12.05.2013 21:22

Ungviðið ..


Rákum heim tryppahópinn núna í vikunni og auðvitað var notað tækifærið og myndað svoldið. Þessar þrjár eru sparispari uppáhalds, allar fæddar 2011, sú gráa lengst til vinstri er sigurvegari folaldsýningar Náttfara í fyrra Sprengja frá Árgerði, glæsihryssa undan Kiljan frá Árgerði og Svölu frá Árgerði. Í miðjunni er Dalía Sif frá Árgerði undan Óm frá Kvistum og Von frá Árgerði og sú lengst til hægri er Ópera frá Litla-Garði einnig undan Óm frá Kvistum og Melodíu frá Árgerði


Ópera frá Litla-Garði


Sprengja frá Árgerði


Viktoría frá Árgerði f. 2011 f. Kapall frá Kommu m. Kveikja frá Árgerði


Rósinkranz frá Litla-Garði f. 2011 f. Gangster frá Árgerði m. Sunna frá Árgerði


Snekkja frá Árgerði f. 2010 f. Þóroddur frá Þóroddsstöðum m. Snælda frá Árgerði



Krúttur 


Sauðburðurinn er rúmlega hálfnaður hér, hérna eru tvær kasóléttar sem bíða spenntar eftir lömbunum sínum :)

Svo sannarlega vor í lofti

10.05.2013 11:52

Vor vor vor vor vor

Nú er vorið sko sannarlega að koma 



Rekstrar eru u.þ,b vikulegur partur af þjálfunarstarfseminni okkar allt árið um kring, nema kannski á haustin. Á vorin verður þessi partur alltaf ennþá skemmtilegri því hrossin fá alltaf öll að fara saman út á tún bæði fyrir og eftir 










07.05.2013 22:05

Til sölu ..

Alltaf er nóg til af söluhrossum, bæði tömdum og ungum tryppum og munu nýjar myndir af söluhrossum tínast hér inn á næstunni. 

Sú sem kynna skal núna er hin hágenga Gloppa frá Litla-Garði IS2007265657

Gloppa er verulega skemmtileg hryssa, geðgóð og auðveld með góðan vilja, ásækin en spennulaus. Hún er alhliða en með óhreyft skeið enn sem komið er. Grunngangtegundirnar eru mjög góðar, fetið alveg úrvalsgott, brokkið öruggt með góðum fótaburði og stökkið einnig gott. Töltið er gott og fer þessi hryssa síbatnandi dag frá degi nú þegar glittir í vorið. Gloppa er snotur, meðalstór og ágætlega prúð á fax og tagl. 

Gloppa is a really fun mare to ride, nice temprament with good power but no tension. Her walk is extremely good, trot secure beated with high movements and the gallop good too. She´s a fivegaited mare but has been trained as a fourgaiter. Her tolt is good with high movements and she is always improving herself. 





Höfuð104Tölt105
Háls/Herðar/Bógar106Brokk103
Bak og lend102Skeið101
Samræmi110Stökk105
Fótagerð96Vilji og geðslag103
Réttleiki95Fegurð í reið108
Hófar103Fet99
Prúðleiki86Hæfileikar105
Sköpulag104Hægt tölt108
Aðaleinkunn106

Faðir Gloppu er hinn frábæri gæðingur Glymur frá Árgerði sem yfirgaf landið fyrir nokkrum árum og fór til Danmerkur þar sem hann féll frá langt fyrir aldur fram. Glymur var úrvals góður hestur, og hlaut hann háan dóm. Virðist hann erfa vel frá sér frábært geðslag, samvinnuþýð hross, opinn gang og háan fótaburð. Móðir Gloppu er dóttir Topps frá Eyjólfsstöðum og heitir Toppa frá Egilsstaðabæ. Toppa er sýnd með 7.62 í aðaleinkunn en hún hlaut 8.0 fyrir tölt, hægt tölt, stökk, vilja og fegurð, aðeins 5.5 fyrir skeið þannig að flokkast nánast sem klárhryssa. 

Gloppa´s father was the amazing horse, Glymur from Árgerði that left Iceland few years ago to Danmark where he passed away way too young. Glymur was a really good horse and he recieved high scores. He seem´s to give a great temprament, easy going horses, open and easy gaits og high movements. Gloppa´s mother is daughter of Toppur from Eyjólfsstaðir and her name is Toppa frá Egilsstaðabæ. Toppa has been evalueted with total score of 7.62 and she got 8.0 for tolt, slow tempo tolt, gallop, spirit and form under rider and only 5.5 for pace so she´s almost a four gaiter. 





Ásett verð fyrir Gloppu er 800.000 kr ISK/Price for Gloppu is 5250 Euro

07.05.2013 13:34

Fyrsta kynbótasýning ársins afstaðin ..

Jæja, þá fer sumarið eða öllu heldur vorið að koma. Þó svo að veðurguðirnir séu fastir á því að halda vetri á lofti þá eru kynbótasýningarnar alltaf vorboði og ég tala nú ekki um lömbin litlu sem eru farin að týnast í heiminn. Sem betur fer reyndar á ekki að koma folald hjá okkur fyrr en í fyrsta lagi um miðjan maí og vonandi aðeins seinna :) 

En það var semsagt kynbótasýning á Sauðárkróki í vikunni sem leið og fór Biggi þangað með 3 hross. Tvær hryssur í fullnaðardóm og einn stóðhest í byggingardóm. Það gekk vel og varð niðurstaðan þessi: 

Kolbrá frá Kálfagerði f. 2005 undan Glampa Vatnsleysu í eigu Kálfagerðisfjölskyldunnar hækkaði dóm sinn bæði fyrir byggingu og hæfileika og kom út með 8.10 í aðaleinkunn, byggingin hljómaði upp á 8.07(8.5 fyrir háls/herðar/bóga) og hæfileikaeinkunn upp á 8.12 (8.5 fyrir tölt, skeið, vilja/geðslag). 


Kolbrá og Biggi á króknum - Mynd fengin af www.fax.is

Hin hryssan var einnig frá Kálfagerði og í eigu þeirra hjóna þar. Hún heitir Köllun frá Kálfagerði f. 2007 og undan Bjarma frá Lundum. Köllun hlaut 7.96 fyrir byggingu og 7.68 fyrir hæfileika og 7.79 í aðaleinkunn. Prýðis hryssa sem á helling inni enn. 


Köllun og Biggi, Köllun hlaut 8.0 fyrir skeið

Þriðja hrossið sem farið var með var stóðhesturinn Hreinn frá Litla-Dal f.2009 og hlaut hann 8.00 fyrir byggingu.

Helgina þar á undan var stórsýningin Tekið til kostanna og var farið á hana með nokkrar hryssur, Karen frá Árgerði og Skerplu frá Brekku í alhliða hryssur og Emilíönu frá Litla-Garði í klárhryssur og stóðu þær sig ljómandi vel. EInnig fór Sigurdís frá Árgerði í skeiðið og hlaut þar fína tíma.

Eins og áður sagði er sauðburðurinn kominn á skrið og u.þ.b þriðjungur kindanna hér borinn en þær eru rétt undir 30 talsins. Vorið lætur bíða eftir sér þó svo að við kvörtum ekki hér fremra miðað við annars staðar hér í grenndinni þar sem allt er enn á bólakafi.

25.04.2013 09:58

Gleðilegt sumar...


Byrjum þessa sumarfærslu á fjögurra ára gamalli mynd af einum besta vor og sumarboða sem til er. Hér er hún Sónata okkar frá Litla-Hóli með Farsæl frá Litla-Garði nýkastaðann. Farsæll er í dag í eigu Magnúsar Inga Magnússonar, er á fjórða vetri og ennþá graður. Lofar hann verulega góðu og gefur föður sínum Gangster frá Árgerði gott orð sem kynbótahesti. 



Sónata hefur reynst vel sem ræktunarhryssa. Hún missti reyndar folald fyrir nokkrum árum og þurfti dýralæknaaðstoð til að ná því út og hefur hún haldið misjafnlega eftir það. En undan henni eru til dæmis Tónn frá Litla-Garði frúarhesturinn á bænum;



Einnig albróðir hans Skjóni frá Litla-Garði en þeir eru báðir undan honum Tristan okkar



Og svo er það hún Glymra litla Glymsdóttir sem er sú fjórða á tamningaraldri.



Glymra er á fimmta vetur og er virkilega efnileg hryssa, hágeng og geðgóð. Eigum eftir að taka myndir af henni í reið. 

Af tryppum er aðeins einn veturgamall foli til og er hann undan Gangster. Svo er vinkonan fylfull á ný. Spennandi að sjá, mjög svo eiguleg hross undan henni. 

En hlutir ganga vel hér í Djúpadalnum. Vorverk læðast inn á milli mjög svo annasamra útreiðadaga, smekkfullt hús er af hrossum og er dágóður hópur af hrossum sem stefnt er með í sýningu. Fyrsta sýning ársins er í næstu viku á Sauðárkróki og stefnir Biggi þangað með tvær hryssur í fullnaðardóm og einn ungan stóðhest í byggingardóm. Meira um það síðar :)

15.04.2013 12:32

Skeiðað á mánudegi ...



Svona eru allir mánudagar í Litla-Garði, bóndinn er bara á brunskeiði út um allan Djúpadal :) 

Tekur hér Sigurdís frá Árgerði til kostanna en hún er Hágangsdóttir á 7. vetur sem var sýnd í fyrra með 7.91 í aðaleinkunn. 

08.04.2013 12:51

Mirra frá Litla-Garði


Næst í röðinni er Mirra frá Litla-Garði. 

Mirra er ein af efnilegri hryssunum í húsinu og er sú fjórða í röðinni hjá okkur undan honum Glym frá Árgerði. Mirra er á fimmta vetur og móðir hennar er 1.v hryssan Vænting frá Ási

Mirra átti slysafang þegar hún var á þriðja vetur http://www.litli-gardur.is/blog/2011/04/27/519542/ og var það ljómandi foli. 

Mirra er nú á fimmta vetur og blómstar sem aldrei fyrr. Fluggeng og gullfalleg hryssa sem stefnt er með í dóm í ár og á hún að verða ræktunarhryssa hérna hjá okkur. Virkilega næm og sjálfgerð að flestu leyti. Nákvæmlega það sem maður vill hafa í kynbótahryssu.

Hérna er nokkrar myndir af henni eins og hún er núna í byrjun apríl 2013 :)









Það verður vægast sagt spennandi að fylgjast með þessari þróast áfram.

Hér má sjá aðeins fleiri myndir af Mirrunni minni eins og Biggi orðar það.

05.04.2013 12:41

Emilíana frá Litla-Garði



Við sögðum frá því hér um daginn í frétt þar að í húsinu eru fimm hryssur undan Glym frá Árgerði. 
Við komum með myndir af tveim þeirra hérna í fyrradag og hér er sú þriðja. 

Emilíana frá Litla-Garði er á sjöunda vetur, klárhryssa undan Snældu-Blesadótturinni Elvu frá Árgerði. Er hún þá sammæðra mörgum góðum gæðingum, keppnishrossum í fremstu röð og 1.verðlauna kynbótahrossum. Emilíana er mjög falleg hryssa sem býr yfir mörgum verulega skemmtilegum kostum og er stefnt með hana í dóm í vor. Er hún síðasta afkvæmi Elvu eftir í okkar eigu og á að taka við af henni sem ræktunarhryssa hjá okkur.






03.04.2013 20:26

JARLINN ....

Næstur í röðinni er stóðhesturinn Jarl frá Árgerði. 



Jarl er á sjötta vetur, faðirinn er Tígull frá Gýgjarhóli og móðirin er Snælda frá Árgerði

Stefnt er með Jarl í dóm í vor og keppni í sumar jafnvel. Er hann gríðarlega vaxandi hestur með mikla útgeislun. 





03.04.2013 20:06

Systur undan Glym frá Árgerði

Jæja, þá er þessu myndavélahallæri hjá okkur að ljúka! Tókum myndir í dag af flottum, efnilegum hrossum sem eiga framtíðina fyrir sér :)

Viljum byrja á að minnast eins albesta hests sem við höfum ræktað, Glym frá Árgerði en hann féll frá langt fyrir aldur fram í haust, aðeins 11 vetra að aldri. Eyddi hann síðustu árunum sínum í Danmörku.



Byrjum á systrunum undan Glym frá Árgerði en við erum með einar fimm verulega álitlegar hryssur undan honum í húsinu á aldursbilinu 5-7 vetra. 

Byrjum á Sóldögg frá Litla-Garði en hún er á sjötta vetri og í eigu Kára Fanndal Reykjavík. Móðir hennar er Snerpa frá Árgerði (m. Kveikja frá Árgerði f. Víkingur frá Voðmúlastöðum).








Næst er Gloppa frá Litla-Garði en hún er líka á sjötta vetri og undan Toppu frá Egilsstaðabæ, dóttur Topps frá Eyjólfsstöðum.










02.04.2013 20:18

Starfskraftur/ar óskast




ERTU TAMNINGARMAÐUR EÐA KONA SEM HEFUR ÁHUGA Á AÐ BÚA Í SVEIT?

Okkur vantar að ráða 1-2 einstaklinga við tamningar, þjálfun og tengd störf frá og með 1.maí 2013. 3ja herbergja íbúð með eða án húsgagna fylgir með fyrir réttu einstaklingana. Upplagt fyrir par sem hefur áhuga á að vinna með góð hross á viðurkenndum hestabúgarði norður í landi, 23 km frá Akureyri. 

Viðkomandi verður að hafa töluverða reynslu af tamningum og hirðingu hrossa. Keppnisreynsla æskileg en ekki skilyrði. 

Allar frekar upplýsingar eru gefnar upp í síma 896-1249 (Biggi) eða á netfangið [email protected]

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Are you a horsetrainer, man or woman who is interested in working in Icelandic horsefarm?

We need to hire 1-2 individuals riding, training and related activities as of May 1st 2013. 3 bedroom apartment with or without furniture included for the right indeviduals. Ideal for a couple who are interested in working with good horses in a recognized horse ranch north of the country, 23 km from Akureyri.

Individuals must have considerable experience of training and care of horses. Competition experience recommended but not required.

All further information is given by phone 896-1249 (Biggi) or email [email protected]


07.03.2013 15:36

Karen


Biggi tók þátt í fimmgangi KEA mótaraðarinnar. Fór hann með unga óreynda hryssu úr Árgerðisræktuninni, Karen frá Árgerði. Var þetta hennar fyrsta mót og gekk það ljómandi, var níunda inn í B-úrslit með og reið sig upp í það áttunda í úrslitunum. Karen er undan Hágangi frá Narfastöðum og Kveikju frá Árgerði

24.02.2013 21:54

Vetrarfærsla

Jæja kæru lesendur.. 

Nú fer tímabilið að hefjast fyrir alvöru, febrúar að líða undir lok og hrossin öll komin í gott trimm og byrjuð í alvöru þjálfun og uppbyggingu. Hópurinn sem við erum með á húsi er mjög álitlegur og mikið er um ung tryppi. Um helmingur hrossanna eru á fjórða og fimmta vetri og í kynbótadómsuppbyggingu, þó á eitthvað eftir að síast úr þeim hópi eins og gengur og gerist. 

Hjá okkur starfar nú Kristín Birna Sveinbjörnsdóttir frá Akureyri sem þriðja manneskja og gengur allt saman eins og í sögu á tamningarstöðinni. Sem og fyrri vetra förum við í rekstur vikulega a.m.k og er það mikil sáluhjálp fyrir hrossin að okkar mati og fá þau einnig að fara öll saman út á tún bæði fyrir og eftir rekstrana.




Svo gaman og svoo ljúft :) 

Við höfum verið ferlega slök í að elta keppnirnar enda hrossin rétt að komast í alminnilega þjálfun núna, erum nánast eingöngu með ung og óreynd hross á velli á húsi og er ekki sanngjarnt gagnvart þeim að byrja að spreyta sig með þau fyrr en þau eru allavega komin í ágætt form. En eitthvað munum við láta sjá okkur á vellinum á næstu vikum/mánuðum á ungu, efnilegu og áður óséðum hrossum. Alltaf gaman að því 

En frekari fréttir, fleiri myndir og nokkur söluhross á leiðinni inn á næstunni svo stay tuned! 

Með bestu kveðju úr dalnum fagra

29.01.2013 22:05

Glæsihestur til sölu

Kiljan frá Árgerði IS2003165665 

Kynbótahestur til sölu!



Nú gefst frábært tækifæri til að eignast hátt dæmdan og gríðarvel ættaðan stóðhest til undaneldis á góðu verði. Kiljan er einstakur gæðingur, gríðargott tölt og skeið ásamt fleiri kostum. Hér koma allar þær upplýsingar sem þarf að vita um hestinn. 

Kiljan er búinn að vera óheppin gegnum tíðina og röð óhappa hafa orðið til þess að hann hefur ekki verið eins mikið til brúks og vonast var til. Er hann í dag frekar viðkvæmur til fótanna en árið 2009 tognaði hann á beygjusin á framfæti og var hann eitt ár að jafna sig á því, háir það honum ekkert í dag og var í fullri þjálfun 2011 og 2012. Hins vegar meiðist hann aftur sumarið 2012 og fær þá kvíslbandsbólgu eftir óhapp og verður því aðeins brúkhæfur til léttra útreiða hér eftir. 

Því fæst hann nú á mjög sanngjörnu verði eða aðeins 2.000.000 kr. 

Hann hefur verið að sýna sig sem góður kynbótahestur, aðeins eru til 33 afkvæmi undan honum og eru flest þeirra kornung, 3 fædd 2006 og restin fædd 2008 eða fyrr. Ein af þessum fæddum 2006 er Tíbrá frá Litla-Garði en hún er undan Tvístjörnu frá Árgerði (ósýndri hryssu). Tíbrá var sýnd í sinn hæsta dóm 5.v eða 7.82 í aðaleinkunn, 7.91 fyrir hæfileika, 8.5 fyrir vilja/geðslag, 8.0 fyrir tölt, skeið og fegurð í reið. Tíbrá er nú komin í ræktun en hún er í eigu Berglindar Káradóttur í Reykjavík.


Tíbrá frá Litla-Garði - dóttir Kiljans 5.v hér

Video af Tíbrá má sjá hér: http://www.youtube.com/watch?v=yxZ1-iMWcLs

Einnig sigraði dóttir Kiljans folaldasýningu árið 2012, Sprengja frá Árgerði heitir hún undan Feykisdótturinni Svölu frá Árgerði:


Sprengja Kiljansdóttir f.2011

Ættartré Kiljans:

 

Kiljan 6.v

Kynbótadómur 2009 - 6.vetra

HéraðssýningMelgerðismelum / Náttfaravelli

Dagsetning móts:12.06.2009 - Mótsnúmer: 11 
Íslenskur dómur

IS-2003.1.65-665 Kiljanfrá Árgerði

Sýnandi: Stefán Birgir Stefánsson

Mál (cm):

146   135   140   64   142   38   48   42   6.5   30.5   18.5  

Hófa mál:

V.fr. 9,2   V.a. 8,1  

Aðaleinkunn: 8,30

 

Sköpulag: 8,02

Kostir: 8,48


Höfuð: 9,5
   1) Frítt   2) Skarpt/þurrt   3) Svipgott   6) Fínleg eyru   7) Vel borin eyru   

Háls/herðar/bógar: 8,0
   5) Mjúkur   7) Háar herðar   D) Djúpur   

Bak og lend: 8,0

Samræmi: 8,5
   4) Fótahátt   5) Sívalvaxið   

Fótagerð: 7,5
   4) Öflugar sinar   G) Lítil sinaskil   

Réttleiki: 7,0
   Afturfætur: E) Brotin tálína   
   Framfætur: A) Útskeifir   

Hófar: 7,5
   3) Efnisþykkir   7) Hvelfdur botn   H) Þröngir   

Prúðleiki: 9,0


Tölt: 8,5
   2) Taktgott   3) Há fótlyfta   

Brokk: 8,0
   3) Öruggt   

Skeið: 8,5
   3) Öruggt   4) Mikil fótahreyfing   

Stökk: 8,0

Vilji og geðslag: 9,0
   2) Ásækni   4) Þjálni   5) Vakandi   

Fegurð í reið: 8,5
   3) Góður höfuðb.   

Fet: 7,5
   D) Flýtir sér   

Hægt tölt: 8,5

Hægt stökk: 5,0

 

Kiljan var byggingardæmdur 5.v fyrst og hlaut hann þá 8.13, munaðiþar um hálfan fyrir hófa og réttleika í seinni dómnum.

Fagur hestur

Kynbótamat 2013:

Höfuð

112

Tölt

109

Háls/Herðar/Bógar

101

Brokk

104

Bak og lend

108

Skeið

114

Samræmi

110

Stökk

107

Fótagerð

95

Vilji og geðslag

115

Réttleiki

93

Fegurð í reið

114

Hófar

102

Fet

97

Prúðleiki

104

Hæfileikar

115

Sköpulag

105

Hægt tölt

108

Aðaleinkunn

115



Faðir Kiljans er Orrasonurinn Nagli frá Þúfu í Landeyjum. Nagli á 62 dæmd afkvæmi og þar af 24 í 1.verðlaunum. Kiljan er þar næstefstur á eftir Fannari frá Kvistum. 

Nagli frá Þúfu

 

Blika frá Árgerði

Kiljan er vel ættaður stóðhestur undan einni af bestu hryssum níunda áratugarins, Bliku frá Árgerði. Að honum standa sterkar ættir langt aftur, mikið um verðlaunahross bæði í föður og móðurlegg. Ef við förum aðeins yfir Bliku móður hans og hennar afrek;

Blika var fædd 1981 Magna í Árgerði, dóttir hins mikla Ófeigs frá Flugumýri og heiðursverðlaunahryssunnar Snældu frá Árgerði sem stóð efst 6.v og eldri hryssna á LM´78 með aðaleinkunnina 8.34. Blika var farsæl sem einstaklingur, frábærlega geðgóð og mikill gæðingur að kostum. Hlaut hún sinnhæsta dóm 6.v gömul 1987;

Hross

IS1981265008 Blika frá Árgerði

M1

M3

M4

M5

M10

M11

146

 

162

 

27

17

Sköpulag

 

Höfuð

7.5

Háls/herðar/bógar

8

Bak og lend

8

Samræmi

7.5

Fótagerð

7.5

Réttleiki

8

Hófar

8.5

Sköpulag

7.85

Kostir

 

Tölt

9

Brokk

8.5

Skeið

9

Stökk

8

Vilji

8.5

Geðslag

10

Fegurð í reið

8.5

Hæfileikar

8.84

 

Aðaleinkunn

8.35

 

Athygli er vakin á tíunni fyrir geðslag en Blika var eina hrossið á sínum tíma til að hljóta þá einkunn meðan gefnar voru einkunnir fyrirvilja og geðslag í sitthvoru lagi.

Þetta sama sumar fer Blika í folaldseignir, Blika átti á sinni löngu og viðburðaríku ævi 14 afkvæmi.  Hafa 10 af þeim skiluðu sér til dóms, þrjú þeirra sem ekki skiluðu sér til dóms voru geldingar og svo síðasta afkvæmi hennar er klárhryssa undan Parker frá Sólheimum sem vonandi á eftir að skila sér til dóms. Mikil skeiðgen eru í þessum ættboga og voru öll hrossin undan henni Bliku alhliða hross nema sú síðasta undan Parker enda Blika með 129 fyrir skeið í kynbótamati enn í dag.

 Nokkur afkvæmi Bliku og systkini Kiljans: 

Kveikja frá Árgerði var mikill gæðingur fædd 1991 undan gæðingnum Kveik frá Miðsitju, hún hlaut 8.36 fyrir hæfileika í sínum hæsta dómi og 8.03 í aðaleinkunn. Stóð hún sig einnig vel í keppnum og fór nokkrum sinnum yfir 8.80 í A-flokki og yfir 7.00 í töltkeppnum. Kveikja er nú í ræktun í Árgerði


Kveikja frá Árgerði f.1991

Milla frá Árgerði er fædd 1995 undan Þorra frá Þúfu. Er hún með 8.09 í aðaleinkunn í sínum hæsta dómi. Milla var seld ung að árum og eigandi hennar er Jóhann Magnússon og er hún í ræktun hjá honum og hefur skilað einni hryssu í 1.v nú þegar og vonandi mörg eftir að koma. 

Milla frá Árgerði f. 1995

Magni frá Árgerði er fæddur 1997 undan Óði frá Brún. Hann var seldur til Þýskalands en er staðsettur í Danmörku eins og er. Er hann 1.v stóðhestur með 8.23 fyrir hæfileika og 8.00 í aðaleinkunn. Hann á aðeins þrjú afkvæmi á tamningaraldri og hafa tvö þeirra verið í keppnum þar ytra. Hins vegar eru 2010-2012 árgangarnir stórir og verður gaman að sjá þá.

Magni frá Árgerði f. 1997

Snælda yngri frá Árgerði er fædd 1998. Hún er undan Orra frá Þúfu og er gæðingur mikill. Var hún sýnd 4 vetra af Magna Kjartans Árgerði eiganda sínum (þá 72ja ára) 2002 og komst hún inn á Landsmót, endaði á LM með 7.94 í aðaleinkunn. Hann sýnir hana svo aftur 2004 og kemur henni aftur inn á Landsmót og endaði hún þar með 8.15 í aðaleinkunn, hans síðasta kynbótasýning sem sýnd var. Snælda hlaut hins vegar í sínum hæsta dómi 8.43 fyrir hæfileika og þar af 9 fyrir skeið. 8.13 fyrir byggingu og 8.31 í aðaleinkunn. Einnig stóð hún sig gríðarvel á keppnisvellinum. 

Snælda frá Árgerði f. 1998

Tristan frá Árgerði er svo fæddur 2000 og er einnig undan Orra frá Þúfu. Er hann farsæll kynbóta og keppnishestur. Afburða geðgóður og mikill gæðingur. Hlaut hann í sínum hæsta dómi 8.46 fyrir hæfileika, þar af 9.0 fyrir skeið og vilja/geðslag og 8.36 í aðaleinkunn. Hefur hann verið gríðarsterkur á keppnisvellinum í nokkur ár og hafa afkvæmi hans einnig verið að gera mjög góða hluti. 

Tristan frá Árgerði f.2000

Fjöður frá Árgerði er fædd 2002 og er undan Gustssyninum Kjarna frá Árgerði. Hún var einnig seld til Danmerkur en var sýnd hér heima fyrst, hlaut 8.22 fyrir hæfileika og 8.10 í aðaleinkunn. 

Næstur var Kiljan frá Árgerði og sú síðasta var Sóley undan Parker frá Sólheimum. 

Kiljan í keppni sumarið 2012

Kiljan í keppni sumarið 2012 - frábærlega vakur


8.5 fyrir hægt tölt og nefndu margir að hann hefur mátt fá 9.0 fyrir það

30.12.2012 13:13

Annáll 2012

Sindri Snær og Tónn frá Litla-Garði


Annáll 2012

Þá líður senn að lokum þessa ágæta árs 2012. Þá er alltaf skemmtilegt að taka saman það sem gerst hefur í lítinn (eða stóran ;)) pistil. Árið hefur verið viðburðaríkt og gott í heild sinni þó svo að lítið um stórfréttir hafi verið. Tamningar, þjálfun og almenn bústörf eru vitanlega hlutur sem á við allt árið um kring en keppnir, kynbótasýningar og aðrar sýningar tengdar hestamennskunni voru margar á árinu. Landsmót var haldið með glæsibrag í Reykjavík ásamt fleiri flottum mótum hérna á Norðurlandi. 

Strax frá áramótum var alveg smekkfullt á tamningarstöðinni og ásamt Bigga var Ásdís Helga og svo Hulda Lilý einnig sem verknemi frá Hólaskóla. Mikið var um kynbótahross og var veturinn skemmtilegur. Þónokkuð var um innanhúsmót og tókum við þátt þar með ágætis árangri. Eins voru hinar árlegu ískeppnir og völdum við Svínavatn til að fara á. Tristan og Biggi enduðu þar í þriðja sæti í A-flokki annað árið í röð :) 

Janúar - Mars

Fyrstu mánuðir ársins voru ljómandi góðir, veðrið býsna gott og tamningar gengu vel. Hulda Lilý var í frumtamningarprógrami með 5 álitleg tryppi og tók prófið sitt í mars og stóðst það með prýði. 
Gangster í stuði á Melgerðismelum í mars.

Þennan vetur vorum við með nokkrar stíur á leigu á Melgerðismelum frá mars og fram í maí en gott aðgengi er að reiðhöll, keppnisvöllum og kynbótabraut þar, einnig er undirlag með því besta sem fyrirfinnst. 


Folaldshryssurnar í febrúar 2012


Stórsýningin Fákar og Fjör fór fram í Mars og fórum við þangað með þónokkur hross. 

Biggi og Evelyn frá Litla-Garði og BIggi og Blakkur frá Árgerði í skeiðinu,

Biggi og Gangster
Ásdís og Kiljan frá Árgerði

Ásdís og Perla frá Syðra-Brekkukoti og Vignir Sig og Auður frá Ytri-Hofdölum

Biggi og Gletting frá Árgerði

Árið 2012 var einnig stórt ár í lífi húsfreyjunnar Herdísar en tengdist það ekki hestunum, nema kannski myndin hennar sem fylgdi auglýsingunni. Auðvitað fyrirfinnst ekki betri fyrirsæta en Gangster, nema kannski Herdís og Gangster saman!!


Herdís og Gangster, myndin sem fylgdi auglýsingu tengdri tónleikunum í blöðunum


Í Mars var þessi stóri áfangi í lífi Herdísar þar sem hún kláraði framhaldsnám sitt í klassískum söng og hélt glæsilega útskriftartónleika fyrir fullum sal af fólki. 


Hér syngur Herdís dúett með Þorkeli Pálssyni lagið Sunrise Sunset


Hamingjusöm að loknum tónleikum hlaðin gjöfum.

Apríl - Júní

Svo brast vorið á eins og venjulega :) Folöldin fóru að týnast í heiminn í byrjun maí og er það alltaf skemmtilegt. 


Þessi vel sperrti foli kom í heiminn mánaðarmótin maí/júní og er undan gæðingnum Snældu frá Árgerði (ae 8.30) og Kiljan frá Steinnesi. Hann fær nú að halda kúlunum eitthvað lengur ;)


Þetta er ein sú flottasta sem kom í sumar, hryssa undan Blæ frá Torfunesi og Kveikju frá Árgerði (ae 8.03)


Vænn árgangur kom undan honum Gangster okkar, þessi gullfallega hryssa er undan Von frá Árgerði (ae 8.39) og Gangster.


Þessi gullfallegi foli er undan Svölu frá Árgerði og Gangster :)


Og líka þessi, undan Nös (ae 8.16) og Gangster


Rauða til hægri er undan Tíbrá frá Ási og Kiljan frá Árgerði og bleikálótta til vinstri undan Blæ og Kveikju (sjá mynd hér að ofan)

Í lok maí var svo lokapróf hjá Huldu Lilý í þjálfunarhestunum og kláraði hún þar með þann áfanga og útskrifaðist sem Tamningarmaður og Þjálfari í lok maí.
Í byrjun Júní byrjaði svo ung dama hjá okkur til að vera sumarið, Eydís Sigurgeirsdóttir frá Hríshóli.

Kynbótasýningar:

Sýnd voru þónokkur hross á vorsýningum bæði af Bigga og Ásdísi, það sem helst var voru:

Gletting frá Árgerði ae 8.16, hæfileikar 8.31. 9.0 fyrir tölt og vilja/geð


Gletting á hægu stökki



Evelyn frá Litla-Garði ae 8.03 (klárhryssa)



Perla frá Syðra-Brekkukoti ae 8.04 (9.0 fyrir tölt, brokk og vilja/geð) klárhryssa



Kolbrá frá Kálfagerði 7.92

Sigurdís frá Árgerði ae 7.91 

Syrpa frá Hnjúkahlíð ae 7.84 (9.0 fyrir vilja/geð og hægt tölt)

Prýði frá Hæli ae 7.89 (klárhryssa) 



Assa Ugludóttir frá Akureyri ae 7.76

Skerpla frá Brekku ae 7.74

Negla frá Hellulandi ae. 7.65


Svo var úrtaka fyrir Landsmót næst á dagskrá í byrjun júní og smelltum við okkur þangað með nokkur :) 



Gangster frá Árgerði þreytti frumraun sína í gæðingakeppni og hlaut efstu einkunn inn á Landsmót fyrir Funa 8.32


Perla frá Syðra-Brekkukoti var glóðvolg eftir að rúlla í 1.v á vorsýningu og stóð efst í B-flokknum eftir forkeppni með 8.41 og sigraði svo úrslitin með 8.63 en þetta var gæðingakeppni Léttis líka. 



A-flokkurinn gekk ekki alveg sem skyldi hjá okkur í þetta skiptið en það er ekki alltaf jólin :) 

Kiljan frá Árgerði náði svo þriðja sætinu í sinni fyrstu keppni í gæðingaskeiði í lok móts. 

Um miðjan júní var svo Gæðingakeppni Funa haldin á Melgerðismelum. Við mættum þangað með fulla kerru af gæðingum og uppskárum vel. Biggi og Gangster sigruðu B-flokkinn glæsilega með 8.69 í lokaeinkunn en í öðru sæti var svo Nanna Lind á Vísi með 8.42





Í A-flokknum börðust bræðurnir Tristan og Kiljan á toppnum, Tristan varð efstur með 8.57 og Kiljan í öðru sæti.






Í barnaflokki kepptu Sindri Snær og Tónn frá Litla-Garði og voru glæsilegir að vanda og nældu sér í 3ja sætið í úrslitunum.




Í lok júní og byrjun júlí var svo Landsmótið í Víðidal haldið og skunduðum við suður og vorum með sitthvort hrossið í B-flokknum, Biggi með Gangster 6.v og ég með Perlu frá Syðra-Brekkukoti. Það gekk alveg ágætlega hjá okkur, Gangsterinn hlaut 8.35 í forkeppninni og Perla 8.44 en 8.50 þurfti til að komast upp í milliriðil, gríðarsterkur B-flokkur. 


Mynd: Kristín Erla Benediktsdóttir


Mynd: Magnús Ingi Magnússon

Júlí - Ágúst

Í lok júlí kom Hafþór Magni með yndislegu fjölskylduna sína norður í sumarfrí. Viktoría Röfn ömmu og afastelpa kann svo sannarlega að bræða alla í kringum sig. Það var aðeins breytt út af vananum og farið í míníútilegu á Melgerðismelum, riðið þangað með rekstur og farið í reiðtúr þar öll saman, pallhýsinu svo lagt á besta stað og svo grillað, kveikt á varðeld (svona til varnar öllum rándýrunum haha) og spilað og trallað.


Reksturinn á leiðinni niðureftir


Biggi lengst til vinstri, svo Ásdís, Hafþór, Heiður og loks Sindri




Feðginin, Hafþór og Viktoría


Og svo var auðvitað farið aftur heim með reksturinn :)


Júní og Júlí voru alveg með eindæmum góðir mánuðir hvað varðar veðrið. Sól og blíða var nánast upp á hvern einasta dag og var hreint út sagt mjög gaman að vera til. Heyskapur gekk þá væntanlega eins og í lygasögu en hins vegar vantaði helst upp á svolitla vætu, upp á meiri gróður og sprettu. 

Eftir Landsmót tóku "venjulegu" mótin við :) Einarsstaðir, Fákaflug, Stórmót Hestamanna o.fl. Ætla ekki að kryfja hvert mót fyrir sig en kem með myndasyrpu frá þessum mótum.


Nanna Lind og Vísir áttu magnað mót á Einarsstöðum. Stóðu upp sem flottir sigurvegarar í ungmennsflokki með 8.57 í lokaeinkunn. 


Gangsterinn tók sér örlítið leyfi frá skyldustörfum sem stóðhestur og mætti sprækur til leiks á Einarsstöðum og Stórmóti, var í A-úrslitum á Einarsstöðum í 3ja sæti með 8.53 og  í A-úrslitum á stórmóti einnig.


Sindri Snær og Tónn frá Litla-Garði Tristanssonur tóku þátt í barnaflokki. Þeir voru náttúrulega langflottastir og komust í úrslit á Einarsstöðum, voru áttundu inn í úrslitin og riðu sig upp í fjórða sæti eins og ekkert væri sjálfsagðara :) 


9.0 töltarinn Gletting frá Árgerði fékk að spreyta sig í töltkeppnum en við höfum alltaf haft trú á að hún gæti gert verulega góða hluti þar. Þetta var einnig hennar síðasta tækifæri þar sem hún átti stefnumót með Kappa frá Kommu í júní. 
Þau kepptu semsagt í tölti á þessum tveimur mótum, Einarsstaðamóti og Stórmót Hestamanna á Melgerðismelum. Stóðu þau efst á Einarsstöðum eftir sætaröðun dómarara á móti Baldvin Ara á Senjor með einkunnina 7.28 og stóðu þau einnig langefst á Stórmót með 7.33


Glæsihryssa

Um miðjan ágúst átti svo Bogga (systir Herdísar, mamma Ásdísar og dóttir Þórdísar) stórafmæli, nánar tiltekið 14.ágúst og varð hún fimmtug. Hélt hún veislu í sumarhúsi á Illugastöðum og var dagurinn dásamlegur í alla staði.


Bogga með eina af afmælisgjöfunum :)

Síðasta mót ársins er ævinlega Bæjarkeppnin en það er mót í firmakeppnisstíl sem yfirleitt er mikill skemmtibragur á, stutt og laggott og góð þáttaka var í ár. Okkar liði gekk nú alveg bærilega og komum við heim með 3 gull af 4 mögulegum. Eydís fékk Vísi lánaðan til að keppa í unglingaflokki og sigraði þar eftir harða keppni við frænda sinn Örn í Fellshlíð. Ásdís dustaði rykið af Hvinsa sínum frá Litla-Garði sem hafði verið í hálfgerðu keppnisorlofi þetta sumarið og var hann svo glaður með það að hann nældi í gullið í kvennaflokki og Biggi og Gletting sigruðu svo karlaflokkinn. Sindri Snær og Tónn kepptu í Barnaflokki og stóðu sig vel að vanda.


Ásdís og Hvinur


Eydís og Vísir


Biggi og Gletting

Í lok ágúst var svo ákveðið að smella sér til Spánar, fjölskyldan í Litla-Garði og Bogga með. Var það vika í hita og paradís. 


Haha sumir voru aðeins lúnir í Leifsstöð :)


Gerist þetta eitthvað betra???


Úbs, Biggi fer ekki aftur þangað ;)


Herdís prófaði einn útlenskan í kúrekaþorpi og styður hér með innflutning á öðrum hestakynjum ;) nei djók


Feðgin


September - Desember 

Þar með voru mótum þessa árs lokið og haustið tók við í allri sinni dýrð. Ásdís ákvað að leggja land undir fót og smellti sér til Kanada að temja og þjálfa þar í sept-des. 


Fékk að prófa einn stóran veðhlaupahest sem heitir I am Awesome! Hefur sá unnið yfir 25. millur í verðlaunafé :) 

Í byrjun september gerði brjálað veður á Íslandi og allt snjóaði í kaf en hins vegar sluppum við býsna vel hérna í Djúpadalnum miðað við marga aðra staði en vindofsinn sleit upp fyrir okkur a.m.k eitt tré með rótum. En allar okkar kindum skiluðu sér heim sem betur fer. 


Okkar fólk gleymdi auðvitað myndavélinni en ég fékk þessa sætu mynd lánaða hjá Söru Arnbro, það hafa klárlega allir gaman af kindaréttunum í Ysta-Gerði.

Í byrjun október voru svo stóðréttir og komu Lasse Grönberg og faðir hans til Íslands frá Danmörku til að taka þátt í því með okkur. Höfðu þeir verulega gaman af því að fara hérna fram á dal og sækja stóðið og fékk ég einmitt þessa mynd  lánaða af facebook síðunni hans Lasse:



Restin á haustinu var ótrúlega viðburðasnautt, veðrið er reyndar búið að vera ansi leiðinlegt á Íslandi yfirhöfuð. Tryppin á fjórða vetur komu inn í nóvember og var aðeins byrjað að fikta í þeim. Er þar lofandi árgangur á ferð. 

Svo var bara næst á dagskrá jólahátíðin :)


Dísa og Magni Árgerði glæsileg á aðfangadagskvöld.



Flettingar í dag: 4393
Gestir í dag: 699
Flettingar í gær: 876
Gestir í gær: 106
Samtals flettingar: 1325577
Samtals gestir: 83444
Tölur uppfærðar: 21.12.2024 15:43:57