í sinn hæsta dóm 5.v eða 7.82 í aðaleinkunn, 7.91 fyrir hæfileika, 8.5 fyrir vilja/geðslag, 8.0 fyrir tölt, skeið og fegurð í reið. Tíbrá er nú komin í ræktun en hún er í eigu Berglindar Káradóttur í Reykjavík.
Tíbrá frá Litla-Garði - dóttir Kiljans 5.v hér
Video af Tíbrá má sjá hér: http://www.youtube.com/watch?v=yxZ1-iMWcLs
Einnig sigraði dóttir Kiljans folaldasýningu árið 2012, Sprengja frá Árgerði heitir hún undan Feykisdótturinni Svölu frá Árgerði:
Sprengja Kiljansdóttir f.2011
Ættartré Kiljans:
| | | | | ||
| | | | | ||
| | | | | ||
| | | | | ||
| | | | | ||
| | | | | ||
| | | | |
Kynbótadómur 2009 - 6.vetra
HéraðssýningMelgerðismelum / Náttfaravelli
Dagsetning móts:12.06.2009 - Mótsnúmer: 11
Íslenskur dómur
IS-2003.1.65-665 Kiljanfrá Árgerði
Sýnandi: Stefán Birgir Stefánsson Mál (cm): 146 135 140 64 142 38 48 42 6.5 30.5 18.5 Hófa mál: V.fr. 9,2 V.a. 8,1 Aðaleinkunn: 8,30 | |
Sköpulag: 8,02 | Kostir: 8,48 |
|
|
Kiljan var byggingardæmdur 5.v fyrst og hlaut hann þá 8.13, munaðiþar um hálfan fyrir hófa og réttleika í seinni dómnum.
Fagur hestur
Kynbótamat 2013:
Höfuð | 112 | Tölt | 109 | |||
Háls/Herðar/Bógar | 101 | Brokk | 104 | |||
Bak og lend | 108 | Skeið | 114 | |||
Samræmi | 110 | Stökk | 107 | |||
Fótagerð | 95 | Vilji og geðslag | 115 | |||
Réttleiki | 93 | Fegurð í reið | 114 | |||
Hófar | 102 | Fet | 97 | |||
Prúðleiki | 104 | Hæfileikar | 115 | |||
Sköpulag | 105 | Hægt tölt | 108 | |||
Aðaleinkunn | 115 |
Faðir Kiljans er Orrasonurinn Nagli frá Þúfu í Landeyjum. Nagli á 62 dæmd afkvæmi og þar af 24 í 1.verðlaunum. Kiljan er þar næstefstur á eftir Fannari frá Kvistum.
Kiljan er vel ættaður stóðhestur undan einni af bestu hryssum níunda áratugarins, Bliku frá Árgerði. Að honum standa sterkar ættir langt aftur, mikið um verðlaunahross bæði í föður og móðurlegg. Ef við förum aðeins yfir Bliku móður hans og hennar afrek;
Blika var fædd 1981 Magna í Árgerði, dóttir hins mikla Ófeigs frá Flugumýri og heiðursverðlaunahryssunnar Snældu frá Árgerði sem stóð efst 6.v og eldri hryssna á LM´78 með aðaleinkunnina 8.34. Blika var farsæl sem einstaklingur, frábærlega geðgóð og mikill gæðingur að kostum. Hlaut hún sinnhæsta dóm 6.v gömul 1987;
Hross | IS1981265008 Blika frá Árgerði |
|
Sköpulag
| Kostir
|
| |
Aðaleinkunn | 8.35 |
Athygli er vakin á tíunni fyrir geðslag en Blika var eina hrossið á sínum tíma til að hljóta þá einkunn meðan gefnar voru einkunnir fyrirvilja og geðslag í sitthvoru lagi.
Þetta sama sumar fer Blika í folaldseignir, Blika átti á sinni löngu og viðburðaríku ævi 14 afkvæmi. Hafa 10 af þeim skiluðu sér til dóms, þrjú þeirra sem ekki skiluðu sér til dóms voru geldingar og svo síðasta afkvæmi hennar er klárhryssa undan Parker frá Sólheimum sem vonandi á eftir að skila sér til dóms. Mikil skeiðgen eru í þessum ættboga og voru öll hrossin undan henni Bliku alhliða hross nema sú síðasta undan Parker enda Blika með 129 fyrir skeið í kynbótamati enn í dag.
Milla frá Árgerði f. 1995
Magni frá Árgerði er fæddur 1997 undan Óði frá Brún. Hann var seldur til Þýskalands en er staðsettur í Danmörku eins og er. Er hann 1.v stóðhestur með 8.23 fyrir hæfileika og 8.00 í aðaleinkunn. Hann á aðeins þrjú afkvæmi á tamningaraldri og hafa tvö þeirra verið í keppnum þar ytra. Hins vegar eru 2010-2012 árgangarnir stórir og verður gaman að sjá þá.
Magni frá Árgerði f. 1997
Snælda yngri frá Árgerði er fædd 1998. Hún er undan Orra frá Þúfu og er gæðingur mikill. Var hún sýnd 4 vetra af Magna Kjartans Árgerði eiganda sínum (þá 72ja ára) 2002 og komst hún inn á Landsmót, endaði á LM með 7.94 í aðaleinkunn. Hann sýnir hana svo aftur 2004 og kemur henni aftur inn á Landsmót og endaði hún þar með 8.15 í aðaleinkunn, hans síðasta kynbótasýning sem sýnd var. Snælda hlaut hins vegar í sínum hæsta dómi 8.43 fyrir hæfileika og þar af 9 fyrir skeið. 8.13 fyrir byggingu og 8.31 í aðaleinkunn. Einnig stóð hún sig gríðarvel á keppnisvellinum.
Snælda frá Árgerði f. 1998
Tristan frá Árgerði er svo fæddur 2000 og er einnig undan Orra frá Þúfu. Er hann farsæll kynbóta og keppnishestur. Afburða geðgóður og mikill gæðingur. Hlaut hann í sínum hæsta dómi 8.46 fyrir hæfileika, þar af 9.0 fyrir skeið og vilja/geðslag og 8.36 í aðaleinkunn. Hefur hann verið gríðarsterkur á keppnisvellinum í nokkur ár og hafa afkvæmi hans einnig verið að gera mjög góða hluti.
Tristan frá Árgerði f.2000
Fjöður frá Árgerði er fædd 2002 og er undan Gustssyninum Kjarna frá Árgerði. Hún var einnig seld til Danmerkur en var sýnd hér heima fyrst, hlaut 8.22 fyrir hæfileika og 8.10 í aðaleinkunn.
Næstur var Kiljan frá Árgerði og sú síðasta var Sóley undan Parker frá Sólheimum.
Kiljan í keppni sumarið 2012
Kiljan í keppni sumarið 2012 - frábærlega vakur
8.5 fyrir hægt tölt og nefndu margir að hann hefur mátt fá 9.0 fyrir það