Helgina 25 - 26 febrúar verður reiðnámskeið með Agli Þórarinssyni að Melaskjóli. Námskeiðið verður á formi einkakennslu og verður kennt 2 x 40 min. bæði á laugardeginum og sunnudeginum. Egill hefur áratugareynslu af reiðkennslu bæði hér heima og erlendis ásamt því að vera margreyndur keppnis- og sýningarknapi. Aðeins 10 - 12 manns komast á námskeiðið.
Mynd er fengin af facebooksíðu Egils
- Skráningarfrestur er miðvikudagurinn 22. febrúar til kl. 18:00
- Skráning er á netfangið [email protected]
- Verð 10.000 kr. á mannin
- Nægt pláss í hesthúsinu